Það haustaði snemma....

... þetta vorið, eins og einhver snillingurinn sagðiTounge Hér er allt hvítt af snjó og ættingjar mínir keppast við að senda mér fréttir af 25 stiga hita og sól á sínum heimaslóðumGetLost Þau búa sko alls ekki á Íslandi hvað þá Akureyri, ef það skyldi þurfa að taka það fram eitthvað sérstaklega...Shocking Og ein vinkona mín er svo í Orlando svona rétt aðeins til að toppa það, vona samt að hún sé að skemmta sér hryllilega velKissing Annars fá nú veðurguðirnir prik dagsins frá mér, fyrir að sjá til þess að ég þurfi ekkert að freistast til að vera úti....LoL Ekki það að mig langi mikið til þess, í dag erum við nefnilega að fara að leggja gólfefnið á eldhúsgólfið og það er betra að vera bara inni við þaðGrin Við klárum það í dag og þá er næsta verkefni að fara að púsla saman eldhúsinnréttingunni !!! Mér finnst gaman að púsla og á nokkur 2000 kubba púsluspil, en mér sýnist innréttingin telji töluvert fleiri "kubba" en þaðWhistling Það verður bara gaman og hefur eiginlega verið "gulrótin fyrir asnann" í öllu þessu brasi, þegar kæmi að því að setja þetta saman, snyrtilegt, ryklaust og fjölbreytt verkefni sem við ætlum virkilega að njóta að dunda okkur viðWink Við sjáum fram á það að við verðum komin með æðislegt, nýtt eldhús áður en maímánuður er liðinn og kannski bara áður en sumarið kemur hérna á norðurhjaranum ! Annars bara ljúfur laugardagur, vona að þið notið hann velSmile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Evudóttir

Ég ætla þá bara ekkert að segja þér hvað mælirinn hjá mér sagði í morgun

Erna Evudóttir, 10.5.2008 kl. 07:59

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Það er líka betra fyrir þig Nei nei, ég get vel unnt þér þess að hafa gott veðurSkrattinn sér um sína, ég hlýt að lokum að fá sumar hérna

Jónína Dúadóttir, 10.5.2008 kl. 08:18

3 Smámynd: Birna Dúadóttir

Birna Dúadóttir, 10.5.2008 kl. 11:45

4 Smámynd: Tiger

  Jæja já.. greinir maður kannski smá abbótón þarna í Dúugerði sixtýnæn? Erum við orðin dálítið innisnjóuð og farin að horfa með öfund í áttina að sólarförunum í ættinni? Alltaf saman sagan með þig úgópúkó, aldrei ánægð og alltaf eitthvað að bralla.

  Gulrót er sannarlega fyrir asna - þér á örugglega eftir að finnast hún góð!

  Nú er málið bara að bretta upp skálmarnar og vaða yfir skít og ryk - og negla gólfið aftur á sinn stað - enda ófært að vera með eldhúsgólfið inni í stofu í púslukassa - eða var það eldhúsinnréttingin sem á að smíða utanum háfinn sem er í kassanum..? Well, púsl eða ekki púsl .. púslaðu bara fyrir gogginn á þér og komdu þér að verki letilús - þá kannski nærðu því að ljúka þessu fyrir lok Maí.

I´m not sending you hugs now - i´m going to be  

and send you lot of   for your luck! Lucky you right .. ? 

  Ójá, fooled ya .. auddað sendi ég þér knúserí! *knúsípúsí*.

Tiger, 10.5.2008 kl. 18:24

5 Smámynd: Júdas

Hvernig má þetta vera.  Snjókoma í maí!?  Úfff........ Það þarf 110.000 kubba spil til að þrauka svona síðbúinn vetur.

Júdas, 10.5.2008 kl. 20:47

6 identicon

Dásó í Orlando elskan dísöss hvað er heitt hérna hahahaha svona af því þú vildir ekki vita hitann annarsstaðar en á Fróni, en vá þetta er of mikið 96 gráður á Fareinheit, skilst það sé rétt um líkamshiti fólks tíhí...vona að snjórinn sé farinn!!

kv frá Orlando

Jokka (IP-tala skráð) 10.5.2008 kl. 23:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband