Tuttugu og sex....

...dagar þangað til ég fer til GautaborgarWizard Hún dóttir mín þessi yndislegi ofurheili er að útskrifast þar úr háskóla með 30ogeitthvaðstafalöngunafni, sem félagsráðgjafi. Á sænsku heitir félagsráðgjafi eitthvað sem ég ræð ekkert við að reyna að segja, hvað þá skrifa.... En hún stendur sig alveg skuggalega vel eins og alltaf í skólum og hún hefur þær gáfur ekkert frá mér, ég er sko ennþá með allar mínarWink Þegar hún sótti um að komast inn í þetta nám þarna úti, voru bara 100 sem komust að, af mörg hundruð umsækjendum og hún var með 30 fyrstu. Er ég nokkuð montin af stelpunni minni ?Heart Ó jú, heldur betur og hef alltaf verið, þó það sé alls ekki mér að þakka hvað hún er dugleg og vel gefinInLove Það eina sem ég þurfti að hafa áhyggjur af í gegnum alla hennar skólagöngu hérna heima, var að hún þurfti bara alls ekkert að hafa fyrir náminu, en var alltaf með hæstu einkunnir. Undarlegt áhyggjuefni, veit það ! En svona var ég líka í skóla, þurfti ekkert að hafa fyrir þessu og missti þá bara áhugann, þetta var alltof auðvelt einhvernvegin, en hún datt sko ekkert í þann pytt þessi elskaKissing Í skólanum á Grenivík þar sem hún var allan grunnskólann, mátti auðvitað ekkert vera með tyggjó, en hún sleppti því ekki einn einasta dag held ég. Skólastjórinn alveg meiriháttar náungi var umsjónarkennarinn hennar í efri bekkjunum og á einum foreldrafundinum talaði hann um þessa tyggjóáráttu hennar. Ég sagðist skyldu reyna að tala við hana um það, en hann bað mig að gera það bara alls ekki, hún væri nefnilega næstum því of fullkomin í öllu.... náminu, umgengni, skapinu, mætingum, hegðun, hjálpsemi við aðra nemendur og svona taldi hann og taldi upp... Og klykkti út með því, að hann vildi að hún kæmi með tyggjó í skólann, en hann mundi samt halda áfram að láta hana henda þvíGrin Mér hefur aldrei dottið í hug, að þakka mér það hvað börnin mín eru dugleg og yndisleg, en stundum flögrar að mér að eitthvað hafi ég þá kannski gert gott og rétt í lífinu, fyrst að ég er svo heppin að akkúrat þessi börn eru börnin mínHeart Njótið dagsins og mitt prik í dag fá allir kennarar, það er starf sem ég mundi aldrei í lífinu treysta mér íSmile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þakka þér fyrir Búkolla mín, þetta er náttulega ættbókarfært kyn Njóttu góðs dags

Jónína Dúadóttir, 8.5.2008 kl. 07:32

2 Smámynd: Júdas

Þú auðvitað kominn á fætur og á bloggið.   Góðan daginn vina!

Júdas, 8.5.2008 kl. 07:35

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Góðan daginn Júdas minn Ég er nú bara búin að vera á fótum í 2 tíma

Jónína Dúadóttir, 8.5.2008 kl. 07:40

4 Smámynd: Birna Dúadóttir

Stelpan er snilli,það er löngu ljóst.Kennarar fá prik frá mér og þá sérstaklega nefndur skólastjóri,sem mín börn muna enn eftir,hann var bara eðal flottur

Birna Dúadóttir, 8.5.2008 kl. 08:24

5 identicon

Til hamingju með dóttur

Jokka (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 08:34

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Birna mín: Við systur höfum svo góð gen til að miðla börnunum okkar Og já, hann Björn skólastjóri Ingólfsson var langflottastur

Jokka mín: Takk elsku söngfuglinn minn

Jónína Dúadóttir, 8.5.2008 kl. 08:45

7 Smámynd: Erna Evudóttir

fann enga sól til að setja hérna, en veðrið hérna er svo gott að skömm að segja frá því Til hamingju og góða skemmtun í Gautaborginni

Erna Evudóttir, 8.5.2008 kl. 16:34

8 Smámynd: Jóhanna Pálmadóttir

Það heitir socionom

Jóhanna Pálmadóttir, 8.5.2008 kl. 18:22

9 Smámynd: Jóhanna Pálmadóttir

 Tropical Islandfann sól  





Jóhanna Pálmadóttir, 8.5.2008 kl. 18:25

10 Smámynd: Jóhanna Pálmadóttir

PS: ætlarðu ekkert að koma við hjá mér?

Jóhanna Pálmadóttir, 8.5.2008 kl. 18:27

11 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Til hamingju með dótturina. Hvað er okkur mæðrunum mikilvægara en börnin okkar og velgengi þeirra' ..... ég bara spyr.

hafðu það gott.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 8.5.2008 kl. 21:35

12 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Erna mín: Vertu þá bara ekkert að segja frá þvíEn takk og takk

Jóka mín: Takk fyrir sólina, ég spjalla við ferðafélagana

Ólöf mín: Ég veit ekkert mikilvægaraHaf þú það gott lika

Jónína Dúadóttir, 8.5.2008 kl. 21:43

13 Smámynd: Tiger

  Jæja já.. á bara að skella sér í svíaríki? Vonandi kemur þú ekki til baka ljúfan *gretta*..

Gott að vita að dóttur gengur allt svona vel - enda jamm - hún fékk víst sannarlega góðar sellur frá þér - enda eru ekki eftir nema tvær óstarfhæfar í þínu búi.. þannig séð.

   Kannski ekki svo vitlaust að gefa kennurum tyggjópakka af og til - svona til að auka tekjurnar þeirra. Jamm, margir þeirra eru snillingar og maður man þá endalaust. En, hánótt og ég sofandi - svo ég bara dreymi knús yfir á þig rassgatið þitt... *draumaknús*.







Tiger, 9.5.2008 kl. 04:03

14 Smámynd: Tiger

Tiger, 9.5.2008 kl. 04:05

15 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Högni minn.... ég kem alltaf aftur, þér er alveg óhætt að halda áfram að sofa þess vegna

Jónína Dúadóttir, 9.5.2008 kl. 06:28

16 identicon

Til hamingju með dótturina, gaman að heyra hvað Kata er enn flott, reiknaðir reyndar ekki með öðru. Skilaðu nú kærri kveðju frá fyrrum kennara hennar, sem sá nú aldrei þetta tyggjó, en það er ekki alveg að marka, blessaðir ungarnir sátu oft (gera reyndar enn) með troðfulla kjafta, blásandi og teygjandi, húfur ofan í augu og úlpu rennda alveg upp í háls (allt bannað) og kennarablókin (ég) tók ekki eftir neinu

Sigríður Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 21:44

17 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Takk Sigga mín ég skal skila því, annars les hún bloggið mitt og vonandi þá sérstaklega núna þegar hún er búin að skila lokaritgerðinni ógurlegu

Jónína Dúadóttir, 10.5.2008 kl. 06:23

18 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Til hamingju með dóttur þína.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 11.5.2008 kl. 09:44

19 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þakka þér Gunnar minn

Jónína Dúadóttir, 11.5.2008 kl. 22:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband