Í gær fékk ég bréf frá skattinum..... ég las það auðvitað en gat ekki með nokkru lifandis móti, skilið hvað í ósköpunum stóð í því, mér sýnist nú samt vera á íslensku og ég er bara nokkuð góð í henni.... hélt ég Á meðan ég rak gistiheimilið þurfti ég að hafa virðisaukaskattsnúmer og fyrst ég er hætt þeim rekstri, fór ég niður á skattstofu til að losa mig við það. Það er bara alls ekki eins auðvelt og það hljómar, ég var þar í klukkutíma og allt sem ég þurfti að vita og muna......
Fyrst náttulega mundi ég alls ekkert VSK númerið... engan áhuga á því sko, svo mundi ég ekki kennitölu mannsins sem keypti húsið, skrítið, séð hann alveg tvisvar og man ekki kennitöluna hans ! Svo átti ég að greina frá birgðastöðu gistiheimilisins á söludegi.... fyrirgefðu góði maður, þetta er ekki verslun.... hvaða birgðir eru í gistiheimili ? Á ég að skrifa hversu mörg rúm, koddaver og teskeiðar eru þar ? Nei nei líklega engar birgðir sko.....
Þarna þurfti að koma fram á hvað húsið var selt og á hvað reksturinn var seldur.... Það er sko miklu flóknara að losa sig við þetta bévítans númer, en að verða sér úti um það... eins og að reyna að losa sig við gamlan plástur....
Ég var voða góð með mig loksins þegar þetta var nú yfirstaðið, en þá kom bréfið..... Ég ætla ekki einu sinni að reyna að skýra frá því hvað ég held að standi í þessu bréfi, nema að ég virðist vera að reyna að svíkja og svindla og það er talið upp í mörgum furðulegum orðum í ennþá furðulegri setningum
Ég fór með það til bókarans og hann vildi fá nokkra daga til að pæla í þessu og hann er sko enginn byrjandi í faginu....
Hann spurði mig hvort ég þekkti manninn sem skrifar undir bréfið ? Ha nei það held ég ekki.... Nei.... honum bara datt í hug, hvort ég hefði einhvertímann gert honum eitthvað.....
Verið góð og passið að stíga ekki á tærnar á fólki, það gæti verið í vinnu hjá skattinum
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Júlí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þarna er skattfólkinu rétt lýst, allt er gert eins erfitt og hægt er, ég þekki þetta, þeir eru svona í Svíþjóð
Heiður Helgadóttir, 23.4.2008 kl. 07:10
Einmitt, held maður þurfi að vera almennt áhugasamur um að gera fólki erfitt fyrir ef maður vinnur hjá skattinum
hlýtur að vera gott að geta fengið borgað fyrir áhugamálin sín
Erna Evudóttir, 23.4.2008 kl. 07:14
Já mér hefur alveg dottið í hug að það þurfi sérstakar manngerðir í að vinna þarna og það fólk þurfi fyrst að taka námskeið í því að umturna íslensku máli, yfir í eitthvað algerlega óskiljanlegt rugl
Jónína Dúadóttir, 23.4.2008 kl. 07:49
Góðan daginn elsku Jónína mín. Skattaglæpakona
, ekki óraði mig fyrir því en það er of seint að flýja, pistlarnir þínir fönguðu mig og gangi þeim vel að finna Mig í símaskránni ef þeir vilja gera mig meðsekan 
Júdas, 23.4.2008 kl. 08:20
Unnur R. H., 23.4.2008 kl. 08:32
Verð að taka upp hanskann fyrir skattafólkið, allavega eina konu þar en það er elskan hún mamma mín
en ég er handviss um að hún skrifaði ekki þetta ólukkans bréf
Eigðu góðan dag heillin mín
kveðja neðan af Eyrinni
Jokka (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 08:38
Júdas minn elskulegur: Þeir leita auðvitað bara undir JOÐ, hva´rta pæla...
Unnur mín: HÆ
Jokka mín: Það var einhver leiðindagaur sem skrifaði bréfið, ég er viss um að mamma þín hefur ekkert svona í sér
Jónína Dúadóttir, 23.4.2008 kl. 09:16
Kom þá ekki upp krimminn í þér
Heldurðu að næsti viðkomustaður hjá þér verði nokkuð Kvíabryggja
Þú getur leikið þér með að velta upp fjörugrjóti,eins og hann 'Arni J þarna um árið
Birna Dúadóttir, 23.4.2008 kl. 10:27
Heyrðu já, ég hef verið að leyna krimmanum í mér alveg jafn vel og blómabeðakonunni mér......
Hm... Kvíabryggja segirðu... ég veit það ekki.... ætli ég verði nokkuð duglegri með grjótið en beðin...?
Jónína Dúadóttir, 23.4.2008 kl. 11:59
You have been
and now it´s paybacktime!
Tiger, 23.4.2008 kl. 13:28
Ég er forpokuð kerfisvilla með allt á hornum mér
Ég næ mér ekki... lyklaborðið er að drukkna í tárum ég hlæ svo mikið
En kom að því að ég uppgötvaðist
Ég væri alveg til í að borga meiri skatta ef það yrði til þess að öryrkjar og ellilífeyrisþegar borguðu minna, en það er víst ekki séns í helvíti að það verði... núna er einmitt verið að finna upp nýjar álögur á þessa hópa
Högni minn, ég er að fara til uppáhaldsklipparans míns ekki hérna í götunni í næstu viku, í sumar sem sagt og hann ætlar að bjarga því sem bjargað verður
Knús og klemm á þig líka vitleysingurinn þinn
Jónína Dúadóttir, 23.4.2008 kl. 14:46
Úff erfitt að koma með athugasemd á eftir Spékoppnum hér á undan! Öfunda þig ekki af skattaveseninu, en nú er komin skýringin á danska heitinu á skattinum, ,,skattevæsenet" ..
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 23.4.2008 kl. 18:12
Spékoppurinn fer hamförum og er skemmtilegur, en það ert þú líka
Alveg passandi orð "skattevæsenet" ég er sko í því núna
Jónína Dúadóttir, 23.4.2008 kl. 19:34
Menn geta verið misheppnir gagnvart skattinum... ég var ekkert með vasknúmer þegar ég byrjaði í gervihnattainnflutningnum og svo var ég staddur um borð í togara og var að setja upp búnað þegar gemmsinn hringir. "Hvaða vasknúmer ert þú með góði" er sagt dimmri röddu. Ég, náttúrulega viss um að einhver vinurinn væri að gantast í mér... svaraði " hvernig á ég að muna eitthvað helvítis vasknúmer... það er rétt að ég muni pin númerið á Bahama reikningnum mínum".... löng þögn... "Þetta er skattstjórinn á Hellu" ... hvað rugl er þetta eiginlega? Úpps!
... og síðan hef ég verið með vasknúmer og rafrænt bókhald.
Gleðilegt sumar stelpa og takk fyrir veturinn!
Kv. í Heiðardalinn
Þorsteinn Gunnarsson, 24.4.2008 kl. 00:26
Æ æ eitthvað eins og ég hefði gert
Gleðilegt sumar Steini minn og þakka þér fyrir veturinn
Jónína Dúadóttir, 24.4.2008 kl. 06:22
Gæti verið að þessi náungi hjá skattinum eigi bróður sem var skipað fjórum sinnum upp í fjall til að redda hitaveitunni þinni? Sem þú svo kvartaðir yfir á blogginu þínu held ég... ?
Katrín Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 20:41
Kata mín... hættessu....
Jónína Dúadóttir, 24.4.2008 kl. 21:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.