.... sínar eigin leiðir !

Næstsíðasta kvöldið mitt í Gautaborg, sællar minningarInLove var hringt í mig úr Fjallakofanum okkar fyrrverandi og mér sagt að kötturinn okkar væri að sniglast þar í kring, þá hafði hann ekkert látið sjá sig hérna heima í 4-5 dagaPinch Ég bað konuna sem hringdi að hleypa honum ekki inn og gefa honum alls ekki að borða, annars sætu þau uppi með hann. Mér datt ekki í hug að senda einhvern til að sækja hann, hann hefur áður bjálfast þarna uppeftir og skilað sér heim aftur og hann gat bara gott og vel gert það líka í þetta skiptiGetLost Ég hef haft gluggann í þvottahúsinu opinn og mat í skálinni, ef hans hátign skyldi nú þóknast að heiðra okkur með nærveru sinni. Núna áðan heyrði ég allt í einu þetta kunnuglega ráma, aumingjalega, sem á að heita mjálm, hérna fyrir utan baðgluggann.....Tounge Kötturinn Lúkas er mættur á svæðið, eftir um hálfs mánaðar útileguWizard Að sjálfsögðu að drepast úr hungri og vosbúð og á allan hátt illum aðbúnaði, eins og venjulega..... að hans eigin mati. Hann lítur andstyggilega vel út og ég get ekki einu sinni með góðum vilja, séð að hann hafi lagt af um einn milljónasta úr grammi, svo ég get ekki beinlínis vorkennt honumDevil Kannski er hann bara að skreppa aðeins heim til að fara í sturtu og skipta um föt og fer svo aftur... hver veit ? Honum er nefnilega alveg meinilla við hávaðann í verkfærunum sem við erum allaf að hamast með hérna, öll svona rafmagnstæki sem gefa frá sér hljóð eru ekki vel séð hjá hans hátign. Í dag erum við að fara að  berjast um með rafmagnssög við að saga til gólfplöturnar á svefnherbergisgólfið okkar, svo kannski stoppar hann bara stutt við í þetta skiptiðGrin  Njótið dagsins og verið nú góð við hann Lúkas minn ef hann bankar uppáSmile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hann hefur þurft að koma og tékka á póstinum sínum og skipta um sokka  þeir eru ótrúlegir þessir kettir...trúðu mér ég á 3 stykki  og það er aldrei spurning hver ræður á þessu heimili..það er allavega ekki ég!!

Jokka (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 09:48

2 Smámynd: Birna Dúadóttir

Birna Dúadóttir, 18.6.2008 kl. 15:01

3 Smámynd: Jóhanna Pálmadóttir

Ég bið að heilsa hans hátign!

Jóhanna Pálmadóttir, 18.6.2008 kl. 17:49

4 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Mér skilst að þar sem hann Lúkas þinn bankar uppá eigi ekki að gefa honum að borða, svo ekki er hægt að taka vel á móti honum. Íslensk gestrisni er ekki það sem á að sýna honum. O..nei.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 18.6.2008 kl. 18:39

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Mjá, mjá ...

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 18.6.2008 kl. 20:35

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ragna mín: Hann getur hafa hitt læður.... en bara ekkert gaman hjá honum... Hann er geltur greyið, þess vegna skil ég ekki þetta útstáelsi

Jokka mín: Já auðvitað, gá að póstinum

Hjördís mín: Akkúrat

Birna mín: Hvað er svona fyndið ?

Jóka mín: Ég skila því til hans hátignar

Ólöf mín: Það er ekki í þínu eðli að vera ógestrisin... ég veit það

Jóhanna mín: Mjá

Jónína Dúadóttir, 18.6.2008 kl. 22:06

7 Smámynd: Erna Evudóttir

Kettir eru kúl, ein læðan mín á3 heimili!

Erna Evudóttir, 19.6.2008 kl. 06:06

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 19.6.2008 kl. 07:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband