Sumt fólk lætur eins og það að vakna á morgnana, sé barasta það hræðilegasta sem komið getur fyrir það...
Fatta ekki fullfrískt fólk sem yfirleitt virðist líða vel og vera ánægt með lífið, er eins og þrumuský bara við það eitt, að fara á fætur fyrir hádegi..... úldið og ömurlegt og vill helst bíta hausinn af öllu og öllum
Ég er svo heppin með spúsa minn, hann er bara eðlilegur á morgnana og gerir grín að mínum "fjósaferðatíma"
Ég er alltaf komin á fætur fyrir allar aldir eins og einhverskonar klikkhaus, skilst mér á mörgum og ég er alltaf í góðu skapi þegar ég vakna. Af því að þannig vil ég hafa það og hef líka bara alls enga ástæðu til annars, ég er frísk og lifi hrikalega góðu lífi, á frábæran mann og yndislega fjölskyldu og get gert allflest sem mig langar til að gera
Að vísu er ég auðvitað ein til frá sagnar um skapgæði mín við dagrenningu og get ekkert sannað, vegna þess að enginn vill neitt með mig hafa á mínum fótaferðartíma, ég þekki engan sem kærir sig um að fá mig í heimsókn og hella upp á handa mér ..... klukkan 6 á morgnana og það jafnvel um helgar
Og það er líka í góðu lagi, það er mér algerlega að meinalausu þó fólk sofi þó ég sé vakandi, ég er að fara á fætur af því að ég er búin að sofa, ekki af því að einhver tímamælir segir að það sé komin fótaferðatími og ekki af því að það er almennt álitið að það eigi að sofa lengur um helgar. Ég tími ekki að sofa af mér frí, ég vil vera vakandi og vita að ég er í fríi, öðruvísi nýt ég þess ekki
Ég geri mér fulla grein fyrir því að þetta eru alveg bráðnauðsynlegar upplýsingar fyrir ykkur um mig, inn í daginn og án þeirra hefðuð þið örugglega ekki getað vaknað almennilega
Það er glampandi sól og töluverð umferð hérna úti á götunni en flest af því fólki sem ég sé labba hérna er greinilega ekki að fara á fætur, frekar að fara heim í háttinn
Njótið dagsins elskurnar mínar allar
Púkinn vill ekki samþykkja orðið "klikkhaus", vill frekar hafa það "blikkhaus"










Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 173141
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er alltaf jafn gaman að fara á fætur
fá sér fyrsta kaffibolla dagsins, og eiturpinna með.
Heiður Helgadóttir, 14.6.2008 kl. 08:01
Nákvæmlega
Jónína Dúadóttir, 14.6.2008 kl. 08:23
Ég vaknaði standandi í morgun því Ísak sagði mér að hjólið hans Ívars (já ég veit flestir geyma ekki hjól inni hjá sér) hefði dottið inní herbergi þar sem kettlingarnir eru og ég hélt að einhver þeirra hefði orðið undir því en þeir lágu bara sofandi upp í rúminu hans
Erna Evudóttir, 14.6.2008 kl. 08:46
Sammála með kaffið en eiturnaglinn má fá frið fyrir mér
Dísa (IP-tala skráð) 14.6.2008 kl. 08:47
Tiger, 14.6.2008 kl. 22:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.