... til að kvarta yfir eða rífast um eða ergja mig á.....
Nema ef vera skyldi veðrið, en ég nenni bara ekki að vera að láta eitthvað fara í taugarnar á mér sem ég ræð ekki við. Sumt fólk virðist hreinlega hafa skoðanir á öllu, sama hvort það þekkir nóg til málanna eða ekki og stundum finnst mér vera búið til hálfgert fjaðrafok út af engu... bara til að þyrla fjöðrum. Ég hef alls ekki skoðanir á öllu, ég nenni því ekki og þarf þess alls ekki heldur og þá þyrfti ég líka að fara að setja mig algerlega inn í allt og ég kemst ekki yfir það. Fullkomnunaráráttan mín losar sem sagt blogglesendur mína og fleiri, við alls konar leiðindi og segiði svo að áráttur geti ekki komið sér vel
Ég hef aðra áráttu sem er held ég kölluð miðjubarnakomplex, þarf alltaf að vera að laga allt og gera gott úr öllu og allir eiga að hafa það gott og líða vel, en ef ég kann að telja þá er ég samt alls ekki miðjubarn
Á tímabili gekk þetta svo langt að það lá við að ég skipaði fólki að láta sér líða vel, en ég er mikið farin að róast
Mig langaði aldrei til að vera hárgreiðslukona eða hjúkrunarkona eða gifta mig í hvítum brúðarkjól þegar ég var lítið, mig langaði bara til að laga allt, hafa svona viðgerðarverkstæði
Og til að bæta nú gráu ofan á svart þá þoldi ég ekki Bítlana, sem spúsi minn kemst ekki yfir að skilja og las ekki blöð nema þau væru heftuð saman í miðjunni
Njótið dagsins og munið að rigning er góð... fyrir gróðurinn







Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Maí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | ||||
4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 |
11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 |
18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 |
25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.5.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Yndislegt þetta með miðjubarnakomplex, veistu, ég er næst yngst af sjö systkinum (er reyndar í miðjunni í seinni hlutanum) og þetta hefur verið mitt hlutskipti. Eins og ég er mikil frekja, þá fannst mér ég alltaf þurfa að miðla málum í systkinahópnum (þarf þó ekki lengur
) En Ninna mín, þú ert yndisleg manneskja
, tekst alltaf að sjá björtu hliðarnar á tilverunni, betra að fleiri væru svona. Njóttu dagsins mín kæra og mundu að rigningin er góð fyrir gróðurinn, ég þurfti þessa áminningu
Sigríður Jóhannsdóttir, 1.7.2008 kl. 07:39
Mig hefur aldrei langað til að verða hjúkka, mig sundlar þegar að ég sé blóð, og alls ekki hefði ég getað rótað í hári alla daga. Get varla klippt toppinn á mér sjálf. Held að minn draumur hafi alltaf verið að verða stórt skáld þegar að ég var lítil. Í dag er ég hætt að vera með framtíðardrauma.
Eigðu góðan dag kæra miðjubarn
Heiður Helgadóttir, 1.7.2008 kl. 08:15
Sigga mín: Ég urraði nú pínu í morgun sko þegar ég sá að það var ennþá rigning...... enn einn daginn....
Ég veit ekki þetta með yndisleg manneskja, mér finnst að það lýsi því best hversu yndisleg manneskja þú ert, að þú skulir segja þetta
Þakka þér samt fyrir, frábært að fá svona hrós inn í daginn
Ég nýt dagsins, við að rífa upp stofugólfið... í rigningunni
Heidi mín: Af hverju ertu hætt að vera með framtíðardrauma ? Ertu viss ? Breytast draumarnir ekki bara aðeins með aldrinum ?
Hafðu það best heillin góð og mundu að það kostar ekkert að láta sig dreyma
Jónína Dúadóttir, 1.7.2008 kl. 08:32
Mér finnst rigningin góð
Það bestaer að fara út að labba eftir og líka í rigningu þá er loftið svo tært og yndislegt
Dísa (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 09:00
Góðan daginn Dísa mín, mér finnst rigningin líka góð... þegar ég er inni
Er barnabarnið komið ?
Jónína Dúadóttir, 1.7.2008 kl. 09:21
Nei en hann er að gera útaf við móðurina því hún er búin að vera með slæma verki í marga daga en hún verður ekki látin ganga með nem til 3 júlí
Dísa (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 09:28
Æi, skilaðu bestu kveðjum og við vonum að það fari nú eitthvað að gerast, strax !

Jónína Dúadóttir, 1.7.2008 kl. 09:32
Og hér er komin sól...
Gunnar Helgi Eysteinsson, 1.7.2008 kl. 11:07
ps. Góð færsla.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 1.7.2008 kl. 11:08
Takk Gunnar minn
Bið að heilsa sólinni....
Jónína Dúadóttir, 1.7.2008 kl. 11:37
Diplomat er miðjunafnið mitt og ég er miðjubarn... Að vísu er elsta barnið mitt af þremur alveg eins og ég, alltaf að reyna að sætta og gera gott úr öllu, svo það er spurning hvort þetta er miðjan eða genetískt..
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 1.7.2008 kl. 16:01
Ég vinn að því leynt og ljóst að fækka skoðunum mínum. Það gengur erfiðlega.
Knús á þig.
Jenný Anna Baldursdóttir, 1.7.2008 kl. 17:10
Það er ágætt að vinna inni er rignir. Svo fer maður bara út er styttir upp. Það styttist í það.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 1.7.2008 kl. 18:03
Jóhanna mín: Hjá mér hlýtur það að vera genatískt, ég er fjórða yngst af ellefu
Ég trúi því vel að þú sért hinn fullkomni diplómat
Jenný mín: Nei ekki fara að takmarka þig neitt, fyrir alla muni, þú ert skemmtilegust alveg eins og þú ert
Knús til baka á þíg
Ólöf mín: Æi já ég vona sannarlega að það sé farið að styttast í að við fáum gott veður
Jónína Dúadóttir, 1.7.2008 kl. 18:37
Ég ætlaði nú bara að verða búðar-kona þegar ég yrði stór,í hvítum kjól(ætli það hafi verið einhverjir brúðarkjólakomplexar)

Birna Dúadóttir, 1.7.2008 kl. 18:43
Já örugglega heiftarlegir brúðarkjólakomplexar
Jónína Dúadóttir, 1.7.2008 kl. 18:50
Jamm, ég hef engar skoðanir á neinu og kæri mig eiginlega ekki um að hafa þær - skoðanir sko! Er bara einhvern veginn hérna, veit ekki alveg afhverju - en kannski bara fauk ég hingað í þínu fjaðrafoki.
Ég gruna að við höfum verið sáluferðafélagar nokkuð lengi allavega - því ég ætlaði sannarlega að verða smíðasnillingur sem gat lagað alla þá hluti sem brotnuðu eða löskuðust á einhvern hátt. Ætlaði að verða smíðastrumpur af guðs náð með meiru. Núna er ég bara - með meiru.. neinei ég er ekki strik með meiru heldur er ég bara ... jamm með meiru.
Ótrúlega leiðinlegt að umgangast fólk sem hefur skoðun á öllu mögulegu - og telur að sín skoðun sé ætíð sú eina sanna og sú eina rétta, hlusta ekki á nein rök og standa með nefið uppí loft ef maður reynir að útskýra sína skoðun á málunum. Því er stundum bara best að vera skoðanalaust kvekendi .. eða þannig náttla!
Veit ekki hvaða skoðun þú hefur á sms knúsum - svo ég sendi þér ekkert slíkt, en er ennþá að hugsa um að senda teiknað stykki á póstkorti einhvern tíman ef ég man eftir - á Rok&FiðurFokstræti sixtýnine in the northpole ...
Tiger, 2.7.2008 kl. 01:18
Hef aldrei fengið sms knús svo ég hef enga skoðun á því
Jónína Dúadóttir, 2.7.2008 kl. 07:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.