Ég get með sanni sagt...

... að ég hef ekki eytt svona miklum tíma í eldhúsi, síðan ég var ferðaþjónustubóndi á seinniparti síðustu aldarW00t Að vísu eru þetta búin að vera skemmtilegri eldhúsverk en þá og ég sé ekki eftir einni einustu sekúndu, enda eldhúsið okkar glæsilegtInLove Það er sem sagt eiginlega alveg búið, að vísu eigum við eftir að flísaleggja milli efri og neðri skápanna, setja upp háfinn og koma eyjunni fyrir á sínum stað, en það eru smámunir miðað við allt hitt sem við erum búin að gera. Og til að toppa nú tilveruna er sól og yndislegt veður útiWink Það er ekki mikið um ský á himninum, svo líklega er mér óhætt að hengja út þvott, án þess að verða skömmuð fyrir að vera að dansa regndansinn með því. Ég held að ég hljóti að vera komin í beinan karllegg af índíjánskum töframanni sem sérhæfði sig í regndansi, mér finnst alltaf byrja að rigna þegar mér dettur í hug að hengja út... Blush Veit að vísu ekki hvað forfeður mínir hafa um þessa ættfræði að segja, hef ekki hitt svo marga af þeimTounge Styttist alltaf í Gautaborgarferðina okkar og ég hlakka svo til að sjá stelpuskottin mín þarHeart Yngri sonurinn er í Noregi núna, fyrstu nóttina þar gisti hann í Lærdalsoyri og þar hitti hann mann, sem hafði þekkt pabba minn, sem sagt afa hans....Grin Frábær tilviljun og sýnir svo um munar að heimurinn er ekki eins stór og halda mætti ! Svo langar mig að óska öllum sjómönnum, fyrrverandi, núverandi og tilvonandi og fjölskyldum þeirra, til hamingju með daginn og ykkur hinum líkaWizard Smile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júdas

Góðan daginn Jónína, þú mátt ekki yfirkeyra þig góða!

Júdas, 1.6.2008 kl. 09:38

2 Smámynd: Erna Evudóttir

Þú átt allavega forfaðir sem renndi sér á skíðum með hausinn undir hendinniheld ekki hann hafi verið indjáni samt

Erna Evudóttir, 1.6.2008 kl. 10:08

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.6.2008 kl. 11:44

4 identicon

Þetta er nú aldeilis að verða flott og góða ferð til Kötu skilaðu kveðju héðan

Dísa (IP-tala skráð) 1.6.2008 kl. 14:14

5 Smámynd: Birna Dúadóttir

Víst er Ninna Indíáni(?)hún bara veit það ekki

Birna Dúadóttir, 1.6.2008 kl. 14:42

6 Smámynd: Tiger

  is where you can rock and stay dansing all day long.

En, í guðana bænum ekki vera á þessu regndansaflippi kerling! Nú þegar ég hef lesið um snúrudæmið hjá þér - heyri ég í fréttum að það eigi að fara að rigna fyrir norðan og austan! Bahhh...

 En, bíddu nú við .. jú.. kannski er það ekki svo galið að þú dansir alla daga regndansa - því þegar það rignir á þig fyrir norðan þá skín blessað gula fíbblið hérna fyrir sunnan! Gogó girl .. keep on danzing! Mæli með því að þú dansir bara allan sólahringinn góða ...

 Mundu bara að fara varlega þegar þú skellir þér í ferðalagið - og mundu að pakka niður smá sól og hita þegar þú snýrð aftur - ehh... þú snýrð aftur er það ekki? Æi, skiptir svo sem engu - ég verð kvossimer búinn að gleyma þér áður en fyrsti dagurinn verður úti. En, svona er lífið - people come and people go! Sendi samt kveðjur og knúserí á þig ljúfan og til hamingju með alveg stórglæsilegt eldhús, með háfi og mús... 

Tiger, 1.6.2008 kl. 14:50

7 Smámynd: Heiður Helgadóttir

 Weekend BBQNjóttu eldhúsins, og góða veðursins. Dobra hef ég ekki séð alla frívikuna mína, svoleiðis að eldhúsið mitt er ennþá bara á byrjunarstigi. 





Heiður Helgadóttir, 1.6.2008 kl. 15:04

8 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Alltaf gaman í Svíþjóð.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 1.6.2008 kl. 16:12

9 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Júdas minn: Þakka þér fyrir umhyggjuna, fallega þenkjandi eins og alltaf

Erna mín: Hefði ekki verið auðveldara fyrir hann að hafa hausinn á herðunum ... ? Æi hvað veit ég svosem, ég fer aldrei á skíði

Búkolla mín: Ég hengdi út úr 4 vélum og allt orðið þurrt

Jenný mín: til baka á þig !

Jónína Dúadóttir, 1.6.2008 kl. 19:08

10 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Dísa mín: Þakka þér fyrir mín gamla vinkona og alltaf gaman þegar þú kíkir hingaðÉg skila örugglega kveðjum til Kötu

Birna mín: Jahá er það ekki barasta ?

Högni honey: Þúsund þakkir fyrir og knúsið og hamingjuóskirnarÉg kem aftur... ég kem alltaf aftur og auk þess tek ég elsku tölvuna mína með svo þú gleymir mér ekkert... þú mundir sko ekkert gleyma mér hvort sem er  Dansandi knús til baka á þig frá mér

Jónína Dúadóttir, 1.6.2008 kl. 19:16

11 identicon

Ninna mín ég kíki á þig á hverjum degi

Dísa (IP-tala skráð) 1.6.2008 kl. 20:40

12 identicon

Bara að kvitta fyrir mig

Jokka (IP-tala skráð) 1.6.2008 kl. 20:51

13 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Heidi mín: Æi leiðinlegt með Dobra, hann sem byrjaði svo vel

Gunnar minn: Já ég er búin að fara einu sinni áður, í ágúst í fyrra og það var æðislegt

Jónína Dúadóttir, 1.6.2008 kl. 22:44

14 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Dísa mín:

Jokka mín: Takk fyrir kvittið

Jónína Dúadóttir, 1.6.2008 kl. 22:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband