Jæja.....

Við fórum í gær í verslunina þar sem við keyptum eldhúsinnréttinguna og ætluðum að kaupa þar eitt stykki fataskáp í svefnherbergið okkar. Við þyrluðumst út úr búðinni á ólöglegum hraða hvort um annað þvert, þegar við sáum verðið á herlegheitunum.....Wink  Við vorum svo heppin að við keyptum eldhúsinnréttinguna rétt áður en allt fór áleiðis til andsk... í efnahagsmálunum hérna og þóttumst góð með það. Ekkert agalegt að borga hálfa milljón fyrir stóra eldhúsinnréttingu í vor, en ekki sjens í helv... að fara að borga sömu upphæð núna, fyrir eitt stykki fataskápPinch Sölumaðurinn talaði um einhverja 35% hækkun sem hefði komið ofan á þetta dót, en ég er ekki alveg svo léleg í reikningi að ég fáist til að trúa því, að innrétting sem kostaði hálfa milljón þá og kostar milljón í dag hafi bara hækkað um 35%.....GetLost Leiðréttið mig ef ég hef rangt fyrir mér en mér finnst þetta frekar vera 50%Við erum svo heppin aftur, að vera ekki öryrkjar og ekki ennþá komin á ellilífeyrisaldur, sem þýðir að við höfum alveg nóg á milli handanna, en það eru samt takmörk. Svo við smíðum bara skápinn sjálf og spörum okkur nokkra hundraðþúsundkalla á þvíGrin Hætt, farin að smíða skáp með spúsa mínum ! Njótið dagsins, það er alveg að koma gott veðurSmile   

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Indriðason

Hmm... ef ég man prósentureikninginn minn rétt, þá hefur vara, sem var í 500.000, og hækkað upp í 1.000.000, hækkað um 100% (semsagt jafngildi upphaflega verðsins einu sinni til viðbótar).

Þetta er dýr skápur, ef hann kostar milljón, en... hvað veit ég.  Kannski á þessi skápur að vera nógu stór til að geta geymt bæði háfinn góða, og eins Lúkasinn ykkar með 3 kúlur (mínus 2)?

Einar Indriðason, 2.7.2008 kl. 08:45

2 identicon

var þessi 100% skápur heilt herbergi?

Dísa (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 09:13

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Einar minn: Takk fyrir leiðréttingunaSkápurinn kostar 500 þ. núna sem er sama verð og eldhúsinnréttingin kostaði í apríl, en hún er núna komin rétt uppundir milljón

Dísa mín: Skápurinn er 3 metrar á breidd og 2.20 á hæð og svo þessir stöðluðu 60 cm á dýpt, sem teldist nú varla stórt herbergi

Jónína Dúadóttir, 2.7.2008 kl. 09:30

4 Smámynd: Júdas

Það er aldelishhh hækkun.  Er ekkert Ikea í þessum landshluta?  Borgar sig greinilega að fljúga tvö suður í rómantíska skápakaupaferð með viðkomu á Grand hóteli, Argentínu steikhúsi og Bláa lóninu

Júdas, 2.7.2008 kl. 10:05

5 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

35% hækkun á innréttingunni segir sölumaðurinn, úr 500 þús í nærri milljón. Hvar skyldi hann hafa lært verslunarreikning blessaður? Tæplega 100% hækkun, vá!

Sigríður Jóhannsdóttir, 2.7.2008 kl. 11:08

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Um að gera að föndra bara sjálfur.  Njóttu dagsins.

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.7.2008 kl. 11:23

7 identicon

Geturðu ekki bara sagað niður tréin í garðinum ykkar og smíðað bjálkafataskáp?  alveg óþolandi hvað allir verslunareigendur hafa hækkað allar vörur, átti enginn neitt á lager eða...fnussss...

En annars..takk fyrir okkur í gær  alltaf gaman að koma til ykkar

Jokka (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 12:07

8 Smámynd: Tiger

 Æi, þú ert svo mikið rassgat kerfisvillan mín - og svona langlangbest í reikningi .. æi nei nei ég ætla ekkert að nudda þér uppúr þessari villu sko! Eða kannski bara smá sko ..

Skápar og stórir hlutir sem maður þarf að versla eru skelfilega dýrir, og hækka bara og hækka - án þess að stækka. Maður skilur stundum ekki verðlagningu sumra hluta. En, sumar verslanir virðast ekki vera gerðar nema fyrir ráðherrana, bankastjórana og forstjórana...

Hugsa sér t.d. nettur skenkur kostar á bilinu 150 þúsund til 180 þúsund, en ef það eru glerhurðir í honum - þá kostar hann minnst 280þúsund?? Halló - glerið í hurðir kosta sem sagt um 100þúsund krónur... usssogfrusss!

Góð hugmynd hjá ykkur að smíða bara sjálf skápinn - passa sig bara á því að smíða sig ekki inní blessaðan skápinn! En, það er svo sem líka í lagi - því þið getið alveg verið gift áfram og það með blessun kirkjunnar - þó þið séuð inni í skáp, sem er gott og blessað.

Næst þegar þú opnar skápinn þinn - þá mun hrynja á þig knús og kveðjur, enda er ég búinn að hella úr fullum vörubíl inn um gluggann hjá þér af slíkum lúxusvarningi ... njóttu gellan þín og mundu að knúsin eru ókeypis - í boði Tiger - sko ekki Tigerverzlanna í kringlunni heldur bloggarans jú nó!

Tiger, 2.7.2008 kl. 13:44

9 Smámynd: Jóhanna Pálmadóttir

Vá, algjört rán!!!

Jóhanna Pálmadóttir, 2.7.2008 kl. 13:48

10 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Júdas minn: Þú ert flottur að skipuleggja, við eigum örugglega eftir að nota þessa hugmynd þó seinna verðiNei við erum ekkert með IKEA hérna, sem mér finnst leiðinlegt....

Sigga mín: Gæti verið að ég hefði kennt honum ?

Jenný mín: Ójá það er svo gamanNjóttu dagsins líka

Jokka mín: Takk fyrir komuna í gær og komið sem fyrst afturÉg bara tími ekki trjánum, þau eru svo stór og fallegÉg held að allir lagerar hafi verið passlega tómir þegar krónan féll...

Högni minn: Takk fyrir öll knúsin, þau eru yndislegOg mér er alveg sama þó þú veltir mér upp úr villunum mínum, ég þoli það alvegBetra að gera nokkrar villur og hafa gaman, en að gera aldrei neitt af ótta við að gera villur og láta sér leiðast

Jónína Dúadóttir, 2.7.2008 kl. 13:55

11 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jóka mín: Já mér finnst það líka enda erum við byrjuð að smíða skáp sjálf, keyptum efni í morgun. Sleppum með max 120.000

Jónína Dúadóttir, 2.7.2008 kl. 15:07

12 Smámynd: Birna Dúadóttir

Hurðu,mig vantar líka fataskáp,hann þarf ekkert að vera svo stórÉg skal bara senda þér teikningu

Birna Dúadóttir, 2.7.2008 kl. 18:54

13 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ekki málið Birna mín, þú verður þá að koma og ná í hann

Jónína Dúadóttir, 2.7.2008 kl. 19:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband