... er eitthvað sem mér virðist lífsins ómögulegt að losa mig við.....Til þess að mér sjálfri líði ekki illa, kem ég mér hjá því með öllum mögulegum ráðum að leyfa mér að festa hugann við það, sem er ljótt og vont og ógeðslegt í veröldinni.... Eins og helvítis karlógeðið í Austurríki.... ætla ekkert að segja meira um hann, það vita allir hvern ég er að meina eða allt fólkið sem árum saman grunaði alveg að eitthvað hræðilegt væri að gerast í húsinu hans, en gerði ekkert í því..... Hvorugt skil ég eða vil reyna að skilja... mér liði svo hryllilega með því ef ég reyndi að setja mig inn í það, að ég einfaldlega reyni að sleppa því. Enda mundi ég ekki gera neinum neitt gagn með því heldur.....
Mér finnst samt algert afskiptaleysi hræðilegt og ómannúðlegt á köflum.... Ég vil frekar skipta mér af og fá fullvissu um að allt sé í lagi, frekar en að gera ekkert, segja ekkert og fá svo að vita seinna að það var alls ekkert í lagi.... og hafa það svo bara á samviskunni að hafa ekki gripið inní...
Ok ég hef ekki alltaf verið neitt voðalega vinsæl, þegar ég hef tekið mig til og troðið nefinu þangað sem það átti ekkert að vera, en það verður bara að hafa það. Þetta hljómar skuggalega líkt því að ég liggi á gluggum hjá fólki og sé með nefið niðri í hvers manns koppi, en það er ekki þannig, langt þarna á milli meira að segja. En kannski eins og í svo ótalmörgu öðru, engin skörp skil... En bara til þess að mér líði vel með sjálfri mér, þá hef ég frekar gripið inn í.... og í 90% tilfella var ástæða til... því miður. En það er ekkert sem ég segi frá hér, ekki fyrr en eftir ca 200 ár, en þá verðið þið kannski hætt að nenna að lesa bullið mitt....
En, sólin skín og það besta sem við getum gert í bili, er að njóta hennar og vera góð við okkur sjálf og flesta aðra
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Júlí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Æh þetta mál er sorglegra en allt sem sorglegt er held ég
hversu vondur er hægt að vera? Ég meina Hitler hafði ekki nógu mikið hugmyndaflug í að gera svona svei mér þá
kann ekki við að blóta á opnum vef en.../%#$/ og hananú..
Eigðu yndislegan mánudag í sólinni!!
sendi knús og klemm þarna uppeftir
Jokka (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 08:19
Þetta er með ljótari málum sem að ég hef lesið um lengi, ef ekki það alljótasta
sólin skín hér í Malmö
í dag er þvottadagur hjá mér, það þarf víst að skola úr görmunum sínum öðru hvoru
Eigðu góðan dag
kveðjur
Heiður Helgadóttir, 5.5.2008 kl. 08:43
Jokka mín: Rétt hjá þér, sorglegur viðbjóður.....
En takk fyrir knúsið og klemmið og sama til baka til þín
Heidi mín: Jamm ljótt....
En að öðru, heldurðu að það geti verið að þú sért að nota alla sólina ?
Megum við líka fá ... bara pínu ?
Gangi þér garmaskolunin vel
Jónína Dúadóttir, 5.5.2008 kl. 09:52
Já, þetta vissi ég - þú ert alltaf með nefið á glugganum Dúu kerlingin þín! Ég er hálffúll yfir því að búa ekki nálægt þér - því þá myndi ég kaupa mér Mays-úða og vera alltaf tilbúinn þegar ég heyri fjaðrafok og Dúfnaflögr sem ætíð fylgir pokarott** sem læðast með veggjum - og Gas-a þig í bak of fyrir þegar þú stingur nebbanum í gættina Grílan þín...
En, Ok - þar sem we are sooooooo much alike með að vilja stanslaust vera með puttana í sem okkur kemur ekkert við - skipta okkur af málum í stað þess að horfa undan - sitjum ekki á skorunni á meðan fólk mokar úr borunni yfir aðra - þá verð ég víst að skutla á þig heljar miklu knúsi og tilheyrandi kreysti fyrir að vera nákvæmlega eins góðhjörtuð og yndisleg & ég var þegar búinn að mála þig - út í horn.
Algerlega sammála um ljót mál í hinum ýmsu heimshornum, svo sammála að ég ætla ekki einu sinni að nefna ljótleikann eða leyfa honum að poppa upp í kollinum. Mikið væri stundum gaman að geta flakkað um tímann og gripið inn í mál þar sem illa er farið með fólk. Ef ég væri Guð sko ... grrrr! Þá myndu nokkrir vel valdir sálarlar- og miskunarlausir þurfa að vara sig... Knúserí á þig skottan.
Tiger, 5.5.2008 kl. 14:24
Gaaaas,Ninna farðu af glerinu mínu,komdu frekar bara inn
Birna Dúadóttir, 5.5.2008 kl. 16:53
Mér finnst ég vera frekar aftaralega á merinni hvað varðar Gunnar,ókey,hvað á ég að gera í sambandi við þennan lista,veit ekki baun
Birna Dúadóttir, 5.5.2008 kl. 21:31
Jónína mín . Því miður er allt of mikið af ógeði í þessum heimi.
Reyndu að njóta góða veðursins meðan það er.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 5.5.2008 kl. 22:02
Högni minn: Látt´ekkisona, þú vilt alveg láta kíkja á þig
Já minn kæri, ef ég væri Guð... þó ekki væri nema einn dag...
Birna mín: Ég fer að koma og æði sko bara inn til að komast með... ekki nefið niður í allt... heldur bara í stól í sæta eldhúsinu þínu
Sendu Gunnari póst og hann sýnir þér skref fyrir skref, hvað þú átt að gera. Meira að segja ég gat þetta
og ef þú ert í algerum vandræðum þá gerir hann þetta bara fyrir þig
Ólöf mín: Hárrétt hjá þér, það er um að gera að njóta þess góða meðan það er
Ólöf mín:
Jónína Dúadóttir, 5.5.2008 kl. 22:33
Birna þó! það er bara að hafa samband og síðan redda ég þessu fyrir þig.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 11.5.2008 kl. 09:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.