Starfsmannaviðtalið ógurlega...

Á tíu árum í þessari sömu vinnu minni, hef ég farið í alls tvö starfsmannaviðtöl, man lítið eftir því fyrra, en minnir að ég hafi þurft að fylla út einhver blöð...Woundering Það seinna var ekki alveg hefðbundið og stóð ekkert til, hitti þáverandi yfir-yfirmanninn/konuna, af tilviljun fyrir utan skrifstofuna hennar og við settumst á grasbala í sól og spjölluðum smástund. Hún spurði mig hvort ég ætlaði að fara að hætta í þessari vinnu, ég svaraði að ég vissi ekki til þess, hún spurði þá hvort mér væri ekki sama þó þetta teldist bara starfsmannaviðtal og ég svaraði að það væri örugglega fínt, svo var þetta eiginlega bara búiðTounge Nú er ég að fara í starfsmannaviðtal hjá nýjum yfir-yfirmanni/konu og það er búið að hrekkja mig með því að líklega taki það 2-3 tímaSleeping Virðist eftir fréttum að dæma vera spurt um allt milli himins og jarðar, nema það sem skiptir mestu máli að mínu mati, það er að segja mig og hvernig mér líður í vinnunni og hvort ég vilji ekki fá kauphækkun ! Æi þetta þarna síðasta veit ég að vísu ekki hvort stendur nokkuð í reglunum um svona viðtöl.... en það má alltaf breyta reglum er það ekki ?Grin Annars hef ég engar áhyggjur af þessu, nýi yfir-yfirmaðurinn/konan er ágæt, mér líkar vel við hana og mér er sama þó garnirnar séu raktar úr mér, upp að vissu marki... sem sagt þangað til ég segi stopp og ég kann alveg að segja stoppWink Við settum saman skúffur í gær í tryllingi, (bara skúffur í neðri skápum í mínu eldhúsi), þegar við vorum búin að skella saman öllum skápum sem við gátum grafið upp, hér og þar um húsið. Teikningin passar ekki alveg inn í eldhúsið, þannig að við verðum að skila þremur 60 cm breiðum skápum og fá í staðinn tvo 80 cm breiða eða færa bara útveggina um set.... nei skilaCool Það er " farameðrusldagur" í þessu húsi í dag, fermetrarnir sem við höfum til að ganga á eru ekki svo margir enn sem komið er, svo það munar um allt sem fer út úr húsinuTounge Njótið þessa magnaða mánudags og gangi ykkur vel í nýrri vinnuvikuSmile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Annað hvort það eða færa útveggina um 20 cmHafðu það gott í dag Búkolla mín

Jónína Dúadóttir, 13.5.2008 kl. 07:42

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Akkúrat yfirmaður eins og þeir eiga að vera, sem þú ert með Og já ég vil gjarnan vera bloggvinur þinn

Jónína Dúadóttir, 13.5.2008 kl. 08:44

3 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Mér líst líka á það sem Jónína stendur fyrir.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 13.5.2008 kl. 13:14

4 Smámynd: Erna Evudóttir

Hún Jónína stendur nú fyrir ýmsu sem þið vitið ekki um

Erna Evudóttir, 13.5.2008 kl. 16:02

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þakka þér og sömuleiðis Gunnar minn

Jónína Dúadóttir, 13.5.2008 kl. 16:22

6 Smámynd: Birna Dúadóttir

Mér líkar að sjálfsögðu líka hvað konan stendur fyrir,svo stendur hún líka stundum við hliðina á manninum sínum,mér finnst það líka fínt

Birna Dúadóttir, 13.5.2008 kl. 16:26

7 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Erna: Ussussuss....

Birna mín: Takk

Jónína Dúadóttir, 13.5.2008 kl. 16:42

8 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Gangi þér vel að púsla skápunum, án þess að þurfa að rífa niður veggi.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 13.5.2008 kl. 16:52

9 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Takk Ólöf mín, held það komi með nýju skápunum

Jónína Dúadóttir, 13.5.2008 kl. 17:19

10 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Gangi þér vel með skápana og vonandi gekk vel í viðtalinu!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 13.5.2008 kl. 22:36

11 Smámynd: Júdas

Þessi endalausa atorka Jónína, sendu mér þessar pillur sem þú ert að taka!  Ég gæti nýtt þær úti í garði.   

Júdas, 14.5.2008 kl. 07:11

12 Smámynd: Tiger

  Nei,... segi bara svona. Missti af þessari færslu og nennti ekki að lesa hana, held ég. Færð enga kauphækkun - hvað þá laun - ef þú heldur áfram að læðupokast um nágrenið og kíkja á glugga. Fruzzzerí ...

Tiger, 15.5.2008 kl. 16:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband