... og það verður þá bara að hafa það, trallalla ! Er ekki vísan einhvernveginn svona annars ?Nei ég veit það, en það er ekkert við þessu að gera, mér finnst öllu verra að kattarskrattinn er týndur enn eina ferðina. Ég mundi skilja betur þennan þvæling á honum ef það væri ekki löngu búið að gelda hann
Annars er allt gott hér eins og venjulega, við vorum auðvitað að brasa hérna í húsinu í gær, stefnum leynt og ljóst að verklokum um næstu helgi... helst, þetta er að verða ágætt í bili
Þegar við fluttum inn keyptum við forláta borðstofuskáp með glerhurðum, en við vorum búin að gleyma hvernig skápurinn leit út þegar við fórum að setja hann saman í gær, en hann er fínn
Settum líka upp ljós fyrir ofan borðið og klárum svo í dag að raða inn og þrífa og höldum upp á þennan áfanga með því að snæða læri þar í kvöld. Við höfum fengið ótal hrós og hamingjuóskir með allt þetta brölt okkar hérna og okkur þykir verulega vænt um það
En eitt flottasta hrósið fengum við frá yngri syni mínum, þegar hann sagði að þetta væri nú bara alls ekkert "eins og hjá gömlu fólki" !
Það er mikið hrós frá 22 ára gæja, þegar maður er á þeim aldri þá er fimmtugt fólk nú svona nokkurn veginn skriplandi á grafarbakkanum, ég man það
Njótið þessa sæla sunnudags og munið að brosa og helst sem mest til þeirra sem eiga það ekki skilið, það er fólkið sem þarf mest á brosi að halda
Flokkur: Bloggar | 29.6.2008 | 09:01 (breytt kl. 09:02) | Facebook
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Maí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | ||||
4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 |
11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 |
18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 |
25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Birna Dúadóttir, 29.6.2008 kl. 09:53
Það var mikið hrós, frá kornungum manni. Eigðu ljúfan sunnudag, og vonandi kemur hann Lúkas þinn heim, ég held að hann sé ekki búin að skilja að hann sé geldur, hann er bara á læðufari
Heiður Helgadóttir, 29.6.2008 kl. 10:07
Heldurðu að Lúkas sé kannski á ísbjarnaveiðum...?
Kem fljótlega að skoða herlegheitin
Jokka (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 10:43
Eða ... kannski var Lúkas með *þrjár* kúlur? Og bara tvær farnar?
Einar Indriðason, 29.6.2008 kl. 11:07
Sigríður Jóhannsdóttir, 29.6.2008 kl. 11:28
Er Lúkas ekki fjallaköttur?
Þetta var nú gott hjá Inga
En byrjar lífið ekki fyrst fyrir alvöru eftir 50
og öll börnin farin að heiman
Það verður reyndar 60
hjá mér það er svona að vera að drita niður börnum á gamalsaldri



Dísa (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 11:31
Birna mín: Það fannst mér líka
Heidi mín: Já kannski hann Lúkas sé bara svona lengi að fatta, það eru nú ekki nema ein 4 ár síðan....
Jokka mín: Hm... hugmynd
Láttu sjá þig
Einar minn: Æi og ein sé enn í gangi
Það væri nú ekki nema eftir öðru að ég geti ekki látið gelda kött almennilega
Ragna mín: Nei þau klikka sko ekki
Sigga mín:
til þín
Dísa mín: Allt sem fertug/ur getur, gerir fimmtug/ur miklu betur
Jónína Dúadóttir, 29.6.2008 kl. 13:12
Til hamingju með öll fínheitin. Kannski kötturinn sé ekkert fyrir svoleiðis lagað. Kann greinilega ekki gott að meta. Hvern fjandann er hann að þvælast í þessari norðannepju, nær að vera heima í hlýjunni hjá þér. Njóttu kvöldsins.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 29.6.2008 kl. 16:44
Jenný Anna Baldursdóttir, 29.6.2008 kl. 16:46
'Olöf mín: Þakka þér fyrir
Já, hann er ekkert nema vanþakklætið
Njóttu líka
Jenný mín:
Jónína Dúadóttir, 29.6.2008 kl. 18:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.