Banvænt hreinlætisbrjálæði.....

Yfirleitt hef ég nú haldið því fram að tuskuæði sé hálf bjánalegt og eiginlega bara alger óþarfi og geti jafnvel verið heilsuspillandi. Það er ekki letinginn í mér sem talar, heldur skynsemin.... víst get ég verið skynsöm, svona af og til...GetLost Jæja, ég hef sem sagt þá skoðun, að allt of yfirgengilegt hreinlætisæði sé alls ekkert hollt og svo ótal, ótal margt annað skemmtilegra og uppbyggilegra hægt að taka sér fyrir hendur í lífinu, en að vera alltaf að þrífa.....Tounge Hingað til hef ég nú samt alls ekki  haldið því fram að tuskuæði sé beinlínis banvænt, þó ég sé nú svolítið ýkin... frekar kurteislega til orða tekið... en líklega fer ég hér eftir að hugsa þetta allt saman upp á nýtt og það er vegna míns eigins prívat og persónulegs tuskuæðisWhistling Það telst nú varla til yfirgengilegs hreinlætisbrjálæðis, þó ég sé búin að vera að þrífa húsið okkar í tryllingi undanfarna daga, sko nauðsyn brýtur lög... líka þau sem ég set mérJoyful Framkvæmdirnar hér í húsinu eru búnar að standa yfir í tvo mánuði og óhreinindin eru orðin miklu meira heilsuspillandi en tuskuæði getur nokkrntíma orðiðWink  Ég var lengi búin að hafa það í huga að það þurfti líka að þrífa fiskaskálina og dreif í því í gær... Cool Hm... blessuð sé minning þeirra Sindra og Péturs... þeir hétu það, gullfiskarnir mínir... Ég skil ekki hvað gerðist, þeir fóru að hegða sér ferlega undarlega í tárhreinu vatninu í glansandi skálinni, syntu á hlið og létu eins og þeir væru dauðir, þangað til ég bankaði í skálina þá tóku þeir nokkra sundspretti af og til. Í morgun voru þeir ekkert að "play dead", þeir voru "dead"....W00t Útförin fór fram í kyrrþey, við undirleik vatnsniðs... úr klósettkassanumHalo Ég er að fara suður í dag, gisti hjá Birnu systir og hlakka til að hitta hanaWizard   Njótið dagsins elskurnar mínar allar, ég tala næst frá GautaborgGrin   

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Indriðason

Leitt með fiskana.... (og svo sturta bara niður).

Góða skemmtun í Gautaborg.  (Spurning hvort maður ætti að gauka að þér að æfa þig að segja, á sænsku, "sjö hundruð sjötíu og sjö sjúkrunarkonur á sjúkrahúsinu, vá!  Það er stórt sjúkrahús með mikið af sjúkrunarkonum"....)

Einar Indriðason, 3.6.2008 kl. 07:42

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þakka þér fyrir Einar minn, hreinlætið drap fiskana eins og forvitnin drap köttinn.... ekki minn samtHCXUUU er hljóðið sem ég ímynda mér að þurfi að nota dálítið mikið í þessari setningu sem þú fannst upp handa mér... held ég sleppi því bara

Jónína Dúadóttir, 3.6.2008 kl. 07:51

3 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Góða ferð til Svíþjóðar

Gunnar Helgi Eysteinsson, 3.6.2008 kl. 08:29

4 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Þetta er nú svolítið sorglegt með fiskana, er hálfhissa á þér, að hafa ekki almennilega jarðarför fyrir þá greyin, en þetta var náttúrlega sjokkurinn að fá hreint vatn sem að gekk frá þeim. Blessuð sé minning Sindra og Péturs.

Hér er gott veður, og auðvitað skín sólin líka í Gautaborg, óska þér góðrar ferðar Thumbs Up 





Heiður Helgadóttir, 3.6.2008 kl. 08:35

5 Smámynd: Erna Evudóttir

Hvaða sálmar voru sungnir?

Erna Evudóttir, 3.6.2008 kl. 08:58

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Gunnar minn: Þakka þér kærlega fyrir

Heidi mín: Þetta var svona "sjó"för v.s. "jarðar"förNjóttu góða veðursins, ég ætla að koma og gera það líka

Erna mín: Þeir voru búnir að biðja um að það yrði ekkert sungið, héldu ábyggilega að ég mundi þá fara að gaula eitthvaðFannst tilhlýðilegt að hafa þá bara vatnsniðinn......

Búkolla mín: Takk fyrir það, ég er nú svona innst inni hálfsmeik um að ég hafi átt einhvern þátt í láti þeirra.... Tuskuæði getur verið banvænt

Jónína Dúadóttir, 3.6.2008 kl. 09:29

7 identicon

Æh hvusslags er þetta með gullfiskagreyin, þeir hafa ekki þolað þetta tuskuæði í þér kona góð

Góða ferð, og góða skemmtun! og takk fyrir mig í gær

Jokka (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 09:47

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jokka mín: Skyldi ég beinlínis vera hættuleg með fjárans tuskuna?Takk elskan, ég mun skemmta mér konunglega og takk fyrir komuna í gær

Jónína Dúadóttir, 3.6.2008 kl. 10:35

9 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Þú hefðir nú kannski getað ættleitt Bangsa í stað fiskanna, en það er of seint að hugsa um það. Have a nice time!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 3.6.2008 kl. 14:24

10 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Blessuð sé minning fiskana þinna. Góða ferð og hafðu það gott í Gautaborg.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 3.6.2008 kl. 15:20

11 Smámynd: Tiger

 ... ég vissi að þú værir að fara - ég finn strax fyrir því hve gleyminn ég er að verða hérna inni - hver ert þú pokakerling?

  Ótrúlegt að það skuli ekki einu sinni vera hægt að trúa þér fyrir litlum sætum fiskum! Og svo sturtar þú þeim í tojlettið - hvað heldurru eiginlega - að sjórinn sé þeirra himnaríki??? Og hvað - erum við þá að veiða fullt af fiskaenglum - með togaraflota og alles? Feginn er ég að vera ekki fiskurinn þinn ... slam.. beint í wc þegar mar er dead. Ussuss...

  Hey farrrðu þarna asnan þín - ég er að reyna að bjarga fiskunum sem þú flushaðir niður!

  Tuskuæði er oft gott - stundum of gott en samt nauðsyn stundum. Í kringum þig er alltaf þörf á tuskum - heilmikið af tuskum! Best værir þú geymd - umvafin í tuskum - forngripurinn þinn!

  Jamm og góða ferð - verttttekkert að hafa fyrir því að koma aftur essgan! I won´t miss you and i won´t even taka eftir því að you went away. But if you snýrð aftur then remember to pakka down some sólskyn for me ... nennekki að reyna að henda knúsi til Sverige svo ég safna bara í kassa til að hella yfir þig þegar þú kemur til baka - ef ég þá man eftir þér - og ef þú kemur aftur sko. Good tripp - tryppið þitt.

Tiger, 4.6.2008 kl. 02:18

12 Smámynd: Tiger

  Hér er ró og hér er friður - hér er gott að setjast niður .. og jamm. Nei, ég bara verð að nota tækifærið á meðan heimilisfólk er að heiman og njóta þess sem svona friður býður uppá. Og engin pokakerling að kíkja á skráargatið mahhrr! Wúhúú .. hver ætli annars eigi heima hérna?

Tiger, 6.6.2008 kl. 00:08

13 Smámynd: Birna Dúadóttir

Jamm

Birna Dúadóttir, 6.6.2008 kl. 07:19

14 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Hallgerdur, Jóhanna og Ólöf: takk tid erud yndislegar

Högni minn: Seinna.......

Högni minn:.... aftur... seinna

Birna mín: Takk fyrir sídast og sjáumst í naestu viku

Jónína Dúadóttir, 6.6.2008 kl. 12:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband