Elskan, ég er komin heim.....

Eftir 7 daga dvöl í Gautaborg, sem var æðislegt, er ég komin heim, sem er líka æðislegtInLove Við vorum í 25 - 28 stiga hita allan tímann, svo að svalinn sem mætti mér hérna í morgun þegar ég skrapp í búðina að kaupa kaffi, var svolítið kærkominn. Húsið mitt heilsaði mér hlýlega, allt svo hreint og fínt, það skal tekið fram að það er ekki sjálfhreinsandi og spúsi var heimaWink Flísalögnin í eldhúsinu komin vel á veg, seinlegt að vinna með svona litlar flísar og svo var nú engin vinnuskylda hér, á meðan ég var í útlöndum. Húsið í sænska skóginum þar sem við vorum var yndislegt, rúmgott og bjart og minnti einna helst á byggingu úr sögum um Emil strákskratta í Kattholti nema að innan, það var of nýtískulegt til þess. Að sitja úti eldsnemma morguns með kaffið mitt og bók, í glampandi sól í rjóðri í skógi er alveg ný upplifun fyrir mig. Talandi um bækur, ég las þrjár bækur á þessari viku, sem er þremur bókum meira en ég hef lesið, það sem af er þessu áriTounge Gautaborg er falleg og hlýleg borg og stelpurnar mínar þarna úti yndislegar að venju og alltaf gaman að koma til þeirraHeart En nú tekur við framhald af eldhústilfæringum, með ánægjuGrin Og af því að ég fer nú ekkert að vinna fyrr en á mánudag aftur, þá förum við kannski bara í útilegu með tjaldvagninn ef okkur sýnist svo, ef veðrið verður gott um helgina og ef það er til einhver skógur annar en Vaglaskógur til að tjalda íWhistling  Ég óska ykkur öllum yndislegs dags og þakka fyrir allar heimsóknirnar á meðan ég var ekki tengd, ég saknaði ykkar allraSmile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þakka þér fyrir heillin mín og njóttu hans líka

Jónína Dúadóttir, 12.6.2008 kl. 08:02

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Úff Gautaborg, ég elska hana, mín önnur heimaborg.

Velkomin heim.

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.6.2008 kl. 08:27

3 Smámynd: Einar Indriðason

Velkomin heim.  Jæja... Sagðirðu "sjúkrasöguna á sjúkrahúsinu við sjúkrunarkonurnar" á sænsku?  Hvernig brást fólk við?

Einar Indriðason, 12.6.2008 kl. 08:41

4 Smámynd: Heiður Helgadóttir

 SnowstormVelkomin heim til Akureyrar, hér er farið að kólna, sólin er samt að gæjast fram öðru hvoru, á eiginlega von á rigníngu. 





Heiður Helgadóttir, 12.6.2008 kl. 09:37

5 identicon

Velkomin heim ljúfan mín  mikið er ég fegin að vita af þér á þessu skeri aftur tíhí...kem sem fyrst í tebolla

Jokka (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 11:49

6 identicon

Velkomin heim á klakann!Ég væri sko alveg til í smá frí í sól og hita

Dísa (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 12:27

7 Smámynd: Þorsteinn Gunnarsson

Velkomin heim... var að hlaupa yfir pistlana hjá þér... hef ekki nennt að lesa nein blogg í einhverjar vikur og giskaðu á hvaða blogg ég fer fyrst

Sem sagt ca.: 25 stk. Innlitskvitt

Kv. í Heiðardalinn

Þorsteinn Gunnarsson, 13.6.2008 kl. 02:32

8 Smámynd: Tiger

 Nei sko - hver ert þú? Loks komin aftur addna kerlingarálft, eða Dúa. Æi, gott að vita að allt var bæði heitt og ljúft og þið heil heim aftur - og gott að vita að húsið heilsaði ykkur hlýlega - ekki öll hús sko sem gera slíkt.

 En ég er broskallalaus svo ég get ekkert lagt áherslu á neitt sem mig langar að segja - svo ég ætla bara að þegja, í bili.

 En hér er fulltaf knúsum sem ég núna sturta yfir þig og þína - enda búinn að safna heillengi. Knúsípúsí ... og velcome back baby.

Tiger, 13.6.2008 kl. 02:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband