Flykkið.....

Ísskápurinn nýi kom í hús í gær.... Þetta er 100 kílóa flykki og það þurfti 4 menn til að koma honum  af kerrunni og inn í húsið, þegar það var búið að taka útihurðina og forstofuhurðina af hjörunumW00t Þakka ykkur fyrir hjálpina yndislegu herramennKissing Ég hafði vit á að vera alls ekkert að flækjast fyrir á meðan á þessu stóð, var að vísu í vinnunni og þegar ég skrapp heim um 7 leitið var allt saman yfirstaðið. Þeir tóku líka yfir hundrað kílóa þungan pottofn sem lá hérna á lóðinni og hentu honum, hann kom í ljós undan snjónum þegar fór að vora, við keyptum sko lóðina óséðaTounge Núna standa þessi 100 kíló af ísskáp inni í eldhúsi og mikið svakalega er hann ljóturLoL Um ellefu leitið í gærkvöldi var hann samt aðeins farinn að skána í útliti, að vísu farið að skyggja þá og engin ljós komin í eldhúsið ennþáWhistling Hann venst, hann verður að gera það, hann er sko kominn til að vera. Hann er á hjólum, sem mér hefur alltaf fundist öll stærri heimilistæki ættu að vera, þannig að ég gæti hæglega trillað með hann út um allt hús... vonandi langar mig samt aldrei til þess... þá þyrfti nefnilega að fara að kalla til mennina í hvítu sloppunumShocking  Núna eru bara 15 dagar þangað til við förum til hennar Kötu minnar í Gautaborg og ég hlakka svakalega mikið tilHeart Wizard Njótið dagsins og farið vel með ykkur og helst alla aðra líkaSmile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Hvað eruð þið mörg í heimili, gastu ekki fundið neinn stærri ísskáp,(eða fallegri), en þegar að þú talar um pottofn, þá dettur mér í hug, var pottofninn jafn ljótur og ísskápurinn, annars er oft prýði af gömlum pottofnum, ég er með tvo í íbúðinni hjá mér, sem að eru bara uppá punt, þar sem að ekki er hægt að hita upp með þeim.

Dobra er mættur, hann málar og málar, og brosir í kapp við sólina, sem að er að gjæjast hjá okkur í Malmöbæ.

Heiður Helgadóttir, 20.5.2008 kl. 07:29

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ragna mín: Það mætti sjálfsagt líka bæta við einu ljóni eða svo

Heidi mín: Við erum alveg þrjú í heimili og þá tel ég köttinn meðSpúsa minn langaði í þennan ísskáp og auðvitað lét ég það eftir honumPottofnar finnst mér flottir, en þessi var ónýtur og hafði verið skipt út fyrir nýjan í borðstofunni. Bið að heilsa Dobra og sólinni 

Jónína Dúadóttir, 20.5.2008 kl. 07:37

3 Smámynd: Einar Indriðason

Ég er að sjá fyrir mér, þegar þú ferð út að sumarlagi..... með dýr í taumi... Nei, ég meina... með stóran 100 kílóa ísskáp í bandi..... Þú gengur út innkeyrsluna, og niður hæðina, og niður í bæ.... ísskápurinn vaggandi á eftir eins og þægur hundur.  (Nema ísskápurinn stansar ekki við ljósastaurana til að "vökva" þá.)

Nú, svo ef þú verður svöng í gönguferðinni, þá geturðu alltaf opnað ísskápinn og tekið fram kalda samloku og fengið þér kalda mjólk með........

Einar Indriðason, 20.5.2008 kl. 08:10

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þakka þér fyrir Einar minn... akkúrat þessi hugsýn sem ég hræðist svolítið.... en stórkostlega fyndið hjá þér samt

Jónína Dúadóttir, 20.5.2008 kl. 08:12

5 identicon

Til hamingju með nýja ísskápinn  hann hlýtur að hverfa hljóðlega inn í nýju eldhúsinnréttinguna þegar allt er komið á sinn stað tíhí...

Jokka (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 08:46

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Takk elskið mitt, jú hann kemur til með að svífa hljóðlega á sinn stað

Jónína Dúadóttir, 20.5.2008 kl. 09:03

7 Smámynd: Birna Dúadóttir

Til hamingju með flykkið,hlýtur að vera sætt grey

Birna Dúadóttir, 20.5.2008 kl. 09:45

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þakka þér Birna mín, ef þú ferð inn í myndaalbúmið mitt hérna á síðunni þá geturðu séð hann "næstum því læf" !

Jónína Dúadóttir, 20.5.2008 kl. 09:50

9 Smámynd: Birna Dúadóttir

verð á ferðinni í kringum 17 júni,sé hann life þá

Birna Dúadóttir, 20.5.2008 kl. 09:52

10 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Birna mín: Ævinlega miklu meira en velkomin!

Jónína Dúadóttir, 20.5.2008 kl. 12:35

11 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Hjartanlega til hamingju með ljóta flykkið.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 20.5.2008 kl. 13:20

12 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þakka þér fyrir Gunnar minn, ég er verulega stoltur eigandi 100 kíló ljóts ísskápsflykkis

Jónína Dúadóttir, 20.5.2008 kl. 13:51

13 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Til hamingju með ísskápinn. Og flott að hafa hann á hjólum. Ég vildi gjarnan að öll stærstu heimilistækin mín væru komin með hjól, það mundi auðvelda þrifin.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 20.5.2008 kl. 16:11

14 Smámynd: Tiger

   OMG .. Flykkið flykkið flykkið ...

Ég var alveg búinn að gera mér það hugarlund að nú ætlaði kerlingin að fara að opna sig - segja frá því hve mikið af rjómatertum hún væri búin að eta og allt nammið maður .. að hún væri nú orðið þvílíkt flykki!

En, auðvitað getur hún ekki komið til dyranna eins og hún er klædd - enda súlustrippmær fram í stórutá og því sjaldan í fötum til að koma í til dyranna...

Málið með ljótan ísskáp er auðvelt að leysa - bara troða öllu mögulegu á hann, samt ekki fjölskyldunni og iðnaðarmönnum. Um að gera að skreyta kvikindið, þú getur svo dundað þér við að leika þér með dótið sem þú setur á skápfíbblið.

  Það fer ekki á milli mála að þú ert heilmikið rannsóknarefni - enda skil ég ekkert í því að hvítsloppungar skuli ekki vera löngu búnir að loka þig inni á rannsóknadeild háskólans, búta þig niður og skoða þig - bút fyrir bút. Síðan mætti alveg sauma þig aftur saman - og þá gætir þú kallað þig "Bútasaumskerlinguna" - miklu skemmtilegra en pokakerling sem er eitthvað svo "bónuslegt" ...

  Sendi kremjur og klessur til þín (lesist samt knús og kram) .. enjoy your hjólandi frigde - og passaðu þig á hvítklæddum körlum.

Tiger, 20.5.2008 kl. 17:07

15 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ólöf mín: Takk fyrir

Högni elskið mitt: Aldrei kunnað við "men in white" miklu hrifnari að "men in black" Kannski ég bjóði uppá súludans í innflutningspartíinu

Jónína Dúadóttir, 20.5.2008 kl. 21:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband