Það getur varla hafa farið framhjá neinum sem á annað borð lesa þetta blogg, að við erum að gera upp eldhúsið okkar
Við keyptum innréttingu sem við setjum saman sjálf og þar sem þetta er býsna stórt eldhús er innréttingin stór og telur einhver hundruð hluti. Við pöntum þetta hér og fáum svo sent að sunnan og sækjum góssið á flutningamiðstöð hér í bæ. Afgreiðslan er eiginlega búin að vera svolítið furðuleg...
Fyrst fengum við eitt bretti og þau skilaboð með að hitt brettið hefði gleymst fyrir sunnan, það kom daginn eftir. Við tökum ekki allt upp í einu, þannig að smám saman erum við að komast að því að hitt og þetta vantar, en í staðinn erum við með ýmislegt sem á líklega að fara í einhverja aðra innréttingu, hjá einhverju öðru fólki, kannski er það fólk líka orðið svolítið óþolinmótt
Það líður varla sá dagur að ég hringi ekki og biðji um á fá senda skápa, hurðir eða hillur.... Í fyrradag hringdi ég til að rukka um eitthvað og var þá sagt að það sem hefði verið "skilið eftir um daginn" væri komið á bretti og yrði sett á bíl samdægurs. "Samdægurs" þýðir kannski eitthvað annað í borginni en hérna úti á landsbyggðinni, það er ekkert komið ennþá....
Sá sem tekur við pöntunum fyrir sunnan segir, að það sé búið að merkja þetta allt "út úr húsi" hjá þeim og enginn skilji neitt í neinu ! Ég sagði, afskaplega rólega og kurteislega að það liti út eins og þeir væri smá utan við sig borgarbúarnir og fékk það svar að Pólverjinn hefði líklega verið að slugsa...
Stundum svolítið sein að fatta sko.... en í dag ætla ég að spyrja í hvaða samhengi "Pólverjinn" sé notað, er lagermaðurinn Pólverji og hefur hann þá ekki nafn eins og aðrir ? Eða er "Pólverji" notað nú orðið um þá sem slugsa í vinnunni sinni ? Það líkar mér illa, en ég vona mannsins vegna sem ég hringi í, að svarið verði fyrri kosturinn og þá ætla ég að fá að vita hvað lagermaðurinn heitir, annars skal hann bara vera nefndur Lagermaður
Njótið dagsins og munið stefnuljósin, þau eru notuð til að gefa til kynna hvert við ætlum að beygja í framtíð, en ekki hvert við beygðum í þátíð







Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Júlí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk heillin, geri það örugglega

Jónína Dúadóttir, 22.5.2008 kl. 07:21
Stundum er fólk bara fíbbl
skemmtu þér nú samt áfram í eldhúsinu
Erna Evudóttir, 22.5.2008 kl. 07:56
Takk elskan, alltaf hrikalega gaman í eldhúsinu..... skrítið að segja það allt í einu svona á gamals aldri
Jónína Dúadóttir, 22.5.2008 kl. 07:59
Haha, ég var með alvöru ,,Pólverja" x fimm stykki í vinnu fyrir tveimur árum að gera upp hús. Þeir voru bara algjört yndi, ljúfir og fínir. En það var svolítið fyndið að nágrannakonan mín fékk iðnaðarmann í sitt hús og sagði roggin við mig einn daginn að nú væri hún komin með ,,sinn Pólverja" líka .. og átti þá við iðnaðarmann!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 22.5.2008 kl. 11:50
Hvaða skot er þetta með stefnuljósin...ég nota þau alltaf til dæmis..spurning hvort ég hafi samt náð þeim í fortíð eða nútíð
tíhí..takk fyrir spjallið í morgun ljúfan...
Jokka (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 12:10
Innlitskvitt
Gunnar Helgi Eysteinsson, 22.5.2008 kl. 14:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.