Hillingarnar... ógurlegu......;-)

Það er líklega ekki í frásögur færandi hjá fólki svona yfirleitt, en ég bakaði pönnukökur í gær. Mér finnst full ástæða til að færa það í letur, vegna þess að ég er þekkt fyrir að baka... yfirleitt aldreiGrin  Ég held því statt og stöðugt fram að ég hafi bakað yfir mig í ferðaþjónustubransanum í sveitinni í denn, en ég á nú líka afskaplega auðvelt með að finna hinar ýmsustu afsakanir fyrir letinni í sjálfri mérToungeEn í gær hafði ég virkilega gaman af því að brasa þetta og upplifunin var allt öðruvísi en þegar ég var að þessu í denn tid, þá gerði ég þetta af skyldurækninni einni saman og mikið fannst mér það leiðinlegtBlushAð baka í eldhúsi þar sem er nóg pláss, allt er við höndina, staður fyrir allt og allt á sínum stað, það er flott. Engar meiri háttar tilfæringar með örbylgjuofninn og kaffikönnuna, þó það eigi eitthvað að gerast á eldhúsbekknum, eins og það var í öreldhúsinu okkar í Fjallakofanum. Þar þurfti ég líka að reka alla út úr eldhúsinu ef ég ætlaði að gera eitthvað aðeins umfangsmeira en bara að skipta um skoðun, til dæmis að baka pönnukökur. Ég sé framtíðina fyrir mér í einhverskonar hillingum... ég bakandi og brasandi í fína eldhúsinu mínu daginn út og daginn inn.... nei nei, það er ljótt að ljúga svonaLoLEn mér finnst miklu meira gaman að vinna þessi verk í þessu eldhúsi en öllum öðrum eldhúsum sem ég hef unnið í og það er bara hið besta málJoyfulOg ekki skemmdi það fyrir, að það kom fullt af bæði litlu og stóru, yndislegu fólki til að borða pönnukökurnarHeartÉg óska ykkur öllum ljúfs og góðs dags og það er alveg að koma gott veður.... vona égSmile 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Vá, hvað þú hefur nú verið dugleg Ninna mín, sammála þessu með eldhús. Mitt er lítið og ekkert hægt að gera í því nema setja allt á annan endann áður, allt fyrir og hvergi pláss. Þess vegna baka ég heldur aldrei, eða eiginlega aldrei

Hafðu það gott í dag mín kæra!

Sigríður Jóhannsdóttir, 3.7.2008 kl. 08:07

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Æi elskan mín þetta var nú meira skemmtun en dugnaðurEn takk samt ljúfan mín

Jónína Dúadóttir, 3.7.2008 kl. 08:30

3 Smámynd: Jóhanna Pálmadóttir

Það er YNDISLEGT að stússast í almennilegu eldhúsi!!!

Jóhanna Pálmadóttir, 3.7.2008 kl. 11:34

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Já beibísystir og verður alltaf skemmtilegra og skemmtilegra eftir því sem við komum okkur betur fyrir

Jónína Dúadóttir, 3.7.2008 kl. 12:11

5 identicon

Loksins er Tómas Rafn mættur í þennan heim kom kl 09.45 í morgun 4155 gr og 55.5 cm og heilsast móður og barni báðum vel og amma var nú líklega á staðnum  

Dísa (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 15:14

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Nammmiii .. ég er orðin svo svöng og er að fara heim, mig langar í pönnukökur, en þær eru á bannlista!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 3.7.2008 kl. 16:14

7 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Dísa mín: TIL HAMINGJU MEÐ TÓMAS RAFNKysstu afann frá mér og skilaðu innilegum hamingjuóskum til foreldranna

Jóhanna mín: Æi skinnið mitt....Hún ég er sko alls ekki með neinn bannlista 

Jónína Dúadóttir, 3.7.2008 kl. 19:16

8 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Innlit

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 3.7.2008 kl. 22:40

9 Smámynd: Birna Dúadóttir

Mér sýnist húsmóðurferillinn bara vera á hraðri leið til fullkomnunar

Birna Dúadóttir, 3.7.2008 kl. 23:05

10 Smámynd: Tiger

 Veistu - ég held að þú eigir eftir að ráða þér bara eldabusku í nýja eldhúsið - en hún má náttla ekki vera gömul - hún verður að vera ung - og ný! Ekki á gömul eldabuska vera í nýju eldhúsi - passar bara alls ekki!

Þá gætir þú bara haldið áfram að lakka neglurnar og kíkja innum gluggana hjá nágrönnum þínum.

Ég baka helling - en veistu hvað ég baka?  Aðallega kanelsnúða!

Annars baka ég brauð og kökur af mikilli list - og fer bara ferlega létt með það - en ætla samt alls ekki að sækja um eldabuskustarfið hjá þér. Nennekki að vera eldabuska hjá pokakerlingu sem væri stanslaust að koma í eldhúsið til að knúsa mig .. *knús*.

Búinn að setja nokkur knús í ofninn handa þér - og býð þér þau seinna - með kaffisopanum ... over and út héðan!

Tiger, 4.7.2008 kl. 01:58

11 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ólöf mín: Takk fyrir innlitið

Birna mín: Já ég er eiginlega farin að hafa svolitlar áhyggjur af þessu

Högni minn: Þú átt inni hjá mér svo mörg hlý knús......

Jónína Dúadóttir, 4.7.2008 kl. 07:47

12 Smámynd: Erna Evudóttir

Já þetta með fyrirmyndarhúsmóðirina vitnaðist nú suður yfir heiðar fyrir margt löngu síðan

Erna Evudóttir, 4.7.2008 kl. 07:53

13 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Það er alveg hægt að láta eins og maður sé fyrirmyndarhúsmóðir, þó maður það ekki í sér

Jónína Dúadóttir, 4.7.2008 kl. 08:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband