.... nema þar sé uppþvottavél ! Ég stend og fell með þessari fullyrðingu minni
Það er alveg á mörkunum að ég láti það skipta máli hvort þar er eldavél, mér leiðist nefnilega að elda þó ég sé fantakokkur. Þó að eldhúsið okkar sé ekki tilbúið nema að hálfu leiti, er uppþvottavélin samt farin að vinna verkin sín... eða mín. Og af því að hún er ætluð inn í innréttinguna undir bekkplötuna og á eftir að setja á hana framhlið í stíl við aðrar hurðir eldhússins, sem gefur henni eðlilegt jafnvægi á gólfinu, þá þurftum við að fergja hana svo hún dytti ekki fram fyrir sig í vinnunni. Henni er alveg sama og mér líka
Ég hringdi í píparann í gær, þennan þarna sem var búinn að bjóðast til þess að skjótast strax í að tengja ofninn um leið og ég hringdi, en við höfum greinilega ekki sömu skoðun á því hvað orðið "strax" þýðir. Ég skal alveg teygja það upp í 2-3 daga, en hann vill meina að 2-3 vikur sé rétt þýðing á orðinu "strax". Ég gerði tilraun á honum með orðið "núna" en það var sama svarið, það þýðir líka 2-3 vikur í hans orðabók. He he, það er sko ekki séns í helv... að við förum að bíða eftir því í einhverjar vikur að láta tengja einn ofnskratta, svo við fórum og keyptum allt til þess og gerum þetta bara sjálf. Það er að segja, spúsi minn vinnur verkið en ég er verkstjórinn og hans faglegi ráðgjafi í tengjasjálfofninnokkardæminu... lesist: handlangari
Hann gekk frá öllum lögnum í kjallaranum í gær með minni faglegu aðstoð og í dag verður sjálfur ofninn tengdur við það alltsaman. Enda er kalt hérna á norðurhjaranum núna, svo það er ekkert notalegt að hafa allt of lengi skrúfað fyrir alla ofna í húsinu ! Njótið dagsins og Birna mín, það er kominn fimmtudagur, góða ferð og góða skemmtun




Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Júlí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er svo sammála þér svo ég kem ekki til með að kalla eldhúsið í húsinu á Fáskrúðsfirði eldhús fyrr en þar kemur uppþvottavél
Við bíðum spennt eftir Birnu og Sylvíu
Erna Evudóttir, 15.5.2008 kl. 07:15
Það verður bara kallað "herbergi með eldavél" þangað til, þú lætur þig ekkert með það
Hefði svoooo viljað koma líka
Jónína Dúadóttir, 15.5.2008 kl. 07:20
Og hana nú !
Þakka þér fyrir og njóttu dagsins líka, vonandi í fínu veðri
Jónína Dúadóttir, 15.5.2008 kl. 07:45
Já þú meinar það, skarplega athugað hjá þér
Verð að hugsa þetta obboðlítið...
Jónína Dúadóttir, 15.5.2008 kl. 09:17
Já, bráðum fæ ég þessa ómissandi vél, gott verður nú að losna við uppvaskið
Heiður Helgadóttir, 15.5.2008 kl. 09:27
Uppþvottavél er lífsnauðsyn!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 15.5.2008 kl. 09:30
Ó, ég er svo innilega sammála ykkur Heidi og Jóhanna
Jónína Dúadóttir, 15.5.2008 kl. 09:34
já uppþvottavél er bara möst og það getur ekki verið eldhús nema í henni sé þessi græja. Skrítið hvað þetta er lífsnauðsinlegt tæki. Besta hljóðið sem ég heyri á kvöldin fyrir utan þegar peyinn er sofnaður
er uppþvottavélin að þvo.
Helga Auðunsdóttir, 15.5.2008 kl. 12:03
Jónína Dúadóttir, 15.5.2008 kl. 12:09
Hefur engin áhuga á að elda í þessari fjölskyldu -
Ég hélt að það væri bara Erna.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 15.5.2008 kl. 13:14
Ég er listakokkur og elda mjög oft, en tek samt sem áður fagnandi þeirri fullkomnu afsökun fyrir skort á eldamennsku, að ég á ekkert almennilegt eldhús ennþá

Jónína Dúadóttir, 15.5.2008 kl. 15:41
Ókei
Gunnar Helgi Eysteinsson, 15.5.2008 kl. 16:09
Farðu svo í rass og rófu Jónína
.. jamm Jónína Storkur. Hmmm ... eða já það var víst Jónína Dúa er það ekki? Æi, eins og ég sagði annarstaðar - þá er auðvelt að gleyma sumum, you are one of them sko!
Knús á þig samt kerling og vertu til friðs. Reyndu svo að uppþvottast smá.
Tiger, 15.5.2008 kl. 16:24
Jónína Dúadóttir, 16.5.2008 kl. 06:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.