Hún dóttir mín í Svíþjóð sendi mér sms í gær :"Varst þú að detta mamma ? Heyrði að það hefði orðið jarðskjálfti á Íslandi....."
Ég fattaði ekki djókið alveg strax, hélt þessi elska væri að hafa áhyggjur af því að ég hefði meitt mig eitthvað í þessum skjálfta..... Svaraði eins og auli:"Nei elskan, fundum engan skjálfta hérna..."
Næ í rassg... á henni í næstu viku, mæti í köflóttum gúmístígvélum, lopapeysu og með íslenska fánann, syngjandi drykkjumannavísur á háskólaútskriftina hennar, við hennar virðulega skóla í Gautaborg
Meiri lætin þarna fyrir sunnan, Guði sé lof fyrir að ekki fór þó verr, nógu slæmt samt sýnist mér á myndum.... Hefði viljað vera þarna og reyna eitthvað að hjálpa til, fann til í hjartanu þegar það var talað við tvær ungar stúlkur sem vissu ekkert hvert þær áttu að fara og hvað þær áttu að gera.... Fjölskylda annarrar þeirra í næsta bæjarfélagi og vegurinn lokaður þangað. Vona bara að einhver hafi tekið utan um þær og þær séu í góðu skjóli núna, sem og allir aðrir
Í dag er síðasti dagurinn minn fyrir sumarfrí og á þriðjudaginn förum við suður, eldri sonur tengdadóttir og barnabarn og Gautaborg á miðvikudagsmorgun
Yngri sonurinn er farinn út með bílinn í Norrænu og sendi mér sms í hádeginu í gær, þá var hann í Færeyjum. Hann skilur vini sína tvo sem eru með honum, eftir í Noregi og kemur svo til Gautaborgar. Þar verður hann með okkur í viku, keyrir svo yfir til Danmerkur og tekur ferjuna þaðan til Færeyja, þar er stoppað í tvo daga á meðan verið er að sækja fleiri farþega til Íslands. Þetta er mánaðarlangur leiðangur hjá honum og ég veit að hann á eftir að fíla þetta í botn ! Við keyptum nú samt handa honum GPS svona rétt til öryggis og til þess að litla mömmuhjartað geti verið aðeins rólegra
Mér er alveg sama hvað hver segir, ég veit að börnin mín eru fullorðin og bjarga sér alveg sjálf, en ég er mamman og má hafa pínu áhyggjur... í laumi
Njótið dagsins eins og kostur er, ég veit að hugur okkar allra er hjá þeim sem eiga um sárt að binda vegna jarðskjálftans....








Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Æh já þetta var rosalegt í gær og maður fann mikið til þeim sem þarna voru
sá viðtal (eða allavega var reynt að taka viðtal) við lítinn dreng er hafði lokast inni meðan mamma hans var úti, maður táraðist bara 
Ég sé þig vonandi áður en þú stingur af úr landi
eigðu góðan dag 
Jokka (IP-tala skráð) 30.5.2008 kl. 08:05
Auðvitað líkar þeim það...í laumi
Hafðu það best í dag
Jónína Dúadóttir, 30.5.2008 kl. 08:06
Jokka mín: já þetta er rosalega erfitt fyrir marga og maður getur ekkert hjálpað neitt, bara hugsa hlýlega til alls fólksins
Þú verður að skottast hingað og kíkja, þó ekki væri nema á eldhúsið, áður en ég flý land


Jónína Dúadóttir, 30.5.2008 kl. 08:09
Vonandi heldur góða veðrið áfram þó þið komið
nei fyrst þið komið ætlaði ég að skrifa
Erna Evudóttir, 30.5.2008 kl. 08:41
Api
Jónína Dúadóttir, 30.5.2008 kl. 08:42
Auðvita erum við aldrei svo gamlar að við höfum ekki áhyggjur af börnunum okkar. Berum alltaf hag þeirra fyrir brjósti annað er óeðlilegt. Sameinumst í hlýjum hugsunum til fólksins á jarðskjálfta svæðinu.
Eigðu góðan dag.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 30.5.2008 kl. 10:40
Hæ hæ var að senda þér póst. Kíktu á heimasíðuna hjá systurdóttur okkar henni Lilju í Hveragerði. Þau eru öll ómeidd en húsið í rúst, alveg ferlegt. Þau voru sem betur fer ekki inni í húsinu.
kv Auja
Auja sys (IP-tala skráð) 30.5.2008 kl. 11:01
Fátt er eðlilegra en að hugsa til barnanna sinna, aldur skiptir þar engu máli. Gott að þið losnuðuð meira og minna við skjálftann þarna fyrir norðan. Ég vorkenni þeim sem að eru að sópa saman rústum heimila sinna.
Heiður Helgadóttir, 30.5.2008 kl. 11:55
Ólöf mín: Innilega sammála
Auja mín: Fór inn á síðuna... þetta er hræðilegt, þvílík heppni að ekkert kom fyrir hana og krakkana
Heidi mín: Við erum svo heppin hérna fyrir norðan... greinilega ! Ég hef líka innilega samúð með öllu fólkinu
Jónína Dúadóttir, 30.5.2008 kl. 12:26
Góða ferð til Svíþjóðar...
Gunnar Helgi Eysteinsson, 30.5.2008 kl. 20:53
Ingi flottastur
Birna Dúadóttir, 31.5.2008 kl. 00:14
Bið að heilsa minni elskuðu Göteborg!
Jenný Anna Baldursdóttir, 31.5.2008 kl. 09:42
Gunnar minn: Þakka þér fyrir
Birna mín: Já hann er langflottastur
Jenný mín: Skila því og hún biður örugglega að heilsa þér til baka
Jónína Dúadóttir, 31.5.2008 kl. 10:47
Hjördís mín: Þú ert velkomin með, þó ekki væri til annars en að hrella hana Jóku okkar
Jónína Dúadóttir, 31.5.2008 kl. 11:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.