Aldrei hef ég nú verið verðlaunuð fyrir neina sérstaka fimi í neinu, nema kannski þegar ég sjálf annað slagið, verðlauna mig sjálfa fyrir fimi við að komast hjá óþægindum og erfiðleikum í lífinu
En núna reynir á fimina skal ég bara segja ykkur.... gólfin hérna eru eins og í mjög illa skipulagðri vöruskemmu, svo hæfileikar í fimleikum væru töluvert vel þegnir
Ég væri líklega búin að reka vöruskemmustarfsmanninn ef ég væri verkstjórinn ! En starfsmaðurinn er ég sjálf svo ég held auðvitað vinnunni af því að ég er verkstjórinn... en ekki lengi úr þessu samt ef þetta fer ekki að lagast
Gólfefnið kom í hús í gær og er í hrúgu á stofugólfinu og helmingurinn af innréttingunni kom líka í gær og þekur gólfið í holinu og teygir sig inn í borðstofu, kassinn með eldhúsháfnum er hálfur fyrir svefnherbergishurðinni og núna fyrst dettur mér í hug að það geti verið góð hugmynd að ryksuga !
En það má segja mér til málsbóta, að ég ætla þó að ryksuga áður en afgangurinn af innréttingunni kemur, sem verður líklega seinna í dag. Hef svolítið verið að velta því fyrir mér hvort það geti verið að einhverjum hjá flutningafyrirtækinu sé eitthvað illa við mig...
Fyrst týna þeir háfnum mínum, svo skilja þeir hálfa innréttinguna eftir fyrir sunnan og reyna svo að rukka mig fyrir heimkeyrslu á gólfefninu, sem spúsi minn sótti sjálfur á bíl með kerru. En ég sé svo auðvitað að það bara getur ekki verið að einhverjum sé illa við mig
En ef nú svo ólíklega vildi til, þá væri mér samt nokkurnveginn slétt sama, má nefnilega ekkert vera að því að velta mér upp úr því
Ég óska ykkur öllum dásamlegs dags, við leik og störf og prik dagsins fær uppáhalds flutningafyrirtækið mitt









Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Júlí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hey, gaman að fá svona flott nafn yfir þetta brölt mitt
Jónína Dúadóttir, 7.5.2008 kl. 08:01
Þú ert dottin út hjá mér, mig langar mikið til að vera bloggvinur þinn
Jónína Dúadóttir, 7.5.2008 kl. 12:11
Tiger, 7.5.2008 kl. 13:23
Guði sé lof að þú ert ekki að spóka þig um húsið á línuskautum segi ég nú bara!!
þori ekki að heimsækja þig fyrr en e-hvað af þessu er komið á veggi og gólf (á rétta staði á gólffletinum altso) tíhí..
Eigðu góðan dag elskan
Jokka (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 13:32
Hjördís mín: Takk og takk, tek nafnið til mín hvort sem það er meint þannig eða ekki
Á eftir að hringja í mömmuna og fá að vita það
Högni minn: Rétt næ upp úr ruslahrúgunni til að svara þér, ryksugan blés jafnharðan út að aftan því sem fór inn í hana að framan
Verð að kíkja betur á það, náði knúsinu frá þér og sendi annað til baka
Jokka mín: Ég var rétt búin að leggja línuskautunum þegar ....
Góða skemmtun í kvöld krúsidúllan mín
Jónína Dúadóttir, 7.5.2008 kl. 17:37
Auðvitað er ekki nokkrum manni illa við þig Jónína mín!! Að minnsta kosti ekki bloggurum.
Júdas, 7.5.2008 kl. 22:04
Kærar þakkir Júdas minn.... held ég...
Jónína Dúadóttir, 7.5.2008 kl. 22:18
Birna Dúadóttir, 7.5.2008 kl. 23:04
Knús og kveðja inn í kvöldið og nóttina - þú verður örugglega valin í einhvern góðan fimleikahóp og keppir fyrir hönd Íslands í Kassa-kztan...
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 7.5.2008 kl. 23:50
Góðan daginn Birna mín
Jóhanna mín: Þakka þér fyrir, ég hlakka til og er mjög dugleg við æfingarnar
Jónína Dúadóttir, 8.5.2008 kl. 05:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.