... eftir að hafa lesið pistil hjá bloggvinkonu minni Jóhönnu M&V, þar sem hún vitnar í blogg hjá manni sem heldur því fram að samkynhneigð sé eitthvað sem fólk velur sér
Og það þurfi að bjarga samkynhneigðum... frá sjálfum sér þá
Ok ég veit það er ekki fallegt að hlægja að fávisku og skorti á almennri skynsemi, en ég bara get ekki hamið það... sorry... Það er árið 2008 eftir því sem ég best veit, ekki 1908 nefnilega
Ég vil taka það fram að nú veit ég ekki á hvaða aldri hann er þessi viskubrunnur, en varla getur hann verið kominn hátt á níræðisaldur, held ekki að fólk á þeim aldri bloggi mikið...
Sko fólk komið á þann aldur er langflest nefnilega með fordóma, það segir sig sjálft og eitt karlrassgat á tíræðisaldri þekki ég sem kallar samkynhneigða alltaf kynvillinga. Fordómar vaxa af fávisku og engu öðru og í gamla daga, segjum snemma á síðustu öld þá var engin vitræn umræða í gangi um samkynhneigð, ef hún var þá nokkur í þá daga.... En í dag árið 2008, er talað og skrifað um allt milli himins og jarðar, sem betur fer og það ætti enginn að þurfa að lifa í fáfræði svo framarlega sem viðkomandi er læs, heyrir sæmilega og skilur mælt mál. Nú ætla ég að fara út í góða veðrið og gá hvort ég finn ekki einhvern til að bjarga
Njótið dagsins elskurnar mínar






Flokkur: Bloggar | 5.7.2008 | 11:29 (breytt kl. 19:39) | Facebook
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Maí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | ||||
4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 |
11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 |
18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 |
25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jamm,það verður auðvitað að bjarga þessu fólki frá sjálfu sér
Sumir eru kannski bara vitlausari en aðrir
Birna Dúadóttir, 5.7.2008 kl. 11:36
Já Jónína, þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég lendi í rökræðum við Mofa út af samkynhneigðum. Hann er í söfnuði Sjöunda dags aðventista, en þeir ala börnin upp í því að samkynhneigð sé álíka synd og að vera þjófur og að þetta sé val. Að ræða við þetta fólk um samkynhneigð er eins og að berja höfði við stein. Þannig er það um flesta bókstafstrúaða.
Að vera bókstafstrúarmaður er eins og að ef þér er sagt að borða fisk, þá borðar þú fiskinn með haus, roði og beinum. Kannt ekki að flokka ...
Það sem við skrifuðum er hér:
"Biblían er alveg skýr að hún er vond. Fólk má alveg vera eins og það vill en það breytir því ekki að Guð hefur fordæmt þessa hegðun. Hvað ef Biblían hefur rétt fyrir sér og þetta er af hinu slæma fyrir þá einstaklinga sem velja þetta? Væru kristnir þá ekki glæpsamlega sekir eins og einstaklingur sem segir ekki eihverjum að eiturlyfja neysla er slæm?"
(feitletrun er mín) ..
Knús og krams
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 5.7.2008 kl. 11:55
p.s. þetta kemur svolítið ruglingslega fram... textinn í dökka rammanum er það sem ég sagði en fyrir neðan er það sem Mofi svaraði mér.
annað knús.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 5.7.2008 kl. 11:58
Lestu Snorra í Betel, hann bloggar oft um þetta málefni
og hann er ekki gamall. Ég verð bara svo reið þegar ég les blogg fólks sem fer í einu og öllu eftir mörg þúsund ára gamalli ritningu. Gamalt fólk, sem er þó auðvitað yngra en 100 hefur þessa fordóma svo þeir sem skrifuðu ritninguna höfðu það auðvitað líka. Fyrir minna en 100 árum (og er reyndar enn) töldu hvítir að þeirra kynstofn væri æðri en aðrir, það hefur breyst (a.m.k. hjá sumum) það sama gildir um samkynhneigð, fordómarnir eru sem betur fer fara þeir minnkandi.
Hafðu það nú gott í sólinni Ninna mín!
Sigríður Jóhannsdóttir, 5.7.2008 kl. 12:57
...talandi um árið 2008, þá er karl (mér er sama hvað aðrir segja þetta er karl) búinn að fæða barn
, síðasta vígið okkar kvenna fallið
og veistu ég á ekkert erfitt með að kyngja því
Sigríður Jóhannsdóttir, 5.7.2008 kl. 13:28
Karlinn sem átti barnið,flottastur
Fordóma er yfirleitt hægt að rekja til fáfræði.Einhverjir"æðstuprestar"töluðu um að afhomma,það gæti verið gaman að sjá hvernig það fer fram
Birna Dúadóttir, 5.7.2008 kl. 13:47
„Æðstuprestarnir“ tala sumir enn um afhommun, bæði í Krossinum og Hvítasunnunni
. Sem betur fer hlusta fæstir á svona, en þetta eru samt „fræ“ sem ná rótum hjá sumum, því miður
Sigríður Jóhannsdóttir, 5.7.2008 kl. 15:42
Þið eruð allar æðislegar og skynsamar konur með hugsunina í höfðinu en ekki með nefið ofaní einhverri eldgamalli bók
Ég hef prófað að lesa Snorra í Betel og aðeins kíkt á fleiri svona að eigin mati æðstupresta, nenni ekki að þrasa við þá
"Síðasta vígið" hefði alveg mátt falla fyrr, mér hefði fundist allt í lagi að minn fyrrverandi hefði gengið með svo sem eins og eitt barn
Jónína Dúadóttir, 5.7.2008 kl. 17:30
Og afhommun mundi mig virkilega langa til að sjá
Jónína Dúadóttir, 5.7.2008 kl. 17:30
Sigríður Jóhannsdóttir, 5.7.2008 kl. 17:46
Nákvæmlega
Jónína Dúadóttir, 5.7.2008 kl. 18:40
Dísa (IP-tala skráð) 5.7.2008 kl. 19:43
Dísa mín, hlakka mikið til að fá ykkur
Og þú sagðir það, samkynhneigiðr eru bara fólk eins og við, okkur kemur nefnilega ekkert við hvað fólk gerir undir sænginni sinni

Jónína Dúadóttir, 5.7.2008 kl. 20:28
N'Akvæmlega get ekki verið meira sammála
Dísa (IP-tala skráð) 5.7.2008 kl. 22:34
Jóhanna: þetta fáfræða fólk sem felur sig á bakvið bók... fer afskaplega í pirrurnar á mér.
Jónína: Ég skil ekki þessa fordóma
Gunnar Helgi Eysteinsson, 6.7.2008 kl. 21:56
Gunnar minn, ekki ég heldur
Jónína Dúadóttir, 6.7.2008 kl. 22:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.