Dásamlega brjálað bara :-)

Það var dásamlega brjálað að gera hjá okkur í gær... Grin Við kláruðum að setja saman tvo háa skápa og í annan settum við bakaraofninn og örbylgjuofninn og hurð og á hinn, ryksugukústaskápinn, settum við hurðirnar. Hljómar ferlega einfalt og auðvelt að skrifa það, en við kláruðum þetta klukkan ellefu í gærkvöldi, eftir þó nokkur heilabrot, fimleikasýningu, sko við vorum ekkert að sýna fimleika, það voru barnabörnin og frábæran gestagang. Hafði ekki einu sinni tíma til að kíkja á bloggið eða öfunda Birnu systir neitt að ráði af því að vera í Svíþjóð hjá Ernu systirTounge Þá eru bekkplatan, (þarf að panta hana) og efri skáparnir, (setja þá saman og dúndra þeim upp), næsta mál á dagskrá. Ég er með það á hreinu að fyrst okkur tókst svona vel með ofnadótið, þá er eftirleikurinn minnsta málið í öllum heiminum ! Ég kveið svo fyrir því að fara að setja það allt upp að það var "farið að hafa áhrif á lífsgæði mín" ! Æi nei nei, þetta er bara svo flott orðalag að mig langaði að nota það, en þetta var alls ekki svo slæmtLoL Í dag byrjar kvöldvinnuvikan hjá mér og hún er sú síðasta sem ég vinn, þangað til einhvertímann í ágúst, held ég bara. Byrja 2 vikna sumarfrí 2. júní, strax í veikindafrí eftir það og að því loknu klára ég hinar 4 vikurnar, sem eru eftir af sumarfríinuInLove Já ég er alvarlega ástfangin af sumarfríinu mínu og ekki skemmir það að spúsi minn tekur núna sumarfrí í fyrsta skipti í 7 ár, eins og ég ! Eigið dásamlegan dag og ennþá dásamlegri vinnuviku, ég ætla núna að hringja og eyðileggja vinnuvikuna fyrir manni sem klúðraði smá í eldhúsinnréttingunni okkarDevil Njótið dagsins elskurnar mínar allarSmile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig er það á ekki skella inn fleiri myndum  annars fer ég nú að koma í tebolla til þín fljótlega og upplifa þetta af eigin raun tíhí..

Jokka (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 10:04

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jokka mín: Sjáumst sem fyrst

Hallgerður mín: Ég er ekkert að grínast, ég átti og rak gistiheimili s.l. 7 ár, þangað til núna í apríl, þegar við seldum og það var alltaf mest að gera þar á sumrin

Jónína Dúadóttir, 19.5.2008 kl. 11:47

3 Smámynd: Tiger

  Hvað í ósköpunum hefur þú við sumarfrí að gera kerla? Ertu alveg óð? Tvo mánuði off ... hvað er í gangi eiginlega? Ertu búin að setja upp skáp þar sem þú settir báðar heilasellurnar þínar í - og hentir hurð fyrir og læstir? Máttir nú ekki við því sko ..  Lífsgæði felast í hörkuvinnu - ekki sumarfríi, allt sumarið!

  Gott mál að setja hurðir á hitt og þetta - en passaðu þig bara á að loka ekki karlinn óvart inni í einum skápnum í öllum hamagangnum - í fínu að loka hann bara inni á wc þegar hann er óþekkur ... Skil ekkert í því að vera að kaupa hin og þessi flottu heimilistæki - og fela þau svo í skápnum! 

  Hættu svo þessu stanslausa bruðli og farðu bara aftur í pokakerlingagáminn þinn uppi í fjöllum. Í það minnsta hættu að kenna saklausum sölumönnum um þín elliglöp!

  Ætli ég verði ekki að senda pínuponsu knúserí á þig svona í lokin - rétt til að þú sitjir ekki hágrátandi í allan dag - upp um alla nýju skápana þína. Sooooo knúsípúsímúsí ...

Tiger, 19.5.2008 kl. 12:49

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Högni minn..... þú ert svo mikið krútt

Jónína Dúadóttir, 19.5.2008 kl. 12:52

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Búkolla mín: Jú það ætla ég auðvitað að gera, grobba mig aaaaðeins meiraAnnars er ég alltaf að setja eina og eina grobbmynd inn í myndaalbúmið hérna

Jónína Dúadóttir, 19.5.2008 kl. 12:53

6 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Já láttu hann heyra hvar Davíð keypti ölið, þennan sem að gera skandala hjá ykkur, að geta ekki gert hlutina rétt, uss. Það liggur við að mér hlakki til að fara að vinna, og losna úr draslinu heima hjá mér, í dag átti að mála, og var ég búin að velja flottan rauðan lit á veggina, kemur ekki annar eigandinn með einhverja málingu, sem var á litinn eins og niðurgángur hjá ungabarni, ég náttúrlega harðneitaði að fá þessi ósköp á veggina hjá mér. Þetta endaði með að seinna í dag kom hann með rétta litinn, og er Dobra búinn að vera kófsveittur við málaravinnu í dag, hann hætti óvenju snemma, var greinilega búinn eftir þrældóminn hjá mér, en hann kemur átta í fyrramálið, og heldur áfram.

Heiður Helgadóttir, 19.5.2008 kl. 16:37

7 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Náði ekki í mannskrattann í dag, skyldi hann lesa bloggið mitt ? Ertu gjörsamlega að slíta Dobra greyinu út ?Skil þetta með draslið, er svona aaaaaðeins að fara að fá leið á því hérna

Jónína Dúadóttir, 19.5.2008 kl. 19:11

8 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Þú átt örugglega skilið gott sumarfrí! Takk fyrir kveðjuna, það er okkur mikils virði.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 19.5.2008 kl. 21:46

9 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Sjálfþakkað Jóhann mín

Jónína Dúadóttir, 20.5.2008 kl. 07:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband