....sérstaklega þó gagnvart tölvum, þessa dagana. Ég get líka ekki með nokkru lifandis móti fundið hjá mér snefil af áhuga á að vita hvernig þær vinna, þarna hinum megin við skjáinn.... þær eiga bara að gera það sem ég skipa þeim að gera og ekkert vesen
En ég þarf svo sem ekkert að kunna mikið meira en bara á lyklaborðið, ég er í fastri áskrift hjá tölvusnillingi, sem hefur alltaf reddað tölvunum mínum, þegar ég er strand..... og oftar en ekki hefur hann skemmt sér bara ágætlega yfir erindunum. Gott að honum leiðist ekki
Ég er búin að vera að rífast og skammast við borðtölvuna mína í nokkrar vikur, hún var orðin svo hæggeng, að farast úr leti held ég.... Tölvusnillinn sagði mér þegar ég ruddist inn til hans með tölvuskömmina í gær, að það væri í henni vírusvörn og það þyrfti að sinna henni ! Halló ? Ég vinn við að sinna fólki og tek vinnuna ekki með mér heim
Mér sýndist á svipnum andlitinu á honum, að þetta væri nú ekki alveg aðalbrandari dagsins, en maður getur jú aldrei gert öllum til geðs
Mér sýndist líka á andlitinu á sorphreinsunarmanninum, sem ég var að fylgjast með áðan, að honum fyndist ekki aðkoman að nýju ruslatunnunni minni... þessari sem ég kom með heim þegar ég fór til að kaupa útihitamælinn.... vera neinn brandari heldur. Ég fór að pæla í því að það er eins og ég hafi verið að búa til hraðahindranir fyrir hann, gamall risastór pottofn, mjólkurbrúsi og býsna myndarlegur hraukur af garðverkfærum, þar á meðal tvær hrífur með gaddana upp í loft, er meðal þess sem hann þarf að klofast yfir til þess að komast að sorpílátinu. Þetta heitir víst alls ekkert ruslatunna lengur... Fyrirgefðu barasta fimm hundruð sinnum kæri sorphreinsunarmaður, hún er nefnilega staðsett þar sem letinginn ég á auðveldast með að komast stystu leiðina að henni....
Verð búin að gera leiðréttingu á þessu, þegar hann kemur aftur eftir viku, ef ég þá kemst að henni fyrir snjó.... það sko snjóar hérna í norðlenska sumrinu
En iss, mér er alveg sama, nú eigum við flottasta flotaðasta eldhúsgólfið, tilbúið undir marmarakorkinn, sem mig langar til að hafa. Njótið þessa þrælfína þriðjudags og ég biðst afsökunar á því hvað ég pikka hægt, er alltaf miklu lengur að skrifa á fartölvuna







Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Júlí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jú jú, við erum fínar fyrir framan tölvurnar, með fullri virðingu fyrir bróður þínum tölvusnillanum
Jónína Dúadóttir, 29.4.2008 kl. 08:30
Var alveg ferlega lengi að lesa bloggið hjá þér í dag, sennilega því þú hefur verið svo lengi að pikka það inn hahahaha
jokka (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 08:52
Hæ dúllan mín, já sko þetta grunaði mig nefnilega
Jónína Dúadóttir, 29.4.2008 kl. 09:00
Það er nú ljótt að einelta öskukallana
Erna Evudóttir, 29.4.2008 kl. 09:32
Æi... ég veit´ða.....
Jónína Dúadóttir, 29.4.2008 kl. 09:34
Kveðja til snillingsins sem segir að konur og tölvur eigi ekki að vera saman: Heima hjá mér er það ég sem redda tölvunni ef eitthvað er að, kallinn veit ekki einusinni hvað eiga að vera margar snúrur tengdar í routerinn!!!
(Enda þessvegna sem ég get tekið netið úr sambandi og látið hann halda að það hafi dottið út
...ég veit, ég er padda
).
Knús frá svía í sól og sumaryl!
Jóhanna Pálmadóttir, 29.4.2008 kl. 11:30
Já þú ert padda....
Knús í sól og hita, úr snjókomu og norðanátt
Jónína Dúadóttir, 29.4.2008 kl. 12:17
Usss... ég held að það sé eitthvað í gangi í tölvumálum landans. Gruna reyndar að Dúa kerfisvilla hafi komist í mína í gær, til að hefna fyrir steypuna í þarsíðustu færlsunni minni, enda lagði maður pokakerlinguna í margelti þar. Mín 3ja mánaða gamla tölva krassaði og ég fæ hana kannski ekki aftur fyrr en á næsta Mánudag, svo ég verð tölvu- broskalla- og hálfnetlaus þangað til - en ég á nóg af kökudropum svo mér mun ekki leiðast. En þar sem allt er í uppnámi og ég að hárreita viðgerðamenn, mun ég mest lítið athugasemdast þar til mín tölva kemur - enda er ég hér að reyna að pikka á lappa sem er frá árinu 1830, frýs í öðru hvoru orði - og mar verður að vera fljótur að ýta á "senda" svo ekki hverfi allt saman. I blame you um this jú forpokaða vírusvilla... shame on you. En, knús á þig samt og reyndu að vera til friðs þar til ég fæ mína aftur - og reyndu nú að sakna mín pínuponsu! *knúserí*.
Tiger, 29.4.2008 kl. 16:15
Högni minn, þú átt alla mína samúð með tölvuna
En kannski lærir þú af þessu að það borgar sig ekki að leggja pokakerlingar í margelti
Auðvitað á ég eftir að sakna þín, alveg mucho x 2
Gerðu nú ekkert af þér í forngripnum, bestu kveðjur frá forpokuðu kerfisvillunni
Jónína Dúadóttir, 29.4.2008 kl. 18:07
Einhverntímann heyrði ég í einum sem var jafnþreyttur á konunni og tölvunni og varð að orði að það væri eins með þær báðar... þær sköpuðu fleiri vandamál en þær leystu.... Sel það ekki dýrara en ég keypti það
Til hamingju með flotið...
Kv. úr sólinni í snjóhvítan Heiðardalinn
Þorsteinn Gunnarsson, 29.4.2008 kl. 19:06
Takk Steini minn og hann var bara að meina tölvurnar auðvitað
Kveðja úr sól hvað
hún er alveg bara hinum megin við hoddnið sko...
Jónína Dúadóttir, 29.4.2008 kl. 19:25
Örugglega sko...
- Ertu þá ekki bara "farin fyrir hoddnið"?
Kv. Steini
Þorsteinn Gunnarsson, 29.4.2008 kl. 19:38
Sko hér er sólin staðset, sérstaklega hér í garðinum
en taktu ekki mark á þessum nr 11 um konur og tölvur, þetta er eitthvað í nösunum á honum, enda getur hann án hvorugra verið. 
Helga Auðunsdóttir, 29.4.2008 kl. 20:43
'Eg veit svei mér ekki hvað skal segja,þið eruð eiginlega búin að segja það allt,nei ég segi nú bara svona
Birna Dúadóttir, 29.4.2008 kl. 21:13
Jónína mín. Snúðu hrífunum við og láttu tindana snúa niður. Við þurfum ekki meiri úrkomu í bili.
Í trúnaði sagt ég þarf nú stundum að redda tölvunni hjá húsbóndanum. 
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 29.4.2008 kl. 21:34
Steini: Ég er að bíða eftir að sólin komin fyrir hoddnið
Helga: Njóttu sólarinnar,ég get alveg beðið nokkra daga í viðbót
Og ég trúði honum ekkert
Birna: Þú ? Orðlaus ? Æ æ þá er nú fokið í flest skjól, orðið hart um skít og svo framvegis
Ólöf: Ég gerði það í dag, fannst líka nóg komið í bili
Ég gæti nú líka sagt nokkrar frægðarsögur af mínum "tölvusnillingi" hérna
Jónína Dúadóttir, 29.4.2008 kl. 22:24
Skoégverðnúsjaldanorðlausnemastundum(anda)
Birna Dúadóttir, 29.4.2008 kl. 22:58
Jónína Dúadóttir, 30.4.2008 kl. 05:49
Ég skil ekkert í þessum tölvum..
Gunnar Helgi Eysteinsson, 30.4.2008 kl. 07:02
Ég las einhversstaðar að það gengi þessi líka svaka bólguvírus á blogginu, hálsbólga, blöðrubólga, lifrarbólga (nei!) .. verðbólga, og síðast en ekki síst tölvubólga.. svo það er eins gott að hlúa vel að sinni tölvu, hvernig sem það á að gera!
.. hmmm...
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 30.4.2008 kl. 07:23
Gunnar: Nei einmitt ! Akkúrat þú skilur sem sé ekkert í tölvum
Jóhanna: Já þetta er alvarlegt ástand sko
Jónína Dúadóttir, 30.4.2008 kl. 07:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.