... þá vorum við að kaupa æðislegt 58 ára gamalt hús fyrir mánuði síðan
Byrjuðum á því að leggjast í flensu í 10 daga samtals strax eftir að við fluttum, ferlega sniðug tímasetning
En við komumst lifandi frá flensunni og fórum að rífa allt út úr eldhúsinu og þá meina ég allt ! Innréttingin fór í annað hús, gamla parketgólfið fór í ruslagám og á eftir fylgdi slatti af gamla steingólfinu sem var þar undir, líka í ruslagám. Svo fór svakaleg vinna í að ná gamalli hraunmálningu af veggjunum, það er nú meira ógeðið. En, nú erum við búin að rétta gólfið, Rafvirki Tengdasonur búinn að koma fyrir öllum dósum í lofti og veggjum og í gærkvöldi kláruðum við að klæða loftið
Ef mér endist ævin í þetta, þá ætla ég að byrja að sparsla og mála veggina í dag og hringja í píparann svo hann geti fengið að breyta lögnum fyrir ofninn, sem honum finnst alls ekkert eiga að vera í eldhúsinu. Gólfhiti, bara gólfhiti og ekkert nema gólfhiti segir hann ! En þá hefðum við þurft að hækka gólfið töluvert, en við vorum að reyna að lækka það og það tókst með ágætum
Eldhúsháfurinn sem við vorum búin að kaupa, þessi sem er búinn að vera týndur í 3 vikur, mætti allt í einu á tröppunum hjá okkur í gær og ég sá ekki betur en hann væri feginn að vera loksins kominn heim
Vona að þið hafið það hrikalega gott í dag, eftir því sem ég best veit lifum við bara einu sinni og um að gera að reyna þá að njóta þess núna
Blessi ykkur, farin í Húskó







Flokkur: Bloggar | 6.5.2008 | 08:07 (breytt kl. 12:35) | Facebook
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Júlí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju með að háfurinn hafi ratað heim, þú passar að hann stingi ekki af aftur blessaður
maður veit aldrei hvar maður hefur þessa háfa hehe..
Kem fljótlega að kíkja á herlegheitin, eigðu góðan dag
Jokka (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 08:25
Til lukku með þetta allt saman....og gangi þér vel í þessu streði.
Júlíus Garðar Júlíusson, 6.5.2008 kl. 08:45
Til hamingju með háfinn, verður ekki partý fyrst hann er kominn heim?
Erna Evudóttir, 6.5.2008 kl. 08:49
Jokka mín: Heyrðu ég læsti hann inni ígeymslu/hjónaherbergi svo hann kemst ekki neitt
Hlakka til að sjá þig
Júlíus: Þakka þér fyrir, þetta er yndislegt streð
Erna mín: Ég skal hafa partý, ef þú mætir

Jónína Dúadóttir, 6.5.2008 kl. 09:44
Gott hjá þér þetta með afgreiðslustúlkuna í morgun
Prik til þín
Júlíus Garðar Júlíusson, 6.5.2008 kl. 10:37
Júlíus : Mér finnst svo gaman, þegar ég man eftir að segja upphátt það sem mér finnst, eitthvað jákvætt það er að segja
Takk fyrir prikið
Búkolla mín: Þakka þér fyrir, þetta eeeer svooooo gaaaaman
Já og verður yndislegt þegar allt er tilbúið og hægt að fara að hafa hreint og snyrtilegt og elda ekki alltaf eins og í útilegu eða panta tilbúinn mat
Jónína Dúadóttir, 6.5.2008 kl. 12:27
Kæra systir. Ég fylgist með framkvæmdunum hér á síðunni og svo keyri ég reglulega framhjá hmmm... bý í næstu götu, ætla eiginlega bara að bíða þangað til þú ert búin með þetta, þoli ekki að horfa upp á fólk í svona framkvæmdum, er llööööngu búin að fá minn skerf af húsbyggingum og breytingum! (ein sem hugsar bara um sjálfa sig) Aldrei að vita nema maður stökkvi inn um dyrnar einhverndaginn ef maður sér þá eitthvað fyrir ryki!
Gangi ykkur vel
Er farin upp á golfvöll!
Auja Dúa
Auður Dúa (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 13:06
Hæ Auja mín, það eina sem ég fer er í vinnuna, "smáannaðslagið" á snyrtistofuna mína og svo heim í eldhús (ein sem hugsar bara um eldhúsið sitt
) Við sjáumst áður en langt um líður
Takk elskan og slasaðu þig nú ekki í sportinu
Jónína Dúadóttir, 6.5.2008 kl. 15:15
Það er mikið að gera á stóru heimili, mikið er nú gott að háfurinn komst heim. Þið eruð þrældugleg, þetta er óhemju mikil vinna hjá ykkur, það mikil að ég ætla að gefa þér aukaprik
Heiður Helgadóttir, 6.5.2008 kl. 15:58
Veið eigum einmitt rúmlega fertugt hús og í dag var verið að verka lausa múrklæðningu og háþrýstiþvo áveðursgaflinn á húsinu og bara þvotturinn kostaði 65þús +vsk.
- Guði sé lof að maður lét ekki skola af öllum kofanum.... Nú á maður ekki einu sinni fyrir málningu svo þetta verður bara að vera í svona nettum "Project" stíl fram á sumar
Nei annars er bara gaman að þessu eldrihúsa brasi... nema þegar maður neyðist jú til að "kaupa" sér iðnaðamann. Gangi ykkur allt í haginn.
Kv. í Heiðardalinn
Þorsteinn Gunnarsson, 6.5.2008 kl. 16:09
Hahaha... sluppuð lifandi frá flensunni en langt frá því að vera heil sko! Enda sést það vel ef maður hugsar um alla niðurrifsstarfsemina sem fylgdi í kjölfarið - tala nú ekki um sjálfsánægjuna í því að þykjast halda á heilu eldúsgólfi, þvílík fyrra - minnir bara á borgarstjórann. Viss um að þið gleymduð að taka flestar pillurnar ykkar í flenskunni.
Gott þó að vita að þið séuð vel á veg komin í því að bæta fyrir skemmdirnar sem þið hafið unnið á hinu fornfræga húsi sem ykkur var falið að varðveita um ókomin ár - einhvað eru þá þessar tvær sellur að vinna rétt í annars galtómum kollinum Pokafrú mín góð.
Ég vona að háfurinn hafi náð því að hlaupa af sér öll horn áður en hann verður neyddur til að múrast inn í vegg eða bundinn fyrir lífstíð yfir eldavélinni - þvílík vonska að neyða greyið til að gleypa fitu og skít alla daga. Ætli háfaréttindaskrifstofa viti af þessu? Kannski mun háfanefnd leggja á ykkur kæru.
Kremj og kelerí - without sexual áreitni - yfir til ykkar þarna í niðurrifsuppbyggingargötu - og farið vel með ykkur cutypæs.
Tiger, 6.5.2008 kl. 16:25
Gott að týndi háfurinn er kominn heim, þá er bara eftir að slátra alikálfinum og slá upp veislu. Eins gott að önnur heimilistæki fari ekki í afbrýðisemiskast eftir útstáelsið á háfnum!
.. knús (með engri duldri meiningu)
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 6.5.2008 kl. 17:20
Heidi mín: Takk fyrir aukaprikið
Steini minn: Ég skal senda þér afganginn af málningunni minni
Högni minn: Tek með ánægju við kremji og keleríi without sexual áreitni
Jóhanna mín: Knús til þín líka, með sömu formerkjum
Jónína Dúadóttir, 6.5.2008 kl. 17:51
Ööö var einhver að tala um party,ég er að koma
Birna Dúadóttir, 6.5.2008 kl. 17:51
Já Birna mín komdu, kálfakjöt í forrétt, kálfakjöt í aðalrétt og gettu svo hvað er í eftirrétt.... ís og ávextir auðvitað !
Jónína Dúadóttir, 6.5.2008 kl. 19:11
Birna Dúadóttir, 6.5.2008 kl. 22:03
Gunnar Helgi Eysteinsson, 11.5.2008 kl. 09:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.