Og þakka ykkur fyrir veturinn og ég vil líka þakka fyrir að hann skuli vera búinn !
Og það að ég skuli hreinlega vera á lífi.... hélt nefnilega í morgun að ég væri að syngja mitt síðasta eða sko svoleiðis.... Ég var samt ekkert að syngja, ég var að sturta niður út klósettinu. Þá upphófst þessi líka heljarinnar hávaði í allri þögninni og það fyrsta sem mér datt í hug var, að það væri stór bíll að keyra inn í húsið mitt og ég svo heppin að vera þá akkúrat þar sem hann mundi leggja
En svo þegar mesta fátið fór nú af mér, fattaði ég að þessi svakalegu læti komu innan úr bévítans klósettkassanum....
Þá hafði vatnið verið tekið af einhvertímann í nótt og það var auðvitað loft í leiðslunum og það var sá hávaði sem orsakaði það, að ég hélt að ég mundi líklega ekki ná því að verða fimmtíu og eins. Á sko ekki afmæli fyrr en í október..... En að öllum líkindum næ ég því nú
Er ekki til eitthvað svona gamalt kjaftæði um að ef vetur og sumar frýs saman þá verður sumarið það besta hingað til ? Það ætti þá að vera alveg frábært sumar árið 2008, ég sé ekki betur en rúðurnar á bílunum hérna úti, séu hélaðar. En mér er alveg sama það er nefnilega sól úti og ég er að fara að labba eina eftirlitsferð hérna um hverfið, rétt svona til að gá hvort allir eru ekki búnir að draga frá eldhúsgluggunum og svoleiðis
Skjáumst elskurnar mínar og njótið og njótið og njótið Sumardagsins fyrsta !







Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Júlí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gleðilegt sumar elskan mín
og takk fyrir allt þó stutt sé tíhí..
Jokka (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 10:45
Blessuð Ninna mín og gleðilegt sumar kveðja frá grenó
Dísa (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 12:20
Ertu sem sagt að segja að þú sért ekki að fara í skrúggöngu í dag, bara í svona venjulega gáhvaðgrannarnireruaðgeralabbitúr?
Ég sem sá þig alveg í skrúggöngunni fremst með fánann
Gleðilegt sumar
Erna Evudóttir, 24.4.2008 kl. 13:08
Ég kýs að vera bara ég sjálfur..
FÚLL Á MÓTI. Ég þakka ekki fyrir ekki neitt og vil bara að fólk og klóaksöngur láti mig í friði. Ef ég væri fluttningabílstjóri myndi ég koma keyrandi yfir heiðar og parkera mínum Trukk í stofunni hjá þér, eða keyra niður nýju eldhúsinnréttinguna.
Tiger, 24.4.2008 kl. 13:18
Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 24.4.2008 kl. 13:26
Gunnar Helgi Eysteinsson, 24.4.2008 kl. 13:32
Jokka mín:
Dísa mín:
Erna mín: ég er ekkert búin að kaupa fána, en ég ætla með einn út til Gautaborgar og standa syngjandi með hann þegar Kata kemur út, nýútskrifuð sem félagsráðgjafi
Kannski hættir hún við að vilja fá mig
Högni minn fúli pyttur: Love ya líka tú pízes
Ólöf mín:
Gunnar minn:
Jónína Dúadóttir, 24.4.2008 kl. 16:18
Gleðilegt sumar
Birna Dúadóttir, 24.4.2008 kl. 18:38
Gleðilegt sumar Birna mín
Jónína Dúadóttir, 24.4.2008 kl. 20:09
Gleðilegt sumar!
Júdas, 24.4.2008 kl. 20:39
Held ég afbóki þessa komu þína gamla mín... Bara verst að þú ratar alveg heim til mín, svo það er líklega ekki nóg að sleppa því að ná í þig á völlinn
Katrín Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 20:46
Gleðilegt sumar og takk fyrir bloggvetur
Unnur R. H., 24.4.2008 kl. 21:07
Kata mín, ég kem samt ! Ok ég skal ekki syngja, en ég kem með íslenska fánann og kannski líka í lopapeysu og gúmístígvélum
Reyndu bara að stoppa mig
Sömuleiðis takk Unnur mín
Jónína Dúadóttir, 24.4.2008 kl. 21:19
Gleðilegt sumar og vona þú lifir það af og fimmtíu önnur..
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 24.4.2008 kl. 23:16
Þakka þér fyrir Jóhanna mín og sömuleiðis
Jónína Dúadóttir, 25.4.2008 kl. 05:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.