Líklega fer ég fljótlega að hætta að taka mark á veðurfræðingum....
Í dag átti nefnilega að vera vor, eiginlega bara næstum því sumar með 8 stiga hita og engri úrkomu hérna á norðurhjara. En þar sem ég sit og skrifa þetta, snjóar úti og það bara töluvert þétt....
Ok þetta er svolítið líkara slyddu en snjókomu, en engu að síður í snjólíki ! Annars ætlaði ég svo sem ekkert að vera úti að grilla eða í sólbaði eða neitt svoleiðis, það á allt að gerast í eldhúsinu okkar í dag, en mér finnst bara alveg kominn tími á gott veður ! Rafvirki Tengdasonur mætir hér galvaskur eins og hans er von og vísa klukkan 8 og skurkar af rafmagnslagningunum eða hvað það er kallað
Ég hringdi út um víðan völl í gær og pantaði gólfefnið, rak á eftir innréttingunni og heimtaði nýjan háf fyrir þann sem "týndist í hafi". Eina krafan sem ég geri til fyrirtækja sem sérhæfa sig í að flytja vörur til fólks, er að þeir flytji þá vörurnar til fólksins og ekkert múður.
"Ja það getur nú alltaf komið fyrir að pakkar fari sko bara forgörðum" var svar sem ég fékk þegar ég var að spyrjast fyrir um eldhúsháfinn minn. Þetta er nú enginn smápakki sem ég er að grennslast fyrir um.... varla líklegt að hann hafi lent bak við stól og enginn finni hann eða hann sé alveg innst inni í hillunni og enginn sjái hann ! "Nú ertu að tala um eldhúsháf ?" Eh já, það var nú upphafið að samtalinu okkar sko...
En jæja snjókoma eða ekki, eldhúsháfur eða enginn eldhúsháfur, gerum þetta að góðum degi og ég vona að allir hafi vaknað eins eld-eitur-hressir eins og ég






Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Júlí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú veist að veðurfræðingar og bílasalar eru lygið fólk
Verst er að það skuli snjóa hjá ykkur, hér í Malmö er sólin komin fram, og útlit fyrir að ég þurfi að slá grasið hjá okkur, Gunnel er búin að brjóta á sér hægri handlegg
annars sér hún um það, en ég ætla að leika miskunsama samherjann
og gera það fyrir hana. Kanski dreg ég upp nokkur arfastrá líka
góðmennskan er að gera út af við mig þessa dagana
Eigðu nú góðan dag mín kæra, vona að "háfurinn" komi í leitirnar.
Heiður Helgadóttir, 3.5.2008 kl. 07:36
Passaðu bara að góðmennskan drepi þig ekki alveg
Njóttu smá sólar fyrir mig líka
Jónína Dúadóttir, 3.5.2008 kl. 08:04
Eiturhress er ég nú ekki alveg, þegar Jóka hringdi til að tilkynna um nýjasta fjölskyldumeðliminn var klukkan um 2 hérna hjá mér!
En skítt með það, you just fake it till you make it
Ps: það snjóar ekki hérna í Linköping
Erna Evudóttir, 3.5.2008 kl. 08:34
Æðislegt að hún skuli loksins vera búin og hún með öll þessi strákagen í sér, komin með þriðju stelpuna sína
Mikið er ég fegin að það snjóar ekki hjá þér
Var þetta ekki sannfærandi annars
Jónína Dúadóttir, 3.5.2008 kl. 08:52
Þakka þér fyrir elsku Búkolla mín
Þessar hlýju hugsanir frá þér urðu til þess að sólin er aðeins farin að kíkja... eða ég held þetta sé örugglega gula fíbblið
Jónína Dúadóttir, 3.5.2008 kl. 11:49
Sólin skein áðan á eyrinni..
þessi elska tíhí..held hún hljóti að hafa skinið á brekkuna líka
en ég ætla rétt að vona að vorið sé komið á norðurlandið
Eigðu góðan dag
Jokka (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 12:12
Það virðist ætla að hausta snemma, þetta vorið hjá þér
Birna Dúadóttir, 3.5.2008 kl. 13:52
Hálfkalt hér fyrir sunnan líka í dag, brrrr.. , ætlaði að skella mér í fjallgöngu en hætti við! Gangi öll þín eldhúsháfamál sem best!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 3.5.2008 kl. 16:38
Það skín nú sól fyrir utan gluggann minn, það er nú eins gott því ég var farin að halda að ég yrði að fara út með gula málningu og mála sól á gluggana mína. Meira bévítis.. vandræði með háfinn þinn, von að þú sért orðin svolítið svekkt.
Vonandi fer þetta allt að lagast.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 3.5.2008 kl. 17:43
Takk elskurnar mínar allar, sól og yndislegheit hér í dag og ég er að fara að elda...
láta senda heim djúpsteiktar rækjur með súrsætri sósu og hrísgrjónum handa okkur
Njótið kvöldsins
Jónína Dúadóttir, 3.5.2008 kl. 18:53
Ég hef þegar lagst á bæn og er hér með að biðja um heilagar þéttar og heilmiklar snjóflyksur þér til handa, eða allavega norður yfir heiðar. En, vertu bara þakklát - þó snjólíki sé það - hefði getað verið smjörliki jú know.
"Skurkar af rafmagnslagningunum" Myndi sennilega leggjast út sem Skurkar af raflögnunum - gruna ég. (þessi íslenskukennsla var í boði Búa Búálfs).
Hættu svo þessu nöldri og kodder í strippbúninginn, we are going to dance tonight (lesist enn og aftur - þú ert að fara að súlast).. Flenging yfir heiðarnar til þín.. (lesist, er búinn með allt knúsið í bili).

Tiger, 3.5.2008 kl. 21:13
Greinilega nóg að gera hjá vinkonunni
Júdas, 3.5.2008 kl. 21:48
Högni minn ég tek við öllum fáanlegum og ófáanlegum knúsum og líka svona yndislegum fyrirbænum, það er svoooo ljúft
Hætt að nota smjörlíki, má ég vera fegin að það var ekki matarolía ?
En þar sem báðar heilasellurnar mínar eru þaktar sagi og ég með hálsríg eftir að setja upp loftaplötur í allan dag, þá sleppi ég súlunni í kvöld og fer beint að sofa til að vakna í glaðasólskyni um hálf sex í fyrramálið
Þessi að margra mati eða líklega flestra mati, brjálæðislegi fótaferðatími er í boði Stéttarfélags pokakerlinga
Jónína Dúadóttir, 3.5.2008 kl. 21:53
Júdas minn kæri vin, það er brjálað að gera og hryllilega gaman

Jónína Dúadóttir, 3.5.2008 kl. 21:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.