Í fréttum héðan er það helst, að Rafvirki Tengdasonur kom seinnipartinn í gær og gerði skurk í rafmagninu í eldhúsinu. Þó ég ætti lífið að leysa gæti ég ekki með nokkru móti lýst því hvað hann gerði skýrt og skilmerkilega, en hann dró út víra hér og tengdi aðra þar, boraði göt og lagði rafmagnsrör, setti ljós í loftið og dósir í veggi og einhvernvegin var allt svo bara tilbúið.....
Kötturinn okkar hann Lúkas, (til að forðast misskilning, það eru 5 ár síðan hann fékk nafnið)er farinn að kunna vel við sig... á sólpallinum á næsta húsi norðan við
Þaðan sér hann mig ef ég kem fram í þvottahús og að hans áliti þá er engin önnur ástæða fyrir heimsóknum mínum þangað en sú, að setja mat í skálina hans. Til að láta honum líða sem best hérna á glænýju heimili kaupi ég handa honum dósamat..... Kattarskömmin beitir mig andlegu ofbeldi, það passar alltaf að ef það er bara þurrmatur í skálinni hans lengur en honum líkar, þá sést hann ekki alla nóttina og ég held auðvitað að hann sé lagstur út og það finnst mér hræðileg tilhugsun.....
Þá fer ég og kaupi dósir og eins og við manninn mælt, um leið og ég kem heim með pokann þá kemur hann skokkandi
Í dag, þennan ljúfa laugardag, byrjum við að stilla fæturna undir skápunum og festa þá við veggina og dúndra upp efri skápum líka.... allt að gerast núna
Systursonur minn hann Axel Árni Hjelm í Lynköping í Svíþjóð verður fermdur í dag ! Til hamingju Axel !
Njótið dagsins elskurnar mínar, eins og kostur er







Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Júlí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góðan daginn Jónína! Getur verið að Lúkas sé læða? Þetta eru eitthvað svo kvenleg viðbrögð.....
Júdas, 17.5.2008 kl. 08:03
Jónína Dúadóttir, 17.5.2008 kl. 09:57
Verður hann fermdur í dag?
Gunnar Helgi Eysteinsson, 17.5.2008 kl. 10:32
Lúkas er vel gefinn köttur, hann veit sem er, að hann fær vilja sínum fram
, sniðugur köttur, er Lúkasar nafnið vinsælt fyri norðan
, mig rámar í merkilegt Lúkasarmál, en það var vist kjölturakki
,hér er engin sól, vona að hún sé hjá ykkur
, og Dobra puðar kófsveittur í eldhúsinu hjá mér
, hann er vandvirkur, hann er búinn að múra aftur vegginn, sem að honum tókst að rífa niður í gær
, og ég sem að hélt að ég væri að fá einfalda eldhúsinnréttíngu
, þetta er greinilega misskilníngur hjá mér, það er verið að byggja húsið upp á nýtt
, annars er allt bara DOBRA.
Heiður Helgadóttir, 17.5.2008 kl. 11:13
Búkolla mín: Hann borðar fíneríið, en finnst óþarfi að fá þetta þurra með og snertir það varla... bara ef það hangir óvart með
Gunnar minn: Ég stend í þeirri meiningu að það sé í dag 17. maí... ætli ég sé bara að bulla eitthvað ?
Heidi mín: Dobra, dobra
Jónína Dúadóttir, 17.5.2008 kl. 21:42
Hann var fermdur í dag og mér var boðið... ég gleymdi því. Ég er búinn að hringja og tala við Jens og hann sagði bara; That's you, Gunnar
Gunnar Helgi Eysteinsson, 17.5.2008 kl. 23:04
Gunnar minn....
Jónína Dúadóttir, 18.5.2008 kl. 06:18
Góðan dag og til hamingju með frænda.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 18.5.2008 kl. 06:30
Góðan daginn og þakka þér fyrir Jóhanna mín
Jónína Dúadóttir, 18.5.2008 kl. 07:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.