... en á móti, þá meina ég allt sem ég segi...
Kannski er ég orðin eitthvað viðkvæmari á efri árum en það fer svoooo oft í taugarnar á mér, þegar fólk talar bara til að tala.... bullar bara eitthvað út í loftið, bara til að segja eitthvað...
Ég mínusa stjórnmálamenn út, þeir eru atvinnubullarar og ég get alveg valið að hlusta bara ekki á þá, þess vegna læt ég yfirleitt allt stjórnmálakjaftæði fara langt fram hjá mér ! Ok kannski er ég bara með frekjugang en mér finnst að fullorðið fólk eigi að meina það sem það segir, ég vil sem sé geta tekið mark á fólki í mínu næsta umhverfi. Með því skilyrði auðvitað að viðkomandi teljist sæmilega heill á geði á nokkuð eðlilegan, algengan mælikvarða. Ég get alveg fíflast og geri mikið af því, en ég geri það aldrei alveg út í eitt.... Sumt fólk virðist sjaldan geta talað af nokkru viti um nokkurn skapaðan hlut....
Segir bara eitthvað, jafnvel þvert um hug sér til þess að mér finnst, að halda allri athygli á sjálfum sér, neikvæð athygli betri en engin athygli ? Hjá sumum virðist þetta hreinlega orðið að leiðinda ávana og þá langar mig stundum til að hrista viðkomandi, til að gá hvort ekki er hægt að raða einhvernveginn öðruvísi í hillunum á efstu hæðinni, þarna undir hárinu.....
Á langri ævi, mér finnst ég búin að lifa svakalega lengi og mikið, þykist ég vera búin að komast að því, að þetta á samt yfirleitt frekar við um karlmenn en kvenfólk, með áheyrslu á orðið "yfirleitt". Kannski er ég ein af þessum kvenfrenjum sem geri karlmenn óstyrka með nærveru minni.... ég held samt að það sé af og frá
Ég, þessi litla blíða tilbakahaldna dúlla, sem þegi stundum í staðinn fyrir að tala, af því að ég vil alls ekki alltaf segja allt sem ég meina
Kannski er samt skýringin komin í síðustu setningu.... þetta gæti bara verið mér að kenna
Með þessu nöldri sem ég sendi ykkur með inn í daginn, óska ég ykkur alls hins besta í allan dag








Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú kannski bara laðar þetta fram í fólki
Erna Evudóttir, 19.6.2008 kl. 08:10
Eeeeeee..... já mér svona datt það í hug....
Jónína Dúadóttir, 19.6.2008 kl. 08:20
Til hamingju með daginn Hallgerður mín
Satt segirðu, það er flókið að vera manneskja
Jónína Dúadóttir, 19.6.2008 kl. 09:10
Skil þig .. ég segi heldur aldrei allt sem ég meina! .. Hugsa að vísu stundum upphátt - og ræði mikið við sjálfa mig, en vonandi heyrir enginn til.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 19.6.2008 kl. 10:20
Alltaf gott að tala við sig sjálfa,kannski svolítið skrítnara að svara líka,ég reyni að setja mörkin þar
Birna Dúadóttir, 19.6.2008 kl. 10:58
Sumir og sumir og sumir og sumir.
Tala út og segja hver. Hahaha.
Til hamingju með 19. júní.
Jenný Anna Baldursdóttir, 19.6.2008 kl. 11:08
Stundum er betra að þegja og vera talin vitlaus, heldur en að tala og taka af allan vafa um það
það er allavega mitt mottó tíhí...
Eigðu góðan dag og til hamingju með 19.júní
Jokka (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 12:44
Hvað ... MEINARÐU????
Einar Indriðason, 19.6.2008 kl. 15:34
Birna Dúadóttir, 19.6.2008 kl. 16:36
Hjartanlega sammála þér Ninna mín. Og fólk sem þolir ekki ákveðna manneskju en lætur svo við hana eins og hún sé heimsins besta eintak..... Það get ég ekki, enda er það bara hræsni! Skemmtilegt bloggið þitt Ninna mín:) og til lukku með fína eldhúsið!
Regína (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 16:50
Já Jónína mín sumt fólk á svo bágt með að þegja og blaðrar og blaðrar. Það getur stundum orðið þreytandi, því oft er þetta innantómt blaður. Er það ekki bara athyglissýki sem er að plaga það?
Það er eins með mig og þig, ég segi ekki allt sem ég meina , ég reyni að gæta orða minna.
Svo er gott að geta lofað öðrum að tala og létta á hjarta sínu og kunna að hlusta.
Hafðu það gott vinan.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 19.6.2008 kl. 19:03
Jóhanna mín: Ég tala líka við sjálfa mig, mér finnst það gaman
Birna mín: Veistu ef maður svarar sjálfum sér þá getur maður valið svörin
Jenný mín: Sko það eru Kormákur mágur minn, Sturla frændi minn og...
Til hamingju með daginn þú mikli kvenskörungur
Ragna mín: Það er líka gott, þú ert flottust
Jokka mín: Alveg rétt hjá þér elskið mitt og til hamingju með daginn

Einar minn: Segi þér það ekki
Regína mín: Góður punktur hjá þér
Takk fyrir og takk fyrir og gaman að þú skulir kíkja hingað elsku rófan mín
Ólöf mín: Þú ert náttulega gull
Haf þú það gott líka mín kæra
Jónína Dúadóttir, 19.6.2008 kl. 22:01
Skil þig ekki!
Einar Indriðason, 19.6.2008 kl. 23:22
Heiður Helgadóttir, 20.6.2008 kl. 07:13
Og falskar manneskjur þoli ég ekki, svona sem að kyssa þig og klappa, og tala svo illa um þig, um leið og þú snýrð bakinu á þá, uss
Heiður Helgadóttir, 20.6.2008 kl. 07:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.