Haldiði það ekki....

Veit alveg að ég er frekar illa upplýst um vanda þjóðarbúsins og stöðu gjaldeyrisjöfnunarsjóðs og svo framvegis..... Ég þarf líka ekki að vita mikið um það, vegna þess að ég get ekkert lagfært það... Sjálfhverfan í sinni verstu mynd... Aðal ástæðan fyrir því að ég er svona illa upplýst er að ég horfi helst ekki á fréttir þessa dagana... Ég bara get það ekki... Þúsundir fastir undir rústum húsa í Kína, með myndum... tugþúsundir drukknaðir í Burma, með myndum... feður nauðga börnum sínum, með mjög óvelkomnum myndum í huganum... svo eitthvað sé nefnt. Allskonar hryllingur og skelfilegar hamfarir í 4 fréttum af hverjum 5 og ég gefst upp á að horfa, hlusta og lesa... Samt bara tímabundið, ég fer að reyna að fylgjast með aftur, af því að ég er alltaf að bíða eftir því góða líka... Til þess að reyna aðeins að hryllingsjafna þetta allt, horfi ég ennþá betur í kringum mig í mínu nánasta umhverfi og reyni eins og ég get, sjálfsagt af sorglega takmörkuðu hugmyndaflugi þó, að sjá allt gott og gleðilegt í öllum hornum, hversu smátt sem það er og reyna eitthvað til að gleðja einhvern, þó ekki sé nema brosa.... Mér tókst þó að gera þrennt gott í gær sem ég er búin að reyna lengi, fyrir skjólstæðinga í vinnunni minni. Það hljómar eflaust frekar hrokafullt þegar ég held því fram að stundum þýðir ekkert annað en að tala beint við yfirmenn, ekki lægra setta... en mér er sama, ég  nota bara þau meðul sem virkaWink Sólin er langt komin að hrekja burt þokuna, sem lá hérna yfir öllu í morgun og uppþvottavélin mín nýja þvoði heilan helling af leirtaui fyrir mig í gærkvöldi. Og ég fékk alveg lygilega mikið hól í starfsmannaviðtalinu í gær.... grobba mig kannski af því þegar ég er búin að njóta þess aðeins lengur, með sjálfri mér ! Gangið bjartsýn inn í góðan dag og líði ykkur öllum eins vel og hægt erSmile 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Góðan dag Já mér sýnist hún ætla að miskunna sig yfir okkur hérna, í augnablikinu minnsta kosti

Jónína Dúadóttir, 14.5.2008 kl. 07:45

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Hjördís mín: Gott að þér er farið að líða beturÞað þarf oft bara einn lítinn fugl....

Hallgerður mín: Alveg hárrétt hjá þér

Jónína Dúadóttir, 14.5.2008 kl. 08:54

3 identicon

Það er þrennt í fréttum hér, forsetaframboð, skógareldar á Flórída og jarðskjálftinn í Kína og þeir sýna allt, þá meina ég allt, ég er skelfingu lostin eftir að hafa óvart séð einn fréttatíma hérna!

Nei maður vill frekar heyra af nýfæddum lömbum og að spóinn sé kominn á klakann  sendi heilsu yfir hafið

Jokka (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 14:41

4 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Það er sorglegur sannleikur á bakvið allar þessar fréttir sem maður á í erfiðleikum með að fatta... 

Gunnar Helgi Eysteinsson, 14.5.2008 kl. 15:59

5 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Er stundum að velta fyrir mér, afhverju ég les allar þessu leiðindafréttir, kanski er svarið, að ég er forvitin manneskja.

Ég er komin heim eftir langa og annasama viku, og í dag er ég búin að pakka niður í eldhúsinu hjá mér, hræðilegt púl

Heiður Helgadóttir, 14.5.2008 kl. 19:07

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jokka mín: Lömbin og spóinn fá sko líka mitt atkvæði

Gunnar minn: Æi já, ég veit...

Heidi mín: Af hverju ertu að pakka niður í eldhúsinu ?

Jónína Dúadóttir, 14.5.2008 kl. 19:58

7 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Frábært.. haltu áfram á uppleið!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 14.5.2008 kl. 20:47

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jóhanna mín: Takk, geri allt til þess

Jónína Dúadóttir, 14.5.2008 kl. 20:56

9 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Það á að setja inn nýja eldhúsinnréttíngu, og uppþvottavél, hef aldrei átt uppþvottavél á æfi minni, tími til kominn, eða og er búin að pakka niður í allan dag, ég vissi ekki að ég ætti svona mikið, heimilið mitt líkist draslaralegum bás í Kolaportinu kanski fer ég með slatta til Hjálpræðishersins ég hef ekkert að gera með 60 bolla, þó svo að ég fái gesti öðru hvoru.

Heiður Helgadóttir, 14.5.2008 kl. 22:17

10 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Til hamingju með þetta allt og ég er nú alveg sammála þér með bollana

Jónína Dúadóttir, 15.5.2008 kl. 05:35

11 Smámynd: Tiger

  Issspizzz ... ég horfi á allar fréttir - og ef ekkert krassandi er í fréttum þá bara bý ég til krazzandi fréttir. En, alltaf er eitthvað gott í mínu horni til að létta lundina - enda matmaður mikill sko! Þannig að ef þig vantar eitthvað ljúft og létt gotterí - then kíktí mitt horn.. wúhaa.

Tiger, 15.5.2008 kl. 16:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband