Í fréttum er þetta helst :

Helmingurinn af okkur hjónunum skúraði megnið af gólfunum í þessu húsi í gær... og það eru sko fréttirWhistling Ætla ekkert að segja frá hvort okkar það var sem sýndi af sér þennan geigvænlegan dugnað, en núna eru neglurnar á mér miklu hreinni en þær hafa lengi verið, ekkert steinryk eða sagryk eða málning eða spartl eða drulla af neinu tagiTounge Alveg spurning að skúra bara oftar, en það hefur bara ekki þjónað neinum tilgangi að vera að basla við það, bara til að hafa hreint undir næsta skítalag...GetLost Kannski ekki alveg jafn miklar fréttir, að það er ekki alltaf hægt að taka mark á alveg öllu sem sagt er í þessu húsi og kemst á þetta blogg... Verklok um næstu helgi hvað.... ?Blush Við sem sagt ákváðum í gær að skella okkur bara í stofuna líka, rífa upp gamla gólfið og gera nýtt, fyrr yrðum við ekkert almennilega ánægð. Og þá getum við líka klárað að taka upp úr þeim kössum sem eftir eru, við erum ekkert búin að setja neitt í skápana í stofunni, vegna þess að efri hluti skápanna er ca 10 sentímetra frá vegg, þó þeir séu alveg upp við vegginn að neðan og alveg spurning hvort þeir detta bara ekki fram fyrir sig, þegar allt blessað glataríið sem við eigum er komið í þáGrin Við vissum alveg þegar við keyptum húsið að stofugólfið er ónýtt, en ætluðum eiginlega að geyma það þangað til í haust.... er ekki annars komið haust, veðrið gæti alveg bent til þessHalo Mér tókst að tæma 8 kassa í gær úr stæðunni sem er þessa dagana inni í stofu og það var gaman ! Megnið fór í nýja borðstofuskápinn og slatti í eldhúsið, en þar eru ennþá þó nokkrar skúffur svo tómar að það bergmálar í þeimLoL Eigið góðan dag í dag, á meðan þessir klikkhausar hérna halda áfram að rífa og tætaSmile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Krafturinn í ykkur, er húsið bara tekið í nösina á örfáum vikum. Æ, ég vildi hafa þó ekki væri nema fimmtunginn af þessum dugnaði. Ég sit hér ein, maðurinn farinn að vinna en ég í sumarfríi, veður válynd og mikil þörf á að gera eitt og annað innan dyra. Alls staðar ryk og skítur, en ég nenni því ekki. Sit frekar við tölvuna og legg kapal. Geturðu ekki sent kraft eftir línunni Ninna mín? En gangi ykkur vel með stofuna ógisslega duglega fólk!

Sigríður Jóhannsdóttir, 30.6.2008 kl. 08:17

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Sigga mín, *hérna* færðu kraft og *hérna* líka og einn *hér*Láttu ekki svona stelpa þú ert í sumarfríi ! Veistu hvað orðið frí þýðir ? (Æi þetta kom úr hörðustu átt en svaka gaman að arga svona á aðra með þetta )Hafðu það gott og rólegt, en ekki láta þér leiðast, kíktu frekar í kaffi í Þingvallastrætið til mín

Jónína Dúadóttir, 30.6.2008 kl. 08:28

3 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Veistu, ég var að taka gardínur frá eldhúsgluggum og stofugluggum og setja í þvottavél, spurning hvort ég nenni svo að gera eitthvað meira. Ég birtist í kaffi til þín einn daginn, lofa þér því. Ég er orðin svo forvitin að sjá sæta húsið þitt fyrir utan að eiga stund með þér

Sigríður Jóhannsdóttir, 30.6.2008 kl. 08:51

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Innilega velkomin

Jónína Dúadóttir, 30.6.2008 kl. 09:00

5 Smámynd: Birna Dúadóttir

Go Ninna

Birna Dúadóttir, 30.6.2008 kl. 09:50

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Takk Birna mín

Jónína Dúadóttir, 30.6.2008 kl. 10:22

7 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Innlitskvitt

Gunnar Helgi Eysteinsson, 30.6.2008 kl. 10:28

8 identicon

Góðan dag þú ofvirka frú  jú takk heilsið skánað mikið hehe..þarf að heyra í þér mjöööög fljótlega..

Jokka (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 11:16

9 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Gunnar minn: Takk fyrir innlitið

Jokka mín: Ofvirka hvað ?Hvað þýðir mjöööög fljótlega ?

Jónína Dúadóttir, 30.6.2008 kl. 13:54

10 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Mér fallast nú bara hendur þegar að ég les þessi ósköp. Auðvitað rífið þið upp stofugólfið, illu er best aflokið. Var það kallinn sem að skúraði, fannst það líklegt, er kisi kominn heim Kitty 1 





Heiður Helgadóttir, 30.6.2008 kl. 15:28

11 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Heidi mín: Heldurðu að kattarskrattinn hafi ekki birst allt í einu í morgun, emjandi af .... einhverju ég veit ekki...Heyrðu já heldurðu ekki að það hafi verið hann sem skúraðiNei það var ég og bara af því að ég bað hann ekki um það, ég skúra miklu betur

Jónína Dúadóttir, 30.6.2008 kl. 17:48

12 Smámynd: Júdas

þvílíkur dugnaður......og svo var ekki hægt að mála einn vegg og slá aðeins fyrir bloggfélaga sinn.   Maður spyr sig............

Júdas, 30.6.2008 kl. 20:39

13 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Júdas minn.... æi sko... má auðvitað ekki vera að því

Jónína Dúadóttir, 30.6.2008 kl. 21:32

14 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Áður en þó veist af verða allir skápar orðnir troð fullir.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 30.6.2008 kl. 21:41

15 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Já Ólöf mín, rétt hjá þér og nú þegar stefnir allt í það

Jónína Dúadóttir, 30.6.2008 kl. 21:46

16 Smámynd: Tiger

 Það er nebbla það sko! Þetta vissi ég alltaf - á meðan aðrir vinna og skúra og sollis - þá situr þú og skolar neglurnar og lakkar þær og skipar fyrir!!! I knew it ...

Júmm, það er alltaf svo gott að sjá á eftir einum og einum kassaskratta út í ruslið - og innihaldið uppí skáp eða ofaní skúffu. Ég trúi því vel að tilfinningin sé góð að sjá hvern hlut klárast og sjá þá verða eins og maður lagði upp með í byrjun sem hugmynd. Maður á að taka svona til þegar maður flytur - og ekkert að vera að bíða með eitt herbergið eða þannig - því það endar bara með því að það verður aldrei gert, eða þannig.

Vona að þú farir nú að hjálpa smá við skúringar og hættir að hugsa um neglurnar - hefur ekkert við neglur að gera kvossimer - ert ekkert köttur, only kerling .. ing ... ing ... g....

Sendi póstkort með teiknuðu knúsi ... later ... much later - ef ég man eftir því!

Tiger, 30.6.2008 kl. 22:41

17 Smámynd: Birna Dúadóttir

Skemmtilega skrítin skrúfa þessi

Birna Dúadóttir, 30.6.2008 kl. 22:48

18 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Hann Högni minn, já hann elskar mig tú píses

Jónína Dúadóttir, 1.7.2008 kl. 06:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband