Ég er ennþá að hrylla mig....

... yfir draumnum sem mig dreymdi í nótt... fékk jólakort frá skáfrænku minni og hennar fjölskyldu í draumnum, hún skrifaði meðal annars nöfnin á öllum börnunum þeirra. En í staðinn fyrir nafnið á yngstu dúllunni sem fæddist í janúar og er búin að fá fallegt nafn, skrifaði hún drengsnafn og það var óhuggulegt nafn á litlu barni.... Hann hét Grafinn Xxxxx, X-in standa fyrir nafnið á pabba skáfrænkunnar, sem dó fyrir ekkert löngu síðan..... Í þau örfáu skipti sem ég man það sem mig  dreymir, þá þarf það að vera eitthvað svona..... Frown Ég er samt ekkert að ímynda mér að þessir draumar rætist eða að ég sé berdreymin eða eitthvað álíka, ég trúi jafn mikið á það og ýmislegt annað, sem ekki er hægt að sanna fyrir mér, sem sagt alls ekki. Mér finnst þetta bara vont og  stundum laumast nú að mér grunur um, að það sé eitthvað stórbilað á efstu hæðinni hjá mér... Whistling   Eina martröð man ég svo lengi sem ég lifi.... Fyrir mörgum árum síðan,  dreymdi mig nefnilega að ég væri að reyna að troða gamalli konu á næsta bæ, undir þvottavélina hennar og svo ætlaði ég víst að skjóta hana með haglabyssu....W00t Mér leið illa í langan tíma á eftir, þessi gamla kona var yndisleg og mér þótti verulega vænt um hana og skil ekki enn þann dag í dag, hvurs lags klikkun var í gangi í höfðinu á mér..... Blush Að vísu leið mér illa á þeim tíma og stuttu seinna fór ég frá fyrri manninum mínum með börnin og bílinn, en þessi indæla kona hafði akkúrat ekkert með það að geraShocking En núna líður mér frábærlega, fyrir utan það hvað ég er skítug eftir eldhússlaginn um helgina, en það má laga með einni einfaldri sturtu og verður gert núna á eftir, svo ekki skýrir það þessa leiðinda martröð. Fötin sem ég var í í gær standa sjálf ein og óstudd á gólfinu frammi í þvottahúsi, neglurnar á mér sem eru frekar langar og alltaf heilar, eru svo skítugar að ég verð að klippa þær af og hárið á mér verður tekið í misgripum fyrir hamp, ef ég hætti mér út úr húsi án þess að þvo það.... ég ætla samt ekki að klippa það afTounge  Þar fyrir utan er allt í glimrandi góðum gír og ég vona að þið öll, getið sagt hið sama og njótið svo þessa magnaða mánudags í vorsólinniSmile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Æi takk heillin....

Jónína Dúadóttir, 21.4.2008 kl. 08:00

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

en iss ekkert vera að reikna með neinu nema hinu allra besta.  Ég er viss um að þessi draumur veit á gott.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.4.2008 kl. 09:25

3 identicon

Oft er ljótur draumur fyrir litlu tilefni sagði e-hver, og líka..ef þig dreymir ílla, segðu það steininum, þá rætist hann ekki  eigðu góðan dag í sólinni og eldhúsleysinu..

Jokka (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 09:26

4 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Held að þú sért meira að lýsa hálfgerðri martröð, þessi draumur er ekki fyrir neinu, held ég

Heiður Helgadóttir, 21.4.2008 kl. 10:28

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Takk elskurnar mínar, þið eruð allar yndislegar

Jónína Dúadóttir, 21.4.2008 kl. 12:10

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Þetta er einhver innri ótti sem brýst þarna fram í draumi, hefur ekki forspárgildi. I am sure!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 21.4.2008 kl. 16:00

7 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Úbbasía, ég verð að pæla í því....

Jónína Dúadóttir, 21.4.2008 kl. 18:01

8 Smámynd: Birna Dúadóttir

Sko,þessi draumur er fyrir batnandi gengi japanska jensins,óvæntum vinsældum Pamelu Anderson og það er alveg pottþétt að Ástþór Magnússon verður næsti forseti Íslenska Lýðveldissins

Birna Dúadóttir, 21.4.2008 kl. 18:40

9 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þakka þér fyrir Birna mín, ég mátti vita að þú kæmir og reddaðir þessu  Kannski best ég hætti bara að sofa ef þetta er útkoman úr draumunum mínum

Jónína Dúadóttir, 21.4.2008 kl. 19:13

10 identicon

Held alveg með Birnu þarna. Dríf mig í að fjárfesta síðustu námslánunum í jen - eða kannski bara Pamelu... Takk mamma!

Katrín Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 21:12

11 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Allt fyrir þig Kata mín, martraðir og alles bara nefna það !!

Jónína Dúadóttir, 21.4.2008 kl. 21:30

12 Smámynd: Tiger

  Ójá, í kolli okkar geymum við gullin ...

Veistu, ég gruna nú bara að breytingar á nöfnum í draumi - sérstaklega þar sem ný nöfn eru fylgjandi látnum - séu bara til að minna okkur á þá sem eru farnir. Oft eru draumar sem manni líður illa yfir - fyrir mjög góðu í vöku. Annað er þó að sjálfsögðu með raunverulegar martraðir. Ég tel að draumurinn um gömlu konuna undir þvottavélinni - hafi bara verið fyrirboði til þín um að gæta þín í ellinni. Ekki vera leiðinleg gömul pokakerling sem notar hamar á allt og rífur allt niður sem er naglfast, meira segja græna eldhúsinnréttingu. Ég myndi halda að þetta hafi verið fyrirboði sem þú mátt ekki leiða hjá þér - svo nú verður þú að setja aftur upp grænu eldhúsinnréttinguna! Ekki spurning. Og líka að þú verður að sýna pokakerlingahlutverkinu meiri virðingu - annars endar þú bara sjálf undir þvottavél eða á bakvið innbyggðan ískáp í eldhúsinnréttingu eftir nokkur ár... *hux* ... ætli ég fái ekki bara vinnu við draumaráðningar??? Örugglega ....

  Ég mæli með því að þú sleppir alfarið að fara í bað, enda eru pokakerlingar þekktar fyrir að vera með hamphár og skítugar neglur og alveg í sjálfstandandi fatnaði af nýjustu tísku ... alls ekki þvo hampinn - í mesta lagi skaltu henda fullt af glimmeri all over og strunsa svo út á Sjallann á dansiball ... veit þú veður þá í Grund-liði (eða er ekki til Grund elliheimili á Ak)? ... þú átt það skilið dúllan mín. Góða nótt og eigðu yndislegan dag á morgun! Knúsímússí ...

Tiger, 22.4.2008 kl. 04:41

13 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Högni minn, þú ættir að leggja fyrir þig draumaráðningar, þið Birna systir mín getið unnið saman Búin að eyðileggja pokakellingaútlitið, gerði það strax í gærmorgun... aldrei verið dugleg að fylgja tískunni sko Elliheimilið á Akureyri heitir Dvalarheimilið Hlíð Og takk og sömuleiðis, nótt og dag

Jónína Dúadóttir, 22.4.2008 kl. 05:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband