Gleðilegt sumar !

Og þakka ykkur fyrir veturinn og ég vil líka þakka fyrir að hann skuli vera búinn !Kissing Og það að ég skuli hreinlega vera á lífi.... hélt nefnilega í morgun að ég væri að syngja mitt síðasta eða sko svoleiðis.... Ég var samt ekkert að syngja, ég var að sturta niður út klósettinu. Þá upphófst þessi líka heljarinnar hávaði í allri þögninni og það fyrsta sem mér datt í hug var, að það væri stór bíll að keyra inn í húsið mitt og ég svo heppin að vera þá akkúrat þar sem hann mundi leggjaW00t En svo þegar mesta fátið fór nú af mér, fattaði ég að þessi svakalegu læti komu innan úr bévítans klósettkassanum.... Blush Þá hafði vatnið verið tekið af einhvertímann í nótt og það var auðvitað loft í leiðslunum og það var sá hávaði sem orsakaði það, að ég hélt að ég mundi líklega ekki ná því að verða fimmtíu og eins. Á sko ekki afmæli fyrr en í október..... En að öllum líkindum næ ég því núGrin Er ekki til eitthvað svona gamalt kjaftæði um að ef vetur og sumar frýs saman þá verður sumarið það besta hingað til ? Það ætti þá að vera alveg frábært sumar árið 2008, ég sé ekki betur en rúðurnar á bílunum hérna úti, séu hélaðar. En mér er alveg sama það er nefnilega sól úti og ég er að fara að labba eina eftirlitsferð hérna um hverfið, rétt svona til að gá hvort allir eru ekki búnir að draga frá eldhúsgluggunum og svoleiðisWhistling Skjáumst elskurnar mínar og njótið og njótið og njótið Sumardagsins fyrsta !Smile Heart

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleðilegt sumar elskan mín  og takk fyrir allt þó stutt sé tíhí..

Jokka (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 10:45

2 identicon

Blessuð Ninna mín og gleðilegt sumar kveðja frá grenó

Dísa (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 12:20

3 Smámynd: Erna Evudóttir

Ertu sem sagt að segja að þú sért ekki að fara í skrúggöngu í dag, bara í svona venjulega gáhvaðgrannarnireruaðgeralabbitúr?Ég sem sá þig alveg í skrúggöngunni fremst með fánannGleðilegt sumar

Erna Evudóttir, 24.4.2008 kl. 13:08

4 Smámynd: Tiger

  Alltaf sama klappliðið með sömu klisjurnar! Ég vil þakka fyrir sumarið, ég vil þakka fyrir veturinn, ég vil þakka fyrir músina sem prakkarast við tölvuna, ég vil þakka fyrir skattmann, ég vil þakka fyrir súluna mína, ég vil þakka fyrir eggjakast, ég vil þakka mömmu og ég vil þakka sérstaklega klóaklögnum hf. Bylur alltaf hæst í tómum/loftlausum tunnum sko!

  In to the shame-krókinn kerfisbólan þín.

 Ég kýs að vera bara ég sjálfur..FÚLL Á MÓTI. Ég þakka ekki fyrir ekki neitt og vil bara að fólk og klóaksöngur láti mig í friði. Ef ég væri fluttningabílstjóri myndi ég koma keyrandi yfir heiðar og parkera mínum Trukk í stofunni hjá þér, eða keyra niður nýju eldhúsinnréttinguna.

  Hey, back off - leave me í friði addna...

  Ekki skrítið þó vatnið sé tekið af þér sí sona - enda hvað hefur þú við vatn að gera hampurinn þinn? Það er langbest að skola niður og þvo sér með tómu lofti, ekkert sull og engin bleyta. Pokarúsínur eiga ekki að kvarta yfir Dúukúk á öxlinni, þær eiga að vera með hvítar axlir af Dúu afurð og sætta sig bara við það.

  Ég ætla mér ekki að eiga gott sumar og alls ekki að njóta sólar og ils - jafnvel ekki þó að my ass frjósi off - hvað þá þó my ass frjósi fastur við sólina, nó vei hósei.

  En, ætli það sé samt ekki nauðsynlegt að óska þér gleði og glaums í sumar - bara svona til að tryggja það að kerfisvilla lík þér poppi ekki upp á netinu og geri skandala í tölvukerfi moggabloggs.. Svo .. stærðar kram og kless á þig stelpurassgat, megi sólin baka þér góðar kökur í sumar. Mundu eftir smáfuglunum og hættu að bögga nágranna þína með höggum og einelti, sumir eru bara ekki mikið fyrir að draga frá gluggum sínum þegar þeir eiga von á Dúfnadritlegum pokakerlingum með nefið innum gluggann sinn. Taktu þér tak .. luv ya to pízes!

Tiger, 24.4.2008 kl. 13:18

5 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 24.4.2008 kl. 13:26

6 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Gleðilegt sumar

Gunnar Helgi Eysteinsson, 24.4.2008 kl. 13:32

7 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jokka mín:

Dísa mín:

Erna mín: ég er ekkert búin að kaupa fána, en ég ætla með einn út til Gautaborgar og standa syngjandi með hann þegar Kata kemur út, nýútskrifuð sem félagsráðgjafiKannski hættir hún við að vilja fá mig

Högni minn fúli pyttur: Love ya líka tú pízes

Ólöf mín:

Gunnar minn:

Jónína Dúadóttir, 24.4.2008 kl. 16:18

8 Smámynd: Birna Dúadóttir

Gleðilegt sumar

Birna Dúadóttir, 24.4.2008 kl. 18:38

9 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Gleðilegt sumar Birna mín

Jónína Dúadóttir, 24.4.2008 kl. 20:09

10 Smámynd: Júdas

Gleðilegt sumar! 

Júdas, 24.4.2008 kl. 20:39

11 identicon

Held ég afbóki þessa komu þína gamla mín... Bara verst að þú ratar alveg heim til mín, svo það er líklega ekki nóg að sleppa því að ná í þig á völlinn

Katrín Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 20:46

12 Smámynd: Unnur R. H.

Gleðilegt sumar og takk fyrir bloggvetur

Unnur R. H., 24.4.2008 kl. 21:07

13 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Kata mín, ég kem samt ! Ok ég skal ekki syngja, en ég kem með íslenska fánann og kannski líka í lopapeysu og gúmístígvélumReyndu bara að stoppa mig

Sömuleiðis takk Unnur mín

Jónína Dúadóttir, 24.4.2008 kl. 21:19

14 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Gleðilegt sumar og vona þú lifir það af og fimmtíu önnur..  

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 24.4.2008 kl. 23:16

15 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þakka þér fyrir Jóhanna mín og sömuleiðis

Jónína Dúadóttir, 25.4.2008 kl. 05:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband