... er ég svo viðutan að það fer langar leiðir upp úr öllum fyndnisskala...
Ég átti aldrei þessu vant að vinna með annarri um daginn, í húsi sem ég kem í vikulega... Ég beið og beið og beið, í bílnum fyrir utan blokkina og aldrei kom hún... slugsið sko ! Svo ég hringdi og spurði hvort eitthvað hefði komið fyrir, en hún sagðist vera löngu komin og biði í bílnum sínum fyrir utan.... hvar ég væri eiginlega ? Æts,það var víst næsta blokk fyrir ofan, sem við áttum að fara í !
Gleymi líka svona af og til, að horfa á skiltin sem eru þarna á staurunum til að leiðbeina okkur, til dæmis um hvort það má keyra inni götu eða ekki
Ég var á leiðinni í heimsókn til vinkonu minnar niðri á Eyri um daginn og þar eru bara einstefnugötur ég get svo svarið það...
Ég keyrði upp götu sem lá framhjá skóla, þar voru allir að ná í börnin sín og ég skyldi ekkert í því að einhver dónakall steytti hnefann framan í mig og benti mér að bakka í tryllingi ! Hvað er þetta maður þú kemst nú alveg framhjá ! En af því að ég er svo vel upp alin og kurteis og almennileg, þá bakkaði ég auðvitað aðeins til að þessi klaufabílstjóri kæmist nú framhjá mér
Þá átti hann átti að brosa glaðlega og nikka fallega, til veluppöldukurteisualmennilegu konunnar en gerði það sko ekkert, starði bara á mig með fúlu augnaráði og spændi í burtu... Ohh sumir bara kunna sig alls ekki
Það var ekki fyrr en ég fór held ég áttunda hringinn á sama svæðinu að ég fattaði... ég hafði keyrt á móti umferð í enn einni fj... einstefnugötunni...
Ég er líka orðin ofsalega flink að klifra inn um gluggann við hliðina á vaskhúshurðinni ! Hann er alltaf opinn fyrir köttinn.... og mig þegar ég læsi kyrfilega á eftir mér útihurðinni og bíl/húslyklarnir hanga rólega á sínum stað... inni í forstofu...
Þá er gott að búa ekki á fimmtu hæð í blokk
Í hvert skipti sem ég geri einhverjar svona hroðavitleysur segi ég sjálfri mér að þetta segi ég sko aldrei neinum... en mér finnst þetta alltaf svo fyndið eftirá, að ég get aldrei þagað....
Njótið föstudagsins í botn og hlakkið til helgarinnar











Flokkur: Bloggar | 23.5.2008 | 07:53 (breytt kl. 21:27) | Facebook
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Júlí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þakka þér fyrir vina mín, önnum kafin íslensk kona hljómar svo vel

Jónína Dúadóttir, 23.5.2008 kl. 08:00
Hahahaha
þú ert óborganleg! Hefurðu spáð í að nýta köttinn og láta hann sækja lyklana fyrir þig tíhí..
Jokka (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 08:30
Sko... nú fer ég að fara að safna saman gullkornum, og búa síðan til íslenska "útbæjar" sápu, til að sýna á RÚV á besta tíma. Við erum þegar komin með efni í nokkra þætti... Til dæmis... "innanhússkorsteinninn, eða Háfurinn". "Ísskápurinn sem labbaði sig niður í bæ", og núna síðast: "Hvernig ég 'fann' mig" .....
Góða helgi :-)
Einar Indriðason, 23.5.2008 kl. 08:35
Jokka mín: Þetta er bíllíant hugmynd hjá þér
Einar: Ert´að gera grín að mér...
líst vel á hugmyndina að þáttaröðinni og góða helgi handa þér líka
Jónína Dúadóttir, 23.5.2008 kl. 08:57
Mikið er ég fegin að það eru fleiri svona utanviðsig en ég!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 23.5.2008 kl. 11:21
Já Jóhann mín, það er stundum gott að eiga þjáningarsystkyni, mér finnst það líka
Jónína Dúadóttir, 23.5.2008 kl. 12:16
Ég? Að gera grín? Aldrei!? Ég geri ekki svoleiðis!? (Held ég!) (Nema stundum, kannski, sko! En, það er bara þá í undantekningartilvikum, held ég!)
(já, ok, ok... skal þá viðurkenna það aðeins... ég er að sjá þetta myndrænt fyrir mér... og það er gott veganesti inn í helgina.... :-)
Góða helgi :-)
Einar Indriðason, 23.5.2008 kl. 14:00
Einar minn: Þú ert ágætur

Jónína Dúadóttir, 23.5.2008 kl. 15:02
Svona uppákomur eru bara til að hlægja að (eftir á) . Eigðu góða helgi.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 23.5.2008 kl. 20:46
Nákvæmlega Ólöf mín
Vona að helgin verði þér góð líka
Jónína Dúadóttir, 23.5.2008 kl. 21:26
innlitskvitt
Gunnar Helgi Eysteinsson, 23.5.2008 kl. 22:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.