Mér finnst yfirleitt gaman í vinnunum mínum, skemmtilegt að umgangast fólk, pæla í alls konar fólki og þá reynir oft á Pollyönnu litlu og það er bara fínt. En hún er ekkert alltaf með samt og þá alveg sérstaklega ekki þegar fólk sýnir af sér fádæma ósanngirni og ömurlegt tillitsleysi gagnvart öllu og öllum. Þá gleymist hún Pollýanna litla og fram kemur Ninna litla sem þolir þetta bara ekki og ræður ekki alltaf við sig....
Það eru svo margir sem villast inn á þá braut að halda að ég sé bara rola, af því að ég kýs að vera tillitssöm og er ekki alltaf opin oní þarna "þiðvitiðhvað", en ég er alls engin rola
Gamalt fólk er oft hrikalega tillitslaust og dónalegt eiginlega, en það orsakast oftar en ekki bara af hræðslu og fattleysi, það er auðvelt að fyrirgefa það, því verður ekki breytt úr því sem komið er. En það er yngra fólkið, sem ég er að pæla í, ekki unglingarnir samt, sem hefur alveg möguleika á að rífa sig upp á "þiðvitiðhverju" og siða sjálft sig aðeins til. Allt of margir virðast nefnilega halda að þegar mamma og pabbi eru hætt að ala okkur upp, þá sé bara verkið búið, en það er bara ekki svoleiðis... þá verðum við nefnilega að taka við að ala okkur sjálf upp og því líkur aldrei ! Ég þekki alveg sorglega mikið af fólki sem fattar þetta ekki og hef verulegar áhyggjur af því að þetta fólk komi til með að koma óorði á eldri borgara, með tíð og tíma
Sem betur fer verð ég ekki að vinna með þetta fólk, ég mundi sjálfsagt gera eitthvað ljótt við það !
Það er yfirleitt auðvelt og bara gaman að sýna tillitssemi, allavega finnst mér það og sérstaklega þegar það kallar fram bros og oft skemmtilegan undrunarsvip í mörgum tilfellum
Og á þeim orðum líkur þessum langa pistli og ég óska ykkur góðs dags, líka þeim sem nenntu ekki að lesa alla leið hingað






Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Júlí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Tillitsemi...
hvað er það? Held það sé að verða útdauð íþrótt meðal fólks fnussss...tíhí..eigðu góðan dag heillin 
Jokka (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 08:02
Tillitsemi er ennþá til, en er um leið orðin frekar sjaldgæf. Eigðu góðan dag mín kæra í nýja húsinu
Heiður Helgadóttir, 22.4.2008 kl. 08:05
Tillitsemi er orðin fágætur kostur, en samt þekkt hjá yngri kynslóðinni
, en eins og þú réttilega bentir á er það talin vera roluskapur af mörgum.
Eigðu góðan dag og njótu þess að atast í nýja húsinu
Helga Auðunsdóttir, 22.4.2008 kl. 08:45
Takk og takk og takk elskurnar, þið eruð allar frábærar
Jónína Dúadóttir, 22.4.2008 kl. 09:44
Það er þetta með að geta snúið borðinu við, og sett sig í spor hins aðilans. Það vantar ansi oft hér á Íslandi, að fólk geti sett sig í spor annarra aðila. Það og almenn kurteisi.
En... hmm... hvernig gekk annars að finna innanhúss-skorsteinin, háfinn?
Einar Indriðason, 22.4.2008 kl. 11:33
Sko innahúss-skorsteinninn er barasta ekki ennþá kominn í leitirnar, en ég fæ þá bara annan ef þessi finnst ekki
Jónína Dúadóttir, 22.4.2008 kl. 12:12
Vér erum vel upp alið fólk enda af góðu heimili
Erna Evudóttir, 22.4.2008 kl. 12:33
Vér erum það
Jónína Dúadóttir, 22.4.2008 kl. 13:00
Ég nenni alltaf að lesa pistlana þína - þessi var góður.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 22.4.2008 kl. 14:40
Þakka þér fyrir Gunnar minn, þú ert kurteis ungur maður
Henni Evu þinni hefur tekist vel upp
Jónína Dúadóttir, 22.4.2008 kl. 16:00
Ég er yfirleitt aldrei með opið niður í ... ehh
"égveitekkihverju" þannig séð - en ég er sko ekki rola eða ljúfur ef yfir mig er crappað eða stappað og hætti ekki fyrr en fyrir mér er klappað - eða þannig!
En, svo á ég nú líka til svona knúsímúsípúsí inn í daginn þinn ljúfan - jafnvel þó ég hafi nú ekkert nennt að lesa pistilinn þinn á enda - enda húðlatur bloggari hér á ferð sem les bara fyrirsagnir og kommenta á þær... lot of tillitsleysi over to you sweety, stay bad girl!
Tiger, 22.4.2008 kl. 16:22
Þú þarna grófi krimmalegi töffari.....
Kannski einhver sé hræddur við þig, en það er sko ekki hún Pollyanna pokakelling hérna
Eigðu dásamlegt kvöld skinnið mitt
Jónína Dúadóttir, 22.4.2008 kl. 19:11
Sko, ég essga þig náttúrulega - en ég skil ekkert í því afhverju ég á það til að missa mig svona í athugasemdunum þínum og hreinlega blogga bara hérna. Sko, meina - ég bara er miklu duglegri að blogga í þínum athugasemdum en að blogga á minni eigin síðu bara. You touch my inner bad bloggerkrimzí for sure! I tell you, you would skjálfing mucho if you would sjá mig life. En það er önnur elísabet... ég meina - ég var fengin til að leika morðingja í mynd long time ago! Pass jú or else ... ekkert skinn mitt hér sko!
Tiger, 22.4.2008 kl. 19:55
Þú ert náttulega bara stórskemmtilegur og mátt alveg blogga í athugasemdunum mínum
Varstu fenginn til að leika morðingja, varstu sannfærandi í útliti eða var meikuppdaman bara svona klár ? I am skjálfing mucho.... en það er af hlátri
Þú ert frábær skinnið mitt
Jónína Dúadóttir, 22.4.2008 kl. 20:24
Torfaðist í gegnum hann sjúkk...enda lítið lesið og skrifað seinustu dagana
Já dónarir eldast eins og hinir... og margir þeirra verða meira að segja óþarflega gamlir
Og svo kemur hérna seria af uppsöfnuðum innlitskvittunum:
Inlitskvitt, innlitskvitt, inlitskvitt,
Inlitskvitt, innlitskvitt, inlitskvitt
Inlitskvitt, innlitskvitt, inlitskvitt
Kv. í Heiðardailinn
Þorsteinn Gunnarsson, 22.4.2008 kl. 21:02
Lífið er allt skóli og af því eigum við að læra og muna að koma fram við aðra eins og við viljum að aðrir komi fram við okkur. Allavegana reynir maður það. Ég hef orðið þess vör að fólk á öllum aldri sínir frekju og yfirgang. Vonandi verð ég aldrei ein af þessum leiðinda kerlingum.
Hafðu það gott Jónína mín.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 22.4.2008 kl. 21:13
Steini minn:Takk, takk, takk, takk, takk, takk, takk, takk, takk fyrir innlitin
Og þakka þér líka fyrir að torfast í gegnum þennan
Ólöf mín: trúðu mér, það er sko alls engin hætta á að þú verðir nokkurntímann með frekju og yfirgang
Hafðu það sem best
Jónína Dúadóttir, 22.4.2008 kl. 22:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.