Gott fyrir gróðurinn !

Það rignir hérna núna og virðist vera tiltölulega hlýtt, þó engin hitamet sem ég veit um, hafi verið slegin það sem af er dagsins, sem er að vísu kannski ekki alveg byrjaður að margra mati... Ég veit, ég veit... "hvað ertu að gera svona snemma á fætur og það er frí"W00tHef heyrt þennan söng svooo oft, en eina svarið sem ég hef við því, er að ég er með þeim ósköpum gerð að vakna bara þegar ég er búin að sofaGrinOg get einhvernvegin ekki sætt mig við að einhver pínulítill raf- eða rafhlöðuknúinn tímamælir fái að stjórna því hvort og þá hvenær ég fer að fæturWinkVakna, opna augun, líta á klukkuna, sjá að hún er bara 6, loka augunum og halda áfram að sofa... Get þetta ekki, mér er nefnilega alveg slétt sama hvað klukkan er, ef ég þarf ekki að mæta einhversstaðarGrin Við kláruðum í gær að setja saman þá neðri skápa í eldhúsinu okkar, sem voru rétt afgreiddir..... Í stuttu máli þurfum við á morgun, að skila  tveimur 60 cm breiðum skápum og fá tvo 80 cm breiða í staðinn. En það er ekkert vandamál, bara verkefni til að leysa. En það er verra með uppþvottavélina nýju..... Við vorum hrikalega góð með okkur í gær og drösluðum henni fram og tengdum hana við vatn og rafmagn og mikið var ég nú farin að hlakka til að hún færi að vaska upp í staðinn fyrir mig. En... við getum ekki opnað hana og leiðbeiningarnar sem fylgja, eru inni í henniGrinTil þess að geta opnað hana, verðum við að lesa leiðbeiningarnar, en til að lesa leiðbeiningarnar, verðum við að opna hana..... ekta MunkhausenToungeÉg óska ykkur öllum góðs dags og vona að þið njótið frísins, en þið sem eruð að vinna: Gangi ykkur velSmile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Evudóttir

Hefurðu prófað að tala við hana, þeas uppþvottavélina? Eitthvað í stíl við:Sesam opna þig

Erna Evudóttir, 12.5.2008 kl. 07:37

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Thí hí, bæði búin að segja fallega og ljóta hluti við hana, banka og biðja einhvern að hleypa mér inn og prófaði líka, í alvöru að segja: Sesam opnast þú

Jónína Dúadóttir, 12.5.2008 kl. 07:50

3 Smámynd: Birna Dúadóttir

Blessuð vertu,leiðbeiningarnar eru hvort eð er á einhverri túrkmenísku

Birna Dúadóttir, 12.5.2008 kl. 10:36

4 identicon

Hahahahaha hef nú aldrei heyrt annað eins! að leiðbeiningarnar til að opna vélina séu inni í henni tíhí... gangi ykkur vel með hana

kv frá USA hreppi

Jokka (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 11:59

5 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég var í fríi í síðustu viku og þá var 25 stiga hiti, núna er bara 13 stiga hiti og ég er að vinna fyrir hádegi... hef ekki hugmynd um af hverju ég er að segja þér frá þessu

Gunnar Helgi Eysteinsson, 12.5.2008 kl. 13:28

6 Smámynd: Tiger

 Ég skal koma og opna fargins vélina fyrir ykkur, er sérfræðingur í að opna hluti - en aftur á móti ekki mjög góður í að loka þeim aftur sko!! *flaut*...

Hitamet munu falla hvert af öðru þegar þú byrjar að dansa fyrir okkur á súlunni þinni! Bílíf mí kos æ tell jú the trúth...

 Ég er handviss um að þú sefur meira og minna allan daginn en þorir bara ekki að segja frá því. Þú virðist allavega ekki vera vel sofin yfir höfuð - svoddan bullerí sem frá þér kemur getur eingöngu stafað af of miklum svefni. Reyna að hemja sig kona og vera duglegri að vakna addna ...

 Ber dagsins færð þú fyrir svefngalsa og elju í uppbyggingarstarfsemi eftir niðurrif og vandræðagang. Vona að það snjói duglega á  þig í vikunni og mundu eftir litlu snjó.. typpunum þegar hart er í sumarvetri.. *kelerí over to ya* ... without sexualharassssment. 

Tiger, 12.5.2008 kl. 16:17

7 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Birna mín: Já þá borgar sig nú ekkert að vera að opn´ana

Jokka mín: Alltaf gaman að fá kveðjur úr USA hreppi

Búkolla mín: Já er það ekki bara ?

Gunnar minn: Þakka þér fyrir, bara gaman að fá fréttir af þér

Högni minn: Það endar með því að ég verð að dansa fyrir þig á súlunni svo það hitni...Takk fyrir berin

Jónína Dúadóttir, 12.5.2008 kl. 18:20

8 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Úff... vandamálið með leiðbeiningarnar er eitthvað sem færi alveg með mig!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 12.5.2008 kl. 21:31

9 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jóhanna mín: Bara fyndið, redda því á morgun

Jónína Dúadóttir, 12.5.2008 kl. 22:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband