Loksins þegar við fórum nú að sjá eitthvað út úr augunum fyrir snjókomu hérna á norðurhjaranum, sem var eiginlega fyrst undir hádegi í gær, fór ég í göngutúr um lóðina okkar. Við eigum fjögur stór tré og ég meina sko risastór og þau eru að lifna, komið glænýtt brum á þau öll
Það finnst mér alveg stórkostlegt, ég var að verða úrkula vonar.....
Ég ætla ekkert að fara að auglýsa fávisku mína með því að reyna að segja neinum hvaða tegundir af trjám þetta eru, ekki strax, en svo mikið veit ég þó að tvö eru barrtré og tvö lauftré. Ég sá ekki betur en það væri snjókoma úti áðan, en skoðaði svo gleraugun mín og sá að þau voru bara svona rykug
Við erum að vinna í að setja upp í loftið í eldhúsinu, Rafvirki Tengdasonur kom í gær og setti ótal göt á gamla loftið, dró úr hér, dró í þar, skellti upp dósum þar sem við átti og kom fyrir rörum á réttum stöðum. Það er ævintýralegt að horfa á hann vinna, hann er eins og stormsveipurinn í fyrstu Ajaxauglýsingunni
Svo komum við í humátt á eftir honum með nýja klæðningu, að vísu ekki alveg eins og stormsveipur, meira kannski eins og gola
Þetta er bara gaman, þó svo að allt sé í ryki hérna í húsinu hvort sem er inni í skápum, ofan í kössum eða bara inni í hausnum á mér. Það styttist í sumarfríið mitt og Gautaborgarferðina
Ég tek frí fyrstu tvær vikurnar í júní, fer svo í smáaðgerð 20. júní og eitthvað veikindafrí á eftir og tek svo restina af af fríinu eftir það, plús svo það sem ég á víst inni frá því í fyrra
Njótið þessa sæla sunnudags, ég ætla að halda áfram að setja upp loftaplötur








Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Júlí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kúl ég man eftir þessari auglýsingu, eins og hvítur stormsveipur
Núna er svo mikið af auglýsingum að maður reynir bara að gleyma þeim
Erna Evudóttir, 4.5.2008 kl. 08:32
Já það var á meðan auglýsingarnar voru ekki aðalefnið á öllum sjónvarpsstöðunum
Jónína Dúadóttir, 4.5.2008 kl. 08:53
Þið eruð dugnaðarforkar.......og ég hef ekki einu sinni gefið mér tíma til að fara út á lóð!
Júdas, 4.5.2008 kl. 09:17
Thí hí Júdas minn, ég labbaði bara einn hring, gerði ekkert af viti
Jónína Dúadóttir, 4.5.2008 kl. 11:42
Já það er misjafnt ástandið Ninna... Við vorum að koma úr fyrstu útlegu sumarsins. Reyndar var er ekki stuttermaboldfært nema fram að kvöldmat í gærkveldi, en engu að síður yndisleg helgi að baki. Og síðan var Jóhönnu dóttur okkar breytt í stormsveip áðan, til að þrífa baðherbergið í húsbílnum enda er það svo lítið um sig að maður rétt getur...
Kv. í Heiðardalinn
Þorsteinn Gunnarsson, 4.5.2008 kl. 13:24
Birna Dúadóttir, 4.5.2008 kl. 13:32
Mikið ertu lánsöm með tengdasoninn! Rafvirkjar eru gulls ígildi!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 4.5.2008 kl. 13:51
Steini minn: ... maður rétt getur... hvað ?
Nei ekki svara þessu ! Gaman að þið komust í útilegu
Birna mín:
Jóhanna mín: Já við erum sko lánsöm að hafa hann með okkur
Jónína Dúadóttir, 4.5.2008 kl. 17:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.