Takk fyrir blómin !

Á útihurðinni okkar er verulega sterkleg skeifa sem gegnir hlutverki hurðabankara, eitthvað sem mér hefði aldrei dottið í hug að setja á hurð... nema þá kannski í kastala !GetLost Stundum er hún notuð svo hressilega að ég held að litla rúðan í hurðinni sé í stórhættu og það hljómar frekar eins og einhver sé að reyna að brjótast inn, en ekki bara bankaBandit Að vísu er húsið sæmilega stórt og það þarf jú eitthvað verklegt til að gefa til kynna að fólk vilji ná sambandi við íbúana, í gegnum dyrnar. Mig hefur alltaf langað í dyrabjöllu sem gefur frá sér ljónsöskur, ég held að það gæti verið ferlega kúl/svalt, en einu bjöllurnar sem ég hef rekist á eru með dingdong og meira að segja hægt að hafa jólalög í sumum. Surprise... ég ætla að taka þetta af um leið og hurðin verður tekin í gegn og máluð og setja dyrabjölluna sem ég keypti í staðinn fyrir útihitamælinn fyrir einhverjum vikum síðan. Hún hefur held ég bara einn hringitón, en hún var nú líka á útsöluWink Birna systir og Ellen vinkona hennar voru hérna um helgina og máluðu bæinn rauðan... eða grænan... jæja ég er nú aðeins að ljúga upp á þær, ég má það alvegTounge Þær fóru í gær og færðu okkur blóm áður en þær stormuðu suður á leið aftur, fyrstu blómin sem við fáum í nýja húsinuSmileTakk fyrir komuna elskurnar það var virkilega gaman að þið skylduð koma og takk fyrir blóminHeartGrinÉg mundi ekki að það er 17. júní fyrr en ég fór að verða vör við allt unga fólkið sem er að labba hérna úti með svolítið skrykkjóttu göngulagi og háværum samræðumLoLTil hamingju með daginn allir íslendingar, nær og fjærWizardOg Gunnar minn,  takk fyrir póstinn! Ég fer í þetta við fyrsta tækifæri, ég ætla sko alveg örugglega að vera meðKissingEigið góðan þjóðhátíðardag elskurnarSmile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiður Helgadóttir

 IcelandGóðan og blessaðan daginn, og gleðilegan þjóðhátíðardag, vona að það sé ljómandi gott veður fyrir alla þá sem að skreppa í bæinn og halda uppá daginn. 





Heiður Helgadóttir, 17.6.2008 kl. 07:41

2 Smámynd: Erna Evudóttir

Skrepptu nú niðrí bæ og keyptu þér fána og veifaðu honum fyrir mig

Erna Evudóttir, 17.6.2008 kl. 08:21

3 identicon

Það væri gg cool að vera með ljónsöskur fyrir dyrabjöllu  annars fynnst mér skeifan ferlega flott líka tíhí...svona fyrir kastalann ykkar

Gleðilega þjóðhátíð skötuhjú

Jokka (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 11:34

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Gleðilegan þjóhátíðardag.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.6.2008 kl. 11:38

5 Smámynd: Birna Dúadóttir

Skeifan er samt alveg að gera sig.Takk fyrir mig og síðast

Birna Dúadóttir, 17.6.2008 kl. 12:24

6 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Gleðilegan þjóðhátíðardag.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 17.6.2008 kl. 13:56

7 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Heidi mín: Gleðilega þjóðhátíð

Erna mín: Kannski næst

Ragna mín: Til hamingju með daginn

Jokka mín: Gleðilega hátíð handa ykkur og öllum barnaskaranum

Jenný mín: Gleðilega þjóðhátíð

Birna mín: Takk sömuleiðis

Ólöf mín: Gleðilegan þjóðhátíðardag

Jónína Dúadóttir, 17.6.2008 kl. 20:47

8 Smámynd: Tiger

 Jamm, nú á bara að taka skeifuna af hurðinni og setja hana aftur á andlitið - en kannski er það bara betra - að hafa skeifuna þar sem hún er mest notuð - in your face. *lesist - fýlupokinn þinn!* ...

Okok, þú ert enginn fýlupúki ljúfan - heldur dásamlega skemmtileg og ljúf með eindæmum - eða þannig. Ef Þig vantar villidýr á hurðina - sem öskrar inn um lúguna þegar einhver tosar í typpið á því - well - þá skal ég hanga á hurðinni þinni bara. The Tiger will sjúrlý öskra duglega í allar áttir ef someone klípur í the dindil dáwn there u know ... and heimilisfólk myndi sjúrlý taka eftir því ef some guests arrive - ef gestirnir þá sleppa lifandi inn. Kannski þú ættir bara að fá þér einn ÍsBjörn á dyrnar, en þá náttúrulega færðu frið það sem eftir lifir af lífi hans ...þannig séð.

Knús yfir heiðar og fjöll - og farðu nú að átta þig á hátíðsdögum og slíku - þú ert ekki lengur uppí fjöllum gríla mín...

Tiger, 18.6.2008 kl. 02:29

9 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Högni minn: Þú ert með afbrigðum greiðvikinn maðurEn ég mundi hafa samviskubit yfir því að láta níðast þannig á "dindlinum þínum dáwn there" svo ég skelli bara bjöllunni á hurðina og biði þér frekar í kaffi og spjall í staðinn, ég held það yrði gaman, fyrir mig alla vegaKnús til baka á þig kæri minn

Jónína Dúadóttir, 18.6.2008 kl. 06:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband