... og svo margt sem ég skil ekki... Nú er búið að reka úr landi hjón með lítið barn, sem eftir öllum fréttum að dæma virðist vera fyrirmyndarfólk, svona fólk sem við ættum að bjóða velkomið að búa í landinu okkar. Þau leita hingað vegna þess að hann gæti átt á hættu að verða drepinn heima hjá sér, án þess þó að hafa gert annað af sér en að hafa aðrar skoðanir en þarlend stjórnvöld
En nei við höfum engan áhuga á að leyfa þeim að búa hér, við viljum frekar fá heilu hópana af þjófum og alls kyns vitleysingum, sem gera svo ekki annað en að brjóta af sér og skattpeningarnir okkar fara svo í að taka þá til fanga, rannsaka málin þeirra og rétta yfir þeim..... Og það má ekki einu sinni fara fram á að þeir sýni sakavottorð við komuna...
Íþróttamenn, sem mér finnst nú ekki að hægt sé að segja að geri mikið gagn fyrir þjóðfélagið, frekar bara skemmtun fyrir þá sem kunna að meta það, virðast fá ríkisborgararétt bara 1,2 og 3....
Svo er voða gott að vera tengd inn í fjölskyldu fólks sem fer með völd hér og á peninga, það er örugg ávísun til að fá 1,2 og 3 flýtimeðferð á dvalarleyfi hér.....
En við skyldum passa okkur á því að fara ekki að hleypa inn í landið ósköp eðlilegu fólki, fólki sem til dæmis hefur unnið að velferðarmálum í stórum stíl og það meira að segja í samvinnu við okkur íslendinga, sem erum auðvitað að okkar eigin mati alveg hreint einstakir mannvinir og þá skyldum við alveg sérstaklega passa okkur á svona eðlilegu heiðarlegu fólki, sem virðist ekki vera líft í sínu eigin heimalandi...
Ég segi eins og ein góð bloggvinkona mín í pistli um daginn, þegar hún var ferlega hneyksluð: "Eru ekki allar hænurnar heima ?"
Hm.... njótið dagsins eins og kostur er....
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Maí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | ||||
4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 |
11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 |
18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 |
25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.5.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 173170
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er svo sammála þér! Skil ekki haus né sporð af þessu..
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 4.7.2008 kl. 10:34
Eina ferðina enn sanna stjórnvöld hversu mikill mannkærleikur er innanbúðar hjá þeim. Það virðist engu máli skipta þessa skriffinnskuplebba hvernig fólkið er, hvernig ástatt er hjá því, eftir skrifræðinu skal farið og hana nú!
Sammála þér Ninna mín, þetta er til skammar!
Sigríður Jóhannsdóttir, 4.7.2008 kl. 11:05
Er ekki alveg að skilja þetta, getur varla skaðað að leyfa þessu blessuðu fólki að búa hér
Hefur einhverntíman einhver fengið pólítískt hæli á Íslandi?
Erna Evudóttir, 4.7.2008 kl. 14:32
Jóhanna mín: Æi það er gott, ég er þá ekki ein um að vera svona sljó...
Sigga mín: Já og fela sig svo á bak við einhver skítalög sem enginn annar notar lengur, þetta er bara skammarlegt
Erna mín: Ég þori ekki að fullyrða um hvort einhver hefur fengið hæli hér sem pólitískur flóttamaður, en mér finnst einhvertímann ég hafi heyrt að það væri 1 manneskja
Jónína Dúadóttir, 4.7.2008 kl. 14:42
Það sem mér þykir merkilegt í sambandi við lög er að menn láta eins og þau séu náttúrulögmál. Lögin eru fyrir menn en mennirnir ekki fyrir lögin og ef lögin koma illa við fólk, hvort sem það er íslenskt eða vill kannske bara verða íslenskt, þá eru þau vond og ber að breyta þeim. Ég er náttúrulega ekki lögfræðingur, eða alþingismaður, hvað þá ráðherra, sem betur fer, en þetta er samt mín skoðun!
Sigríður Jóhannsdóttir, 4.7.2008 kl. 15:18
Skítt
Birna Dúadóttir, 4.7.2008 kl. 21:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.