Þá er byrjuð ný vinnuvika, vonandi öllum til hinnar mestu gleði og ánægju ! Vinnuvikan mín verður ekki nema fjórir dagar, það er nú ekki eins og ég nenni eitthvað að vinna....
Vinn að vísu á 17. júní þegar flestir aðrir eru í fríi, en ég lifi það af. Fer í smá aðgerð á föstudaginn og verð frá í 4 - 6 vikur, fer eftir batanum og eftir það tek ég þær 4 vikur sem ég á þá eftir af sumarfríinu mínu. Ég fer að vinna aftur einhvertímann undir jól með sama áframhaldi
Ég er komin í beinan karllegg af regnmanninum ógurlega.... gaf mér tíma til að hengja út í gær en gaf mér aftur á móti ekki tíma til að taka inn í gærkvöldi... lesist nennti því bara alls ekki.... og þá fór auðvitað að rigna... Sem er gott fyrir gróðurinn
Erum líka með tjaldvagninn í viðrun og ákváðum náttulega að loka honum ekki í gærkvöldi heldur í dag ! Við erum búin að rífa upp gólfið í því herbergi sem á að vera svefnherbergið okkar í framtíðinni, það hafði auðvitað sigið á árum áður og þá var byggð trégrind til að slétta allt saman, en hún var öll laus og það olli næstum því sjóveiki að ganga á gólfinu....
Við erum komin vel á veg með að smíða nýja grind, svo verður sett hnausþykk spónaplata ofaná og nýtt parket og nýir fataskápar líka, allt skrúfað og límt og neglt og massað og hvað þetta heitir nú allt saman. Kassarnir og pokarnir sem núna gegna hlutverki fataskápa eru orðnir fjarskalega leiðinlegir..... svo ekki sé meira sagt
Gangið glöð inn þennan magnaða mánudag og gangi ykkur allt í haginn inn í daginn






Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góðan daginn, vonandi var Birna spök um helgina
Erna Evudóttir, 16.6.2008 kl. 08:22
Góðan daginn, eitthvað las ég um kælitösku og tívolíbombu niðri á torgi og datt þær í hug...
en það var auðvitað bara vitleysa
Jónína Dúadóttir, 16.6.2008 kl. 08:31
Áfram, áfram. Ekki stoppa. Hoppa, hoppa.
Kveðja inn í nýja viku.
Jenný Anna Baldursdóttir, 16.6.2008 kl. 10:32
Hélt þú hefðir nóg að gera í húsinu og heimahlynningunni þótt þú færir nú ekki að ráða þig í fiskvinnu líka...
- Þetta er eins hér sunnan heiða eins og fyrir norðan þ.e... Helga hengir út... og það fer að rigna. - Þannig að við notum bara þurrkarann allt sumarið og þá er eilíft sólskin
Ég var svo fullur hluttekningar yfir síðasta pósti hjá þér að ég kvittaði ekki einu sinni. Fólk sem rífur sig upp um um miðjar nætur er "nottla" bara masókistar
Þið hefðuð annars geta sparað ykkur gólfviðgerðina á svefnherberginu... sumir fá sér vatsrúm með allskonar öldugangi... en þið hefðuð getað slegið í gegn með því að segjast bara hafa fengið ykkur vatnsgólf.
Annars bara gangi þér vel í fiskvinnunni(aðgerðinni) og góðan bata.
Kv. í Heiðardalinn
Þorsteinn Gunnarsson, 16.6.2008 kl. 14:13
Ragna mín: Góðan daginn, nei það gengur ekki

Jenný mín: Hoppa hoppa, aldrei stoppa
Steini minn: Vatnsgólf, góður
Takk fyrir
Jónína Dúadóttir, 16.6.2008 kl. 16:43
Ja hérna vinnugleðin í ykkur
þetta verður alveg spánýtt hús þegar þið eruð loks hætt þessu brambolti tíhí...spurning hvort ég þurfi að panta tíma hjá þér kona góð í te..
Jokka (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 16:44
Hvernig er þetta hjá ykkur skötuhjúum, eruð þið að rífa niður allt húsið, ég hélt að það væri bara eldhúsið sem að þyrfti að laga.

Heiður Helgadóttir, 16.6.2008 kl. 17:41
Ertu ekki kona góð að ganga alveg fram af þér? Þú verður nú að kunna þér hóf og njóta sumarsins. Farðu bara vel með þig ljúfan mín.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 16.6.2008 kl. 17:48
Jokka mín: Þú þarft ekkert að panta tíma, þú kemur bara kjánastelpa !
Góðir gestir ganga fyrir
Heidi mín: Veikindafrí á fullu kaupi og sumarfrí á fullu kaupi
Það þurfti virkilega að laga eldhúsið og gólfið í svefnherberginu er ónýtt og skáparnir líka og svo kemur lööööng pása
Ólöf mín: Ég hef alltaf verið svolítið ýkt í vinnu, ég sem er í verunni afskaplega löt manneskja
En nú neyðist ég til að hægja á.... farðu vel með þig líka vina mín
Jónína Dúadóttir, 17.6.2008 kl. 05:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.