Það er dásamlegt að vakna snemma á sunndagsmorgni, í góðu veðri, vel út sofin og heil heilsu
Það fyrsta sem ég sá þegar ég vaknaði var svakalega góð byrjun á fataskáp inni í herberginu okkar, hann erum við búin að dunda við að smíða um helgina. Okkur fannst fataskápur fyrir tæpa hálfa milljón vera aðeins of mikið af því góða, svo við fórum í Húsasmiðjuna og keyptum efnið í hann. Við eigum eftir að fá hurðir á herlegheitin en í allt kostar þetta innan við 150 þúsund, samt er þetta frekar stór skápur. Og nú eru fötin okkar, rúmfötin, handklæðin og allt það dót, komið upp úr pokum og kössum og ferðatöskum, inn í grindurnar sem við settum upp í gær. Það versta við allt svona bras er, að okkur finnst þetta svo gaman og svo erfitt að hætta....
En það er bara gott enn sem komið er, það er nóg eftir sem okkur langar til að gera og slatti líka sem við eiginlega bara þurfum að gera
Okkur finnst þetta miklu skemmtilegra en að vera einhversstaðar drukkin fram á miðja morgna og hafa svo ekki heilsu til að hugsa heila hugsun daginn eftir, að ég tali nú ekki um að gera eitthvað sem gagn er að, þannig að "skemmtanalífið" fer alveg fram hjá okkur á þessu heimili
Við þekkjum allt of mikið af fólki á okkar aldri, sem setur bara stefnuna á föstudaginn með það í huga að "hrynja í það".... vikan fer öll í það að hlakka til næsta helgarfyllerís....
Svo setur þetta sama fólk óspart út á okkur fyrir að vilja frekar vinna í húsinu okkar, en málið er að það er bæði skemmtilegra og gefur okkur miklu meira en öll þeirra fyllerí til samans
Og með þessa speki sendi ég ykkur öll inn í yndislegan sunnudag og vona að þið hafið það ofsalega gott í dag







Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Maí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | ||||
4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 |
11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 |
18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 |
25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.5.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég gæti ekki verið meira sammála.Það skilur svo margfalt meira eftir sig að sleppa því að hrynja í það
Birna Dúadóttir, 6.7.2008 kl. 08:57
Birna mín:

Hjördís mín: Sofðu vel
Jónína Dúadóttir, 6.7.2008 kl. 09:18
Brauðið er búið,góð
Hmm gamla vinkonu mína,nú er ég forvitin
Birna Dúadóttir, 6.7.2008 kl. 09:26
Hei, er ekki kominn tími á smá pásu frá verklegum framkvæmdum. Nei annars ég fylgist með hér úr tölvusætinu. Hahaha
Jenný Anna Baldursdóttir, 6.7.2008 kl. 11:05
Jenný mín: Þetta er bara svoooo gaman
Jónína Dúadóttir, 6.7.2008 kl. 11:07
Mér sýnist örla soldið af fordómum í garð þeirra sem kunna að fá sér örlítið neðan í það um helgar. Áfengi á að vera gleðigjafi, mundu að Jesús breytti vatni í vín, og Páll postuli ráðlagði mönnum að dreipa á örlítlu að áfengi. Það þarf nenfnilega ekki allir að vera drykkusúklingar sem bíða eftir helgunum til að detta íðað. Það eru ekki allir morðingjar sem eiga byssur og eða hnífa. Það að kunna að fá sér áfengi og skemmta sér í góðra vina hópi, og vakna svo jafnvel á kristilegum tíma daginn eftir, með enga þynku (eins og ég) það er líka gaman. Og það er ekki það sama og að vera komin með tilhlökkunar skjálfta á miðvikudegi til að hrinja í það eins og þú orðar það, og sofa svo langt fram á dag, og missa af því að smíða fataskáp helst kl 7. um morguninn. Mér þætti einu sinni gaman á sjá þig skrifa fordómalaust um áfengisdrykkju, þá þessa sem ég tala um, skynsamlegu, eða á bara engin áfengisdrykkja rétt á sér. Ætti þá ekki alveins að banna bifreiðar af því að þær valda dauðsföllum öðru hvoru. Æi þetta voru bara svona hugleiðinga hjá mér þegar ég sé hversu þú setur alltaf mikið út á áfengis drykkju!! Já svo svona rétt í leiðinni, hef hugsað mér að opna námskeið í því að kenna fólki að drekka áfengi rétt og skynsamlega!!
Litla systir (IP-tala skráð) 6.7.2008 kl. 12:53
Ég er alveg sammála þér Ninna mín, ekkert varið í það að hrynja í það um helgar. Samt allt í lagi af og til
. Mér finnst samt bara best að dunda heima í húsinu mínu og kannske fá sér bjór eða rauðvínsglas í notalegheitum
, ekkert hrun samt
.
Hafðu það gott í dag, komdu smá stund út úr skápnum og kíktu á sólina
Sigríður Jóhannsdóttir, 6.7.2008 kl. 13:01
Obbosí,einhver farið öfugt framúr í morgun
eða nánar til tekið kl 12.53
Mikið myndi ég vilja vera fluga á vegg á svona námskeiði
Birna Dúadóttir, 6.7.2008 kl. 13:01
Sigga mín: Komin út úr skápnum og fór og fékk mér sumarblóm í alla arfadallana mína hérna úti
Sammála með rauðvínið, ég er eins og þú alls engin bindindismanneskja, en ég ræð yfir áfenginu, en ekki áfengið yfir mér
Birna mín: Ég kem með á þetta námskeið, mér þætti gaman að sjá hvernig það fer fram
"Litla systir" eihvers, ekki mín: Þeir sem skrifa hérna þora að koma fram undir nafni
Jónína Dúadóttir, 6.7.2008 kl. 15:06
Ég myndi alveg treysta "litlu systur"til að halda svona námskeið,hitt þætti mér þó fyndið,að hitta fólkið sem mætti
Og þetta er pottþétt ekki litla systir mín heldur,hún hlyti þá að hafa fengið slæmt höfuð högg
Birna Dúadóttir, 6.7.2008 kl. 15:22
Ég las ekki athugasemd litlu systur fyrr en núna, vá, Ninna mín, ertu svona asskoti fanatísk?
Gott að arfadallarnir eru aftur orðnir að sumarblómadöllum, það er einhvern veginn huggulegra
. Þá fer ég nú að láta sjá mig
!
Sigríður Jóhannsdóttir, 6.7.2008 kl. 16:49
Þetta virðist allt vera að smella hjá þér, frábært..og arfinn breyttur í blóm og allt!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 6.7.2008 kl. 17:06
Birna mín: Já hún hlyti eiginlega að hafa dottið upp á þak
Sigga mín: Ég er ekki bara fanatísk, líka fordómafull
Koma svo mín kæra
Jóhanna mín: Allt að verða huggulegt
Jónína Dúadóttir, 6.7.2008 kl. 17:27
Kúl Ninna breytir arfa í blóm, vissi alltaf að þú værir kraftaverkakona
Erna Evudóttir, 6.7.2008 kl. 18:46
Ja hérna sko Erna mín ég keypti... eða nei nei, ég ætla ekkert að eyðileggja þessa tálsýn fyrir þér
Jónína Dúadóttir, 6.7.2008 kl. 19:17
Svo þið skötuhjúin kunnið að smíða fataskápa, getið þið ekki hrublað saman einum stórum fyrir mig. Kram
Heiður Helgadóttir, 6.7.2008 kl. 19:23
Heidi mín: Ef við værum á staðnum mundum við örugglega gera það
Knus og kram á þig
Jónína Dúadóttir, 6.7.2008 kl. 19:25
Voðaleg drykkja er þetta þarna fyrir norðan. Ég hélt þetta væru bara unglingarnir en ekki fólk sem komið er af léttasta skeiði!! Er það líka komið í veggjakrotið?
Júdas, 9.7.2008 kl. 22:49
Júdas minn: Það þarf ekki unglingana til
Veit ekki með veggjakrotið kannski verður það næst
Jónína Dúadóttir, 10.7.2008 kl. 07:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.