Það bregst ekki....

.... að ef ég hengi út á snúru, þá fer oftast að rigna ! Þegar við bjuggum í fjallinu var þetta líka svona og fólkið í hinu húsinu reif alltaf inn þvottinn sinn um leið og ég hengdi minn útToungeÞað er eins og ég finni á mér að það sé að fara að rigna, heilinn snýr skilaboðunum við og útkoman er sú að ég hendist út á snúru með þvott... til að láta hann þorna... í vætunniWhistlingMér hefur stundum dottið í hug að hengja bara óhreina þvottinn út, strá yfir hann sápu og bíða svo bara á meðan það skolast úr honum...GetLostMér dettur nú líka svo mörg heimskan í hug... Það er sem sé rigning hérna og ég er búin að kaupa útihitamælinn langþráða, hann liggur á borðstofuborðinu og það er 19 stiga hiti... hérna inniWinkÞað gerðist ótalmargt hérna inni í 19 stiga hitanum í gær, við festum alla neðri skápana, búið að græja vaskaskápinn, loka óvirkum tenglum, tengja nýja og ég veit ekki hvað og hvað ! Svo föttuðum við að hliðar á skápum sem snúa ekki að vegg, eiga ekki að vera bara hvítar svo við verðum að taka annan stóra skápinn í sundur aftur og setja litaða hlið í hannLoLSem betur fer er hann ennþá laus frá ! Svo föttuðum við líka að eyjan, sem er bara 2 skápar sem standa úti á miðju gólfi, á að vera með lituðum hliðum og baki, en það fylgir bara alls ekkert með til að gera hana þannigShockingSko... ef ég væri ekki alveg svona þolinmóð í eðli mínu.....DevilÞað er alls ekkert hægt að setja út á gæði vörunnar, en mér dettur í hug að sá/þeir sem tók/u til pöntunina hafi kannski bara verið að hugsa um eitthvað allt annað.... í vinnunni sinni, við erum með slatta af dóti sem við höfum ekkert með að gera, en vantar svo ýmislegt sem við þurfum að nota. En núna á eftir tökum við okkur smá pásu frá eldhúsinu og förum á fimleikasýningu, þar sem meðal annarra þrjú barnabörn okkar ætla að sýna snilli sínaKissing Njótið lífsins á þessum sæla sunnudegi og kíkið inn á vinsældarlistann hans Gunnars hérna hægra megin á síðunni minniSmile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Heyrðu! Er það þá þú sem stjórnar veðrinu ???.. Ég hélt það væri ég! Þegar ég fer með regnhlíf niðrí bæ á 17. júní kemur ekki rigning, en ef ég gleymi henni kemur pottþétt demba!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 18.5.2008 kl. 07:29

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Hahaha við ættum kannski að reyna einhverskonar samvinnu

Jónína Dúadóttir, 18.5.2008 kl. 07:32

3 Smámynd: Einar Indriðason

Svo er víst eitthvað lögmál sem segir, að um LEIÐ og þið ætlið að NOTA þetta til að stjórna veðrinu og fá ÁKVEÐIÐ veður, þá virkar þetta ekki.

(Mér finnst "þvo bílinn" kalla á rigningu líka.)

Hmm.... Kannski er það nú einfaldlega bara vegna þess að rigning er ansi algengt ástand í íslensku veðri?

Hmm....

Einar Indriðason, 18.5.2008 kl. 09:44

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þessi síðasta athugasemd er í boði hinnar heilbrigðu skynsemiGóðan daginn Einar

Jónína Dúadóttir, 18.5.2008 kl. 09:56

5 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég þarf ekkert að pæla í þessu... núna ætla ég að smella á guttann

Gunnar Helgi Eysteinsson, 18.5.2008 kl. 10:13

6 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Góðan daginn mín kæra!

Var að skoða myndir af nýju eldhúsinnréttíngunni hjá þér, þetta verður flott, þegar að allt er komið á sinn stað. Verst hvað afgreiðslufólkið hefur verið utan við sig, en því miður er þetta svolítið algengt.

Eigðu góðan dag

Heiður Helgadóttir, 18.5.2008 kl. 10:56

7 Smámynd: Einar Indriðason

Duh!  :-)

Alltaf þarf maður að skemma svona skemmtilegar sögur, með því að blanda raunveruleikanum inn í málið!  "það rignir bara svona oft!"  Duh!

Einar Indriðason, 18.5.2008 kl. 15:11

8 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Er ekki bara berst að henda tauinu í þurrkarann?

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 18.5.2008 kl. 17:45

9 Smámynd: Tiger

  Alltaf sama sagan með þig - aldrei ánægð og alltaf til vandræða. Hentu bara fargins þvottinum inn í uppþvottavélina eða troddonum í háfinn nýja .. nú eða hvað - er ekki innbyggður þurrkari í einhverju af öllu þessu innbyggða dóti sem þið eruð að setja saman út um allt?

  Lýst vel á hugmyndina um að henda sápu á heila klabbið og henda því á rigningarsnúrurnar þínar - og láta það bara dandalast þar til það er hreint - og þurrt.

Knúserí og púserí yfir í rigninguna þína skottið mitt...

Tiger, 18.5.2008 kl. 22:07

10 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Mér líst vel á þetta með nýju þvottaaðferðina hjá þér, viltu ekki sækja um einkaleifi á þessu

Heiður Helgadóttir, 19.5.2008 kl. 04:47

11 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Gunnar minn: Já kíktu nú á guttann ! 

Heidi mín: Góðan daginn, hvar sækir maður um svoleiðis leyfi ?

Einar minn: Ekkert "duh" neitt, þú skemmdir ekki neitt, þvert á móti

Hallgerður mín: Já er þetta nokkuð svo arfavitlaust..ha ?

Ólöf mín: Mæltu manna heilust Þetta er bara þrjóska í mér held ég, að vilja alltaf vera að hengja út....

Högni minn: Ég til vandræða ? Veit það !Tek með ánægju við öllu knúseríi og púseríi, það rignir nefnilega í dag líka

Jónína Dúadóttir, 19.5.2008 kl. 06:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband