Síðan hálfþrjú í gær er ég búin að vera reið, sár, leið, niðurdregin, fúl, úldin, vonsvikin og sjálfsagt má finna eitthvað fleira....
Það þarf bara töluvert til að ég verði þó ekki nema eitthvað af þessu.... Og þetta töluvert gerðist í gær... aðgerðinni var frestað og það átti bara að afgreiða mig með einni setningu: Lækninum finnst þetta leitt, hann hefur svo samband við þig... Jæja góða og hvenær hefur hann samband heldurðu ?
Ja, bara einhvertímann til að gefa þér nýjan tíma í aðgerð.... Já nei takk það er ekki nóg fyrir mig, væna ! Ég er búin að setja allt á annan endann í vinnunni minni til að fara í þessa aðgerð, búið að ráða fólk fyrir mig og ein þurfti að breyta sumarfríinu sínu af því að ég var að fara í þessa aðgerð ! Og svo ætlar læknirinn bara að hafa samband við mig... bara svona einhvertímann....
Kjaftæði, ég vil að hann hafi samband við mig strax og hann er búinn að vinna takk fyrir....
Ég var alveg ógeðslega fúl fattiði, en tókst samt að vera sæmilega kurteis við grey ritarann sem var sigað í þetta ömurlega erindi. Læknirinn hringdi svo og afsakaði sig í bak og fyrir og gaf mér tíma 29. júlí og ég mátti ráða klukkan hvað.... Klukkan sjö takk ! Ehhh gjarnan, en við byrjum ekki að vinna fyrr en átta, dugar það ? Já jæja ætli það ekki.....
Af því að ég hef engan til að skamma í rauninni, þá ákvað ég bara að skrifa mig frá þessu og mér líður miklu betur núna
Þakka ykkur, þið yndislega fólk fyrir allar kveðjurnar á blogginu mínu, þær yljuðu og fara sko ekkert í súginn, ég geymi þær þangað til 29. júlí
Svo verð ég að fara til yfirmannsins míns á mánudaginn og ákveða með henni hvort ég fer að vinna núna á mánudaginn eða hvort sumarfríið mitt er byrjað núna
Njótið dagsins elskurnar mínar og þakka ykkur fyrir að hlusta... eða sko lesa









Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já framkoma þessara lækna hvað væru þeir ef þeir hefðu enga sjúklinga?Eru það ekki kúnnarnir sem skaffa þeim lifibrauðið?Þú hefur sko allan rétt á að vera snarbrjáluð og hana nú!
Dísa (IP-tala skráð) 21.6.2008 kl. 11:45
Hyski,pakk og lýður
Birna Dúadóttir, 21.6.2008 kl. 12:31
Hvurnig í skjálgeygðum skrattanum geta læknar komið svona fram við fólk??
urrr segi ég nú bara og fnussss...
Heyri í þér fljótlega
Jokka (IP-tala skráð) 21.6.2008 kl. 12:53
Ég hefði flippað út. En það skilar engu og svo er bara að sætta sig við orðinn hlut.
Kveðjur
Jenný Anna Baldursdóttir, 21.6.2008 kl. 13:32
Ótrúlegt og þó, er þetta ekki það sem við er að búast þegar kemur að blessuðum læknunum. Þeirra vani er að láta fólk bíða tímunum saman, hins vegar er þetta lengsta bið sem ég hef heyrt um. Meira en mánuður, gott þú þarft ekki að sitja á biðstofunni allan þann tíma Ninna mín
. Leiðinda framkoma og algjörlega óafsakanlegt!
Sigríður Jóhannsdóttir, 21.6.2008 kl. 16:09
Illa upp alið frá slæmu heimili
Erna Evudóttir, 21.6.2008 kl. 20:15
Tiger, 23.6.2008 kl. 02:13
Æi, ... svakalega var þetta dónalegt af þeim að láta þig ekki vita!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 23.6.2008 kl. 06:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.