Mér gremst það......

... hvað stjórnvöldin í þessu landi virðast hafa ríka tilhneigingu til að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur. Ok, ég geri töluvert af því sjálf í mínu prívatlífi til að auka sjálfri mér leti, en ég kýs samt að níðast ekki á minnimáttarGetLost En núna vantar peninga í ríkiskassann og hvert er þá farið til að sækja þá ? Þangað sem það er nóg til af þeim, í stóru fyrirtækin sem velta milljörðum á milljarða ofan og til stórefnafólks, sem sumt á orðið svo mikla peninga að það hefur oft ekki nægilegt hugmyndaflug til að eyða þeim ? Woundering Eða kannski frekar þangað sem er auðveldast að ná í þá, til eldri borgara og öryrkja, sem eiga oft bara ekki bót fyrir boruna á sér og hafa oft ekki nægilegt hugmyndaflug til að finna út næstu sparnaðarleið, nema kannski þá að hætta að borða ?Shocking Þetta er engin spurningakeppni og engin verðlaun veitt fyrir rétt svar.... mér finnst rétta svarið nefnilega liggja svo í augum uppi.....Pinch Og mér finnst það ólýsanlega sorglegt.... Peningar eru vald og þeir sem hafa ekki þetta vald, geta ekki borið hönd fyrir höfuð sér og þá er auðvitað árangursríkast að þjösnast á þeim. Öryrkjar og eldri borgarar hafa tekjur sem eru sýnilegar öllum sem sjá vilja, þeir geta ekkert falið neitt eða skotið undan og geta alls ekki komið sér hjá því á nokkurn hátt að borga það sem heimtað er af þeim. Það er bara tekið hvort sem þeim líkar betur eða verr, þeir eiga ekkert val. Þarna er nú eiginlega verið að ráðast á garðinn þar sem hann er hruninn....Frown Það mætti halda að skap mitt fylgdi veðrinu, það er þoka úti núna engin sól..... Wink Erna systir sem býr í Svíþjóð núna, en býr svo á Íslandi frá og með júlí, á afmæli í dag ! Grin Til hamingju með daginn stelpuskottWizard   Brosið inn í daginn og gangi ykkur allt í haginnSmile  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Evudóttir

Takk fyrir Ninna mín, frábær pistill, svo rétt hjá þér

Erna Evudóttir, 25.4.2008 kl. 07:45

2 Smámynd: Júdas

Góðan daginn Jónína

Júdas, 25.4.2008 kl. 07:56

3 identicon

Æh hvað ég er innilega sammála þér  þetta er ömurlegt vægast sagt fnussss...sko með peningamálin..en hvað varð af þessu blessaða sumri?? ha?  get svo svarið fyrir að það var hér í gær hehe..

Eigðu góðan dag Ninna mín, kveðja af Eyrinni

Jokkuzinn

Jokka (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 08:16

4 Smámynd: Einar Indriðason

Gleðilegt sumar, og sammála.

Einar Indriðason, 25.4.2008 kl. 08:48

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Erna mín: Þú verður bara að ímynda þér kökuna, sem ég hefði kannski bakað handa þér, ef ég hefði nennt því... en mikið svakalega er hún góð

Góðan daginn Júdas minn

Jokka mín: Fnuss.... sumarið er bara í smápásu og svo verðum við ennþá ánægðari þegar það kemur aftur ! Ég hugsa til þín í dag elskan, gangi þér vel

Gleðilegt sumar Einar

Jónína Dúadóttir, 25.4.2008 kl. 09:03

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Þetta er svo sannarlega rétt hjá þér. Rebbarnir sem eiga pelsabúðirnar .. (hmmm.. hljómar undarlega að refir eigi pelsabúðir) nefnum engin nöfn, gefa upp lágmarkslaun á mánuði eða svona um það bil og komast upp með það! Þetta er náttúrulega ekkert normal.  

Ég ætla að taka áskorun þinni og brosa inn í daginn! Smile to the world and the world will smile to you.  .. fíla þig!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 25.4.2008 kl. 09:23

7 Smámynd: Jónína Dúadóttir

... fíla þig líka

Jónína Dúadóttir, 25.4.2008 kl. 09:30

8 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Jónína mín . það er sama hverjir eru í stjórn, það er alltaf níðst á þeim sem eru minnimáttar. Þeim sem geta ekki borið hönd fyrir höfuð sér það breytist líklega seint. Ekki þíðir fyrir þessa hópa að fara í verkfall eða mótmæli það skiptir þessa ráðamenn engu. og ef þetta fólk, gamalmenni og öryrkjar, æsi sig upp er það kannski bara ílagi, það þolir kannski ekki álagið og dettur dautt niður. Gott fyrir kerfið við erum víst orðin allt of mörg gamalmennin.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 25.4.2008 kl. 13:38

9 Smámynd: Birna Dúadóttir

Jamm hyski,pakk og líður.Til hamingju með hana systur þína og mína og þeirra og...

Birna Dúadóttir, 25.4.2008 kl. 14:28

10 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Á Erna afmæli í dag.... ?

Gunnar Helgi Eysteinsson, 25.4.2008 kl. 14:57

11 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ólöf mín: Þetta er rétt hjá þér nema þetta síðasta, það er ekkert til of mikið af eldra fólki, vantar alveg sérstaklega fleira fólk eins og þig til dæmis

Birna mín: Ó já hyski, pakk og lýður

Gunnar minn, Erna átti afmæli í gær....

Jónína Dúadóttir, 26.4.2008 kl. 07:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband