Það skemmtilegasta við bloggið finnst mér, er að fá athugasemdirnar frá mínum fáu, ég er svo fjandi vandlát, en kæru bloggvinum og svo tveimur skvísum sem eru ekkert með blogg hérna en nenna samt að kíkja hingað. Það leiðinlegasta finnst mér aftur á móti, þegar ég hef bara alls ekki tíma til að kíkja á það heilu dagana.... sumarfrí hvað ? Mér finnst gaman að geta svarað hverjum bloggvini fyrir sig... mín sérviska, en í gær var ég bara eins og dóni og svaraði engum, þannig að ég tek bara allan pakkann núna í þessum pistli og þakka fyrst fyrir öll þessi yndislegu "velkominheim"
Heidi mín, ég ætlaði ekki að fara með alla sólina með mér sko... það var óvart
Takk Dísa mín, drífðu kallinn með þér á sólarströnd, þær virka
Jenný mín, þetta er dásamleg borg og ég skilaði helling af kveðjum frá þér
Jokka mín, við erum heima
Einarminn, ehhh sko ég prófaði þetta með essssin og það var með naumindum að ég slapp við að vera lögð inn á vitleysingjahæli
Hallgerður mín, að fá frí í vinnunni minni er eins og að reyna að rífa garnirnar út um ra... á yfirmönnunum mínum.... fín hugmynd að vera líka í fríi á mánudag en ekki sjens í helv...
Steini minn, ja hérna... 25 stk. ! Þú ert dúlla, þakka þér fyrir að nenna þessu
Högni minn takk fyrir öll knúsin, þau eru komin og ég saknaði þín líka
Aðalástæðan fyrir þessu tímaleysi mínu er sú að ég er í sumarfríi ! Jamm veit það hljómar fíbblalega en ég kann ekkert að vera í sumarfríi og frekar en að gera ekkert í gærmorgun og njóta þess, fór ég og hjálpaði spúsa í vinnunni, hann er einn núna af því að hinn helmingurinn af starfsmönnunum er í fríi. Þeir eru tveir sem vinna þarna og reikniði svo
Svo til að kóróna nú allt saman byrjuðum við í gær að rífa upp gólfið í framtíðarsvefnherberginu okkar ! Eldhúsið er nefnilega komið í gagnið og ég held ég sé búin að finna flest sem á að vera þar og segja í skápana, þetta er dááásamlegt eldhús
Svo er ég að vona að ein systir mín og vinkona hennar komi norður í dag, ég ætla að bjóða þeim að gista í tjaldvagninum okkar hérna á lóðinni ef þær vilja
Njótið þessa fína föstudags í botn, hann kemur aldrei aftur.... en það geri ég afur á móti













Flokkur: Bloggar | 13.6.2008 | 06:40 (breytt kl. 06:42) | Facebook
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Daginn heillin góð, já mér finnst gott að taka daginn snemma
Talan 13 er happatalan mín, af óteljandi mörgum ástæðum
Njóttu dagsins... hvort sem er inni eða úti
Jónína Dúadóttir, 13.6.2008 kl. 07:34
Heiður Helgadóttir, 13.6.2008 kl. 10:02
Spurning hvort það sé hægt að taka kúrs í Háskólanum.."aðveraísumarfríi101"
En það er rétt maður hefur aldrei meira að gera en akkúrat þegar maður er í fríi...ég kíki á þig við tækifæri 
Jokka (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 11:08
VELKOMIN HEIM .. veistu hvað ???.. auðvitað hafð ég skrifað velkomin heim í athugasemd í síðustu færslu og meira að segja að þú hefðir tekið sólina meðþér hingað EN athugasemdin virðist ekki hafa vistast, svo ég er nú bara eins og algjör bloggvinkonudóni
...
en segi það bara aftur: Velkomin heim .. 
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 13.6.2008 kl. 11:56
Það er nú einu sinni þannig að þeir sem eru í fríi eru alla jafna uppteknasta fólkið og sýnir sig best að ef þú biður atvinnulausann mann um aðstoð... eru allar líkur á því að hann hafi ekki tíma til þess
Hef aldrei kunnað á svona sumarfríssystem... ekki það að ég kunni ekki að slugsast... en verð bara alltaf hálf eirðarlaus og fyllist einhverskonar" verð nú allavega að framkvæma þetta" syndrómi. Og af því að maður er "nett" öfgafullur þá fara framkvæmdirnar fram úr hófi svo það er oftast nær hvíld fólgin í því að fríunum ljúki... Flott eldhús hjá þér btw. Væri alveg til í þesssa stærð. Vantar bara dívaninn
Kv. í Heiðardalinn
Þorsteinn Gunnarsson, 13.6.2008 kl. 12:03
Blessuð Ninna mín við getum farið á sólarströn um mánaðamót sept okt þáætlum við að fara á okkar stað Marmaris í 2 vikur


Dísa (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 12:31
Heidi mín: Hafðu engar áhyggjur og farðu endilega út að hjóla, það er svo hollt
Jokka mín: Ég athuga málið undireins
Sjáumst
Jóhanna mín: Dóni verður þú aldrei, ekki einu sinni þó þú reyndir það
Og þakka þér fyrir velkominheimið
Steini minn: Kannast við þetta "verðsamtallavegaaðgerasmáíþessu" syndromið, þess vegna er ég líka oft bara fegin þegar fríið er búið og fer í vinnuna til að hvíla mig.
Heyrðu er að fara að kaupa dívaninn
Dísa mín: Það er svo langt þangað til !!!
Það má nú skreppa svo sem einu sinni í millitíðinni

Jónína Dúadóttir, 13.6.2008 kl. 13:45
Þakka þér og sömuleiðis RAGNA mín
Jónína Dúadóttir, 13.6.2008 kl. 17:58
Velkomin heim Jónína mín. Það er nú svo að 13 er mín happatala eins og þín. Það eru nú ansi margir í fjölskyldu minni sem eiga þessa tölu sem happatölu. Mér er nú nokk sama á hvaða dag vikunnar þessi tala kemur. Hún er og verður happatalan mín.
Það er satt að fólk hefur aldrei meira að gera en þegar það er í fríum, eins og þeir sem ætla að gera svo mikið þegar þeir fara á eftirlaun og hafa svo engan tíma í það sem þeir ætluðu sér. En kannski er nú önnur ástæða sem þar er að baki. Njóttu helgarinnar, þó þú verðir að vinna á mánudaginn.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 13.6.2008 kl. 19:30
Já Ninna ætlar þú að passa minkana fyrir mig?

Dísa (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 20:47
Velkomin heim, eldhúsið er æði, örlítil mikil breyting, hafðu góða helgi.
Helga Auðunsdóttir, 13.6.2008 kl. 21:48
Ólöf mín: Þakka þér og góða helgi
Dísa mín: Ef þig vantar hjálp við minkana, hringdu þá..... í einhvern annan en mig

Helga mín: Já smábreyting ?
Góða helgi
Jónína Dúadóttir, 14.6.2008 kl. 06:06
Ég hef ekki haft tíma í að blogga... núna er ég búinn að lesa.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 15.6.2008 kl. 14:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.