Ég hef ekkert lagast....

...síðan í gær.... ég er ennþá með fordóma gagnvart ofnotkun á áfengi, tuskuæði og fólki með kynþáttafordóma... annars er ég bara góðWink Mér finnst ég þessa dagana aðeins vera að ná í skottið á sjálfri mér, bæði innra með mér og hérna á nýja heimilinu okkar. Ég er næstum því alveg hætt að ímynda mér að ég þurfi að mæta einhversstaðar klukkan eitthvað, losna nú sjálfsagt aldrei alveg við það samt.... finnst endilega að ég eigi að mæta einhversstaðar í dag... kannski í klippingu baraJoyful Og ég er farin að laga til hérna heima og gera huggulegt, plantaði sumarblómum í dalla og körfur, er ekki sumarið komið annars ? Við löguðum líka til á sólpallinum, svo núna lítur hann ekki lengur út eins og geymsluport fyrir trésmíðaverkstæði, búið að planta þar sólhúsgögnum úr RL búðinniTounge Var meira að segja að hugsa um að slá lóðina í gær, en nennti því svo ekki og ég má alveg nenna því ekki, ég er nefnilega í sumarfríiGrin Við keyptum  hillur til að hafa á baðherberginu svona til að byrja með, fyrir allt dótaríið sem er lengi búið að veltast í pappakössunum á gólfinu og sáum þá að við eigum eiginlega tvennt og þrennt af öllu inn á baðherbergi.... Spúsi á rakvélar og raksápubrúsa fyrir næstu árin og ég ætla ekkert að gefa upp hvað ég á margt af hinu og þessu dóti, sem ég fór og keypti af því að ég nennti ekki fyrir mitt litla líf, að leita endalaust í þessum kössum.... Whistling Svo er eiginlega komin beinagrind á ferðalag, leggjum líklega af stað næsta mánudag. Það er eiginlega ekki hægt að fara fyrr af því að ég lét plata mig til að vinna kvöldvinnu næsta sunnudagskvöld og við ætlum líka að gefa okkur góðan tíma til að klára skápana í svefnherberginu, svo förum við austur á land og  vísiterumJoyful Lífið er ljúft, lifum þvíSmile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þjáist af sömu fordómum og þú hehemm.  Er svo asskoti ánægð með það.

Njóttu dagsins.

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.7.2008 kl. 07:25

2 Smámynd: Birna Dúadóttir

Mikið svakalega ertu með af fordómum kona

Birna Dúadóttir, 7.7.2008 kl. 07:32

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jenný mín: Flott hjá þérNjóttu líka

Birna mín: Já mikil skelfing.....

Jónína Dúadóttir, 7.7.2008 kl. 07:47

4 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Ó, það er svo notalegt að ná í skottið á sér, verst að það vill stundum stinga mann af aftur, allavega gerist það oft hjá mér. Hafðu það gott í dag Ninna mín!

Sigríður Jóhannsdóttir, 7.7.2008 kl. 08:08

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Sigga mín: Skil þig, en er á meðan erHafðu það líka gott mín kæra

Jónína Dúadóttir, 7.7.2008 kl. 08:24

6 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson



Gunnar Helgi Eysteinsson, 7.7.2008 kl. 09:29

7 Smámynd: Erna Evudóttir

Fordómar eru bara gott mál

Erna Evudóttir, 7.7.2008 kl. 10:16

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Já er það ekki bara

Jónína Dúadóttir, 7.7.2008 kl. 10:30

9 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Jú, nauðsynlegir, sér í lagi gegn fólki með tuskuæði

En Ninna mín, númer hvað er húsið þitt, bara pæling

Sigríður Jóhannsdóttir, 7.7.2008 kl. 11:35

10 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Númer 32 Sigga mín, þrjátíu og tvö

Jónína Dúadóttir, 7.7.2008 kl. 11:37

11 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Sá það á myndinni rétt í þessu, lít á þig í dag ef þú verður heimavið

Sigríður Jóhannsdóttir, 7.7.2008 kl. 11:39

12 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Verð mestmegnis heima, kannski aðeins í Húsó að sækja efni einhvertímann seinna í dag. Ráð að hringja fyrst svo ég geti lagað til og tekið rúllurnar úr hárinu og klætt mig og....... nei nei svo ég verði örugglega á staðnum 822-0276

Jónína Dúadóttir, 7.7.2008 kl. 11:42

13 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Hef samband áður, eða kannske ekki svo langt síðan ég hef séð þig með rúllur

Sigríður Jóhannsdóttir, 7.7.2008 kl. 11:55

14 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Sigga mín, þú hefur aldrei séð mig með rúllur

Jónína Dúadóttir, 7.7.2008 kl. 12:45

15 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Nú? Mig minnti það. Takk fyrir kaffið ljúfan, gaman að hitta ykkur og spjalla smá, fyrir utan að fá að sjá sæta húsið ykkar.

Sigríður Jóhannsdóttir, 7.7.2008 kl. 15:36

16 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Kannski, það getur vel verið en það er þá ofsalega ofsalega langt síðan  Takk fyrir komuna mín kæra, kíki til þín í minni næstu vísitasíu

Jónína Dúadóttir, 7.7.2008 kl. 15:44

17 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Komdu fagnandi góðan mín

Sigríður Jóhannsdóttir, 7.7.2008 kl. 17:32

18 Smámynd: Birna Dúadóttir

Ninna með rúllur,just love it

Birna Dúadóttir, 7.7.2008 kl. 17:58

19 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Sigga mín: Takk fyrir

Birna mín: Ég var síðast með rúllur þegar ég var fermd og það var þvílík kvöl og pína... enda með hár niður í mitti og toppinn líka

Hjördís mín: Ég gerði þetta allt í gær !!!!!! Skánaði ég ekki aðeins ljúfan mín ?

Jónína Dúadóttir, 7.7.2008 kl. 18:33

20 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Ég hef aldrei þolað kellingar með tuskuæði, ég hata konur sem að eru sífellt að montast yfir hvað þær þrífi mikið, ég vil ekki fá svoleiðis fólk inn á mitt heimili, til að athuga hvort að ég sé með sama tuskuæði, uss

Heiður Helgadóttir, 7.7.2008 kl. 19:10

21 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Heidi mín: Þá er mér alveg óhætt að koma

Jónína Dúadóttir, 7.7.2008 kl. 19:11

22 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Ég er líka uppfull af fordómum! Skrítin tilviljun.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 7.7.2008 kl. 20:10

23 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Já Jóhanna mín, ferlega skrítin tilviljun

Jónína Dúadóttir, 7.7.2008 kl. 20:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband