Krullur...... ;-)

Heilinn í mér er eiginlega að krullast upp þennan fína föstudagsmorgunn.... og það er nýja eldhúsið sem veldur því og vinnan mín eða kannski bara fæðingargalli ? Neibb eldhúsið og vinnan, varla séns í helv... að svona snillingur eins og ég sé með fæðingargallaTounge Nú þarf eiginlega allt að gerast eins og skot, helst í gær eða bara áðan. Panta gólfefnið, fá eldhúsinnréttinguna í hús, kaupa loftljósin, skrifa þennan venjulega mánaðarskammt af vinnuskýrslum í ca 27 riti, vinna og fara til læknis.... Ok anda núna, ekki tími til að gera það aftur fyrr en eftir kvöldmatLoL Ég hefði nú alveg getað skrifað vinnuskýrslurnar í gær, en ég var bara að gera allt annað og svo er það svo innilega þrautleiðinlegt að ég dreg það alltaf fram á síðustu stundu, sem er ósiður og ég veit þaðWhistling 1. maí fór friðsamlega fram, fram hjá mér og ég man ekki eftir að ég hafi mótmælt neinu nema pistli hjá Högna hrekkvísa og það var nú bara til að vera með smá leiðindiWink Ég sá veðrið í sjónvarpinu í gærkvöldi eiginlega bara dauðóvart og sá ekki betur að vorið ætli bara að mæta til okkar í dag eða á morgun, ef það breytist þá ekki bara í eitthvað allt annað ! Það er ekki hægt að segja með neinum sérstökum sannfæringarkrafti, að það sé vorlegt úti núna.... það snjóar.....GetLost Og ég ekki ennþá komin með útihitamæli, get kannski bara horft á nýju ruslatunnuna sem ég keypti í staðinn fyrir hann og reynt að ráða í hitann. Gamli mælirinn er nefnilega fastur í 7 stiga hita og er búinn að vera það síðan við fluttum hingaðGrin Njótið þessa dásamlega dags í hvívetna og verið góð við allt og alla, það er svo notalegtSmile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Nóg er að gera á stóru heimili. Ég ætla líka að vera voðalega dugleg í dag, fara með skattaskýsluna í póst, klippa mig, skjótast oní bæ, vel klædd og með varalit Eftir allt þetta, ætla ég að vera eins og venjulega LÖT

Heiður Helgadóttir, 2.5.2008 kl. 07:04

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Heidi mín: Um að gera að muna varalitinn og fínu fötin

Búkolla mín: Gula fíflið kemur, ekki spurning hvort, heldur hvenær.....

Jónína Dúadóttir, 2.5.2008 kl. 07:24

3 identicon

Hva? Snjóar hjá þér í hið efra? hélt það væri bara alltaf 7st  hiti hjá þér tíhí  en vorið kemur um helgina, það eru allir búnir að vera að segja og ekki ljúga allir?  Vona allt gangi vel sem þú hefur planað í dag, og hvar er háfurinn??

kv neðan af Eyri

Jokka (IP-tala skráð) 2.5.2008 kl. 08:08

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Sæl Jokka mín, vorið er að koma en ég veit ekki með háfinn..... Hringi á eftir í vin minn þarna niðurfrá og nú er ekki lengur neitt "elsku amma" sko

Jónína Dúadóttir, 2.5.2008 kl. 08:27

5 Smámynd: Tiger

Æi, fæðingagalli - ekki spurning! Alger óþarfi að kenna vinnunni eða niðurrifsstarfseminni um það þegar þessar litlu tvær heilasellur þínar byrja að rúllast upp. Málið er bara að viðurkenna vanmátt sinn og fátækt á heilasellum. Enda viss um að það séu fleiri kerfisvillur þarna uppi en heilasellur.

Um að gera að róa sig bara niður og reyna að anda tvisvar til þrisvar yfir daginn - ekki bara að morgni og að kvöldi. Slíkt hæfir ekki fínni Pokafrú í nýríkastræti, enn síður súluskoppara. Glætan að ég fari að húbbahúllahúlla á súlunni þinni til að koma þér í elítubissnezz þarna á hjara veraldar.

Reyndu bara að vera til friðs og hættu þessari sífelldu mótmælaöldu þinni, hættu bara að læðupokast um allt og farðu að dansa sjálf öðrum til armæðu. Eða sem betra væri, farðu til Færeyja. Hohoho ... jólasveinninn þinn. Essga þig samt tú píses. Knúsímúsí..

Tiger, 2.5.2008 kl. 13:09

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þakka hólið Högni minn, alveg tvær !!!Ég ætla að eyðileggja fyrir þér þetta með súluna.... hún er gjörsamlega ómöguleg, hún er nefnilega ferköntuð svo ég dreg atvinnutilboðið til baka. Þú ert sem sagt rekinn Essga þig líka tú píses

Jónína Dúadóttir, 2.5.2008 kl. 13:27

7 Smámynd: Tiger

Muhahaha.... reyndu bara að reka mig forpokaða snobbhæna! Ég fer með málið í verkalýðsfélagið. Sex mánaða uppsagnafrestur í það minnsta - Ég mun fá að hamast á súlunni í minnst 6 mánuði á fullum launum og svo mun ég fara fram á mjöööööööög feitan starfslokasamning - og mun taka súluna með mér sem smá aukabúbót. Hver veit nema ég súi þér og taki af þér sitt lítið af hverju í leiðinni fyrir að reka mig án feitrar ástæðu, fordómar og misrétti segi ég bara, and you´ll pay dearly. Hugsanlega ættir þú að hafa samband við hinn nýkrýnda son landspabba sem er lögfíbbl þarna fyrir norðan - næsta víst að ég mun vinna málið - enda var hann dæmdur minna hæfur en margir aðrir, svo ekki verður erfitt að jarða hann með þér - undir eldhúsgólfinu nýflotaða og parketleggja svo yfir ykkur!

Hvíl í friði kæra kerfisvilla... over and út - með stút - kampavínsflösku uppí mér til að selibreita nýrri súlu sem er á leiðinni yfir í mitt póstnúmer. Sú mí if jú ker. *muhahaha*.

Tiger, 2.5.2008 kl. 13:39

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

6 mánaða uppsagnarfrestur, það er alltaf sama frekjan í þessum verkalýð  Með sama áframhaldi geng ég líklega bara í Sjálfstæðisflokkinn hahahahahahahahahaha ekki sjens í helv....  Ég mundi ekkert nenna að fara í dómsmál við þig, miklu frekar skora á þig í sjómann eða spretthlaup eða þá bara pönnukökubakstur eða prjónaskap. Ég er snillingur í þessu öllu Drekktu nú ekki allt í einu, ekki er sopið kálið....

Jónína Dúadóttir, 2.5.2008 kl. 14:08

9 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Ha, ha, ha.. ég hélt þú værir komin með krullað hár .. svona við fyrsta ,,look" á fyrirsögninni!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 2.5.2008 kl. 16:54

10 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Thí hí kannski ég ætti að prófa það, hárið mér er nefnilega það sléttasta af öllu sléttu

Jónína Dúadóttir, 2.5.2008 kl. 17:27

11 Smámynd: Birna Dúadóttir

Elskan mín,skelltu þér bara í perm og trúðu því svo bara að það sé alltaf 7 st hiti úti.Þarna á norðurhjara er það bara fínasti meðalhiti að sumri til

Birna Dúadóttir, 2.5.2008 kl. 18:54

12 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Takk Birna mín, þú kannt að leysa úr hinum ýmsustu vandamálum

Jónína Dúadóttir, 2.5.2008 kl. 19:04

13 Smámynd: Erna Evudóttir

Sko að grafa fólk undir eldhúsgólfinu er sko bara gamall og góður innbæískur siður

Erna Evudóttir, 2.5.2008 kl. 21:00

14 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Skömmin hann Högni er þá kannski bara Innbæingur eftir allt saman

Jónína Dúadóttir, 3.5.2008 kl. 05:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband