Þegar við vorum búin að henda út eldhúsinnréttingunni þessari gassalega grænu og byrjuðum að slíta gamla parketið af gólfinu, kom ýmislegt í ljós sem við áttum nú ekkert frekar vona á. Þar undir var meðal annars annað lag af parketti á hluta gólfsins, gamall gólfdúkur sumstaðar, hinar og þessar spítur og fjalir, nokkur göt í gegn þar sem sást beint niður í kjallara, legókubbar, pennar og rauður barnatannbursti. Það eina sem við áttum von á að sjá var að gólfið var frekar sigið í annan endann og klukkan 2 í nótt kláruðum við að leggja í gólfið, það er múraramállýska sem þýðir að sletta helling af steypu á gólf og slétta úr henni í réttri hæð fyrir leiservælirinn. Já ég veit að það heitir leisermælir en ég er ennþá með ýlfrið frá honum í eyrunum.....Sem sagt, þegar ég var búin að hræra meiri steypu en ég hef nokkurtímann látið frá mér áður held ég, með þar til gerðu rafmagnsverkfæri og spúsi var búinn að sletta og slétta úr öllu saman, vorum við komin með rétt og slétt eldhúsgólf. Ég veit ekki hvað það er sem þessi elska getur ekki gert, hef að vísu ekki hleypt honum nálægt saumavélinni minni, en það er ekkert persónulegt, það bara fær ekkert karlkyns að snerta saumavélina mína. Kynjamisrétti ? Já ég veit það og skammiði mig bara
Í nótt þar sem við stóðum og dáðumst að nýja eldhúsgólfinu okkar, grá og guggin bæði af steypurykinu og þreytu, ákváðum við að gera akkúrat ekkert í dag, en ég veit að það verður erfitt að standa við það
Silvía Oddný systurdóttir mín, verður fermd í dag og það stóð til að mæta þar, en það var bara ekki hægt, því miður. En ég hugsa til hennar og knúsa hana þess meira og betur í júní þegar ég kem við hjá þeim á leiðinni til Gautaborgar. TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN ELSKU SILVÍA
Vona að þið öll eigið yndislegan sunnudag og að því sögðu set ég punkt hér.
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Júlí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sko,ég er alveg viss um að hann Jói mundi nú reyta í einar buxur,eða svo, á saumavélina.Bara ef hann fengi að prufa
Birna Dúadóttir, 27.4.2008 kl. 13:50
Jú jú en hann bara fær ekkert að prufa

Jónína Dúadóttir, 27.4.2008 kl. 14:23
Í það fyrsta er það
að karlar geti ekki saumað - sjáðu bara trukkakarla - þeir eru að sauma að stjórnvöldum. Sjáðu lögguna - þeir eru að sauma að aumum mótmælendum... Sjáðu mig - ég er að sauma að þér! Hættessu bulli woman og hleyptu karlinum í vélina og játtu þig sigraða á þessu kvennavígi þínu!
Tiger, 27.4.2008 kl. 16:36
Gáttu bara ekki fram af þér í öllum þessum framkvæmdum. Gefðu þér líka tíma til að slaka á. Þó ekki væri nema að þú tiltir þér á stól í eldhúsdyrunum og horfðir yfir gólfið.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 27.4.2008 kl. 17:51
Þið eruð svakalega dugleg. Maður nýtur þess svo extra vel þegar allt svona er búið þegar vinnan er unninn af manni sjálfum! .. En þetta getur verið hrikalega slítandi. þarf eflaust ekkert að segja þér um það!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 27.4.2008 kl. 22:07
Þið eruð ekkert að hugsa um að stofna fyrirtæki í bygginga/niðurrifsbransanum?
Gætuð kannski haft soldið uppúr ykkur þannig
Erna Evudóttir, 28.4.2008 kl. 06:45
Högni min: ..... mig skortir orð
Ólöf mín: dagurinn í gær fór eiginlega bara í að dást að þessu
Búkolla mín: Ég hélt hvíldardaginn heilagan
Jóhanna mín: Já þetta er slítandi og ofsalega gaman
Erna mín: Við erum strax farin að leita okkur að öðru húsi til að rífa niður/byggja upp....NOT
Jónína Dúadóttir, 28.4.2008 kl. 07:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.