....að vera "fín frú" ? Vann hjá einni um daginn, sem gefur sig út fyrir að vera "fín frú" og er alltaf að koma því að, með hlægilegum hrokasvip á andlitinu, sem hún heldur eflaust að sé eitthvað fínn og virðulegur....
Einhver sagði við hana sko, að fín frú eins og hún... og annar sagði að svona fín frú þetta.... Ég læt íbúðina og útganginn á "fínu frúnni" liggja á milli hluta í smáatriðum, en fín frú hlýtur að hafa fínt í kringum sig og vera smekklega klædd eða er það ekki ?
Hún kemur fram við manninn sinn, eins og hann sé niðursetningur í gamalli íslenskri þjóðsögu, skammar hann til hægri og vinstri, skipar honum fyrir og stjórnar í öllum hans minnstu athöfnum. Niðurlægir hann á allan hátt og það sýnir líka hrokann í kerlu að hún var ekkert að vanda sig neitt þó ég væri þarna, þangað til ég kynnti mig með föðurnafni, þá lak smeðjan af henni eins og ógeðslegt klístrað marmelaði
Svo komu líka gestir..... og þá umturnaðist hún enn meira og allt var svo yyyyyyndislegt og elsku maðurinn minn hitt og elsku maðurinn minn þetta. Oj bjakk bara, svona þoli ég ekki sko, enda talaði ég mest við karlgreyið og þóttist ekkert heyra, þegar hún var að tala ofan í hann og reyna að stjórna samræðunum. Hann hlýtur að vilja hafa gesti allan sólarhringinn
Sko mín skilgreining á fínni frú stangast algerlega á við þetta. Í mínum augum er fín frú, vel gefin, snyrtileg og vönduð manneskja, sem kemur vel fram við allt og alla, gengur vel um, er ekki með neina andstyggðar sýndarmennsku og ekki alltaf opin ofaní rassg... Fer til dæmis í sömu fötunum út í búð og hún er í heima, en það gerði þessi elska ekki, sá hana í búð seinna sama dag og þá var sko allt annað útlit á "dömunni"
Ég er svo heppin að hafa kynnst nokkrum "orginal, heilum í gegn, fínum frúm" um ævina en sem betur fer eru svona fyrirbæri eins og þessi frenja, frekar sjaldgæf
Njótið dagsins elskurnar mínar og ekki láta snjóinn fara í taugarnar á ykkur, hann fer







Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Júlí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nákvæmlega
Jónína Dúadóttir, 30.4.2008 kl. 07:51
Ha? Á marr ekki að skipta um föt áður en marr skýst í Hagkaup eftir mjólk og sméri??
hvusslags..tíhí...æi sumt fólk...á svo bágt...
Eigðu góðan dag í snjókomunni...kv neðan af Eyri
Jokka (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 08:20
Hæ krúttið mitt, jú þú átt að fara í kjól og mála þig þegar þú ferð í Hagkaup, auðvitað
Jónína Dúadóttir, 30.4.2008 kl. 08:42
Þú þekkir sko fínar frúr þegar þú sérð þær, enda skírð í höfuðið á einni
Erna Evudóttir, 30.4.2008 kl. 09:56
Já seeeegðu
Jónína Dúadóttir, 30.4.2008 kl. 11:55
Ómæómæ... sko... ég verð að viðurkenna að ég hélt að ég væri að lesa bara um þig sjálfa. Þangað til ég tók eftir því að þú varst að meina einhverja kerlu úti í bæ. Var nefnilega alveg búinn að mála þig sem einmitt "svona fína frú" sko ....
Samkvæmt þinni skilgreiningu á fínni frú - þá er ég sko mjög fín frú - nema hvað ég er karlfauskur náttúrulega. Sennilega þá fínn fauskur, þannig séð.
Knús á þig skotta og hættu að agnúast út í fína fólkið í þínu póstnúmeri - þú kemst aldrei í elítuna þarna með súlu í stofunni, sættu þig bara við það pokinn þinn...
Tiger, 30.4.2008 kl. 12:04
Ég missti örugglega af myndinni um að "skipta um föt áður en þú ferð útí búð systemið" ... Ég fer sko sjaldnar en 5 sinnum á ári í yfirhöfn og er bara alltaf á stutterma og gjarnan á töfflum. Og það sem meira er... þá átti ég slatta af bláum pólóbolum eftir einhvern fyrirtækjareksturinn og nottla notaði þá. Enda var það ekki ósjaldan sem ég var beðinn um afgreiðslu í Býkó, Húsasmiðjunni og meira að segja í Hagkaupum í bænum. Þannig að nú er ég mest bara í drapplitum
Hveðja í hrímkaldan Heiðardalinn
Þorsteinn Gunnarsson, 30.4.2008 kl. 12:21
Högni minn: Ég veit alveg að þú ert mjöööög fín frú
heldurðu að ég kæmist ekki í elítuna með þig á súlunni minni ?
Steini minn: Jamm ég missti líka af þessari mynd
Fer út í búð eins og ég stend, má þakka fyrir að ég man þó alltaf eftir því að klæða mig í eitthvað á morgnana
Klæðaburður þinn er sem sagt með eindæmum klassískur
Jónína Dúadóttir, 30.4.2008 kl. 12:52
Ég er ekki fín frú, fer stundum út í Moll í strigaskóm og slitnum íþróttagalla, og ekki með varalit, enda finnst mér stundum eins og að fólk horfi fram hjá mér, og þá fatta ég að ég er næstum því ósýnileg í strigaskónum mínum og án varalits
Heiður Helgadóttir, 30.4.2008 kl. 17:15
Þá ertu nákvæmlega jafn fín frú og ég
Jónína Dúadóttir, 30.4.2008 kl. 18:45
Gevöð,ég sko mála mig aaalltaf áður en ég fer út í búð,tala nú ekki um að fara ekki í sömu fötunum oftar en einu sinni í hverja búð
Sénsinn,það er reyndar svona "varalitabúð" hérna í Kef,ég passa ekki inn í svoleiðis rugl
Birna Dúadóttir, 30.4.2008 kl. 19:41
Þetta er sko ekki fín frú sem þú varst að lýsa Jónína mín, heldur óhefluð og illa uppalin frekjudós. Ég meina sko Frrrrekja. Fínar frúr kunna mannasiði og að umgangast aðra sem jafningja. Þeir sem hátt hreykir sjálfum sér er heimskingjar. Kann ekki að meta svoleiðis fólk.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 30.4.2008 kl. 22:38
Birna mín: Ég vissi þetta alveg með þig og fínufrúartendensana
Ólöf mín: Nákvæmlega eins og þú segir, illa uppalin frekjudós, sem flestir kunna bara ekki að meta
Jónína Dúadóttir, 1.5.2008 kl. 12:41
ja, hérna Ninna mín, þvílíkar lýsingar, ekki er karlræfillinn öfundsverður
. Rakst fyrir tilviljun á síðuna þína gamla nágrannakona, þú ert flottur penni, á örugglega eftir að líta inn seinna
Sigríður Jóhannsdóttir (Sigga) (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 17:20
Sigga mín sæl og blessuð, gaman að þú skulir kíkja hingað
Jónína Dúadóttir, 1.5.2008 kl. 17:40
Þessi lýsing á við svona fín frú "wanna be", en ekki ekta fína frú held ég!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 1.5.2008 kl. 22:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.