... en nú er ég bara alls ekki viss. Annars er þetta líklega bara eins og það á að vera, hér fáum við í mesta lagi 3 daga góða með sól og jafnvel tveggja stafa hitatölum og svo kemur þoka og rigning. Það er mikið talað um að hitastig fari hækkandi í heiminum vegna áhrifa frá eyðingu ósonlagsins, en ég er nú ekki að finna fyrir því hérna í norðlenska sumrinu Ég var nú svona ykkur að segja, pínulítið að vona að veðurguðirnir yrðu góðir við mig í fyrsta alvöru sumarfríinu mínu í áraraðir, en þeir virðast vera uppteknir við eitthvað allt annað en að huga að mér
Svo gala ég alltaf um að rigningin sé góð fyrir gróðurinn og það er auðvitað alveg rétt en það getur líka orðið of mikið af því góða, það er verulega gott fyrir grasið á lóðinni að fá rigningu en það bitnar á mér, ég þarf að slá oftar. Yfir öllu má nú kvarta....
Ég er að fara að passa barnabarnið mitt hana Lindu Björgu núna fyrir hádegi, það er að segja ef hún kærir sig þá eitthvað um að koma með mér
Hún er á einu af milljón mótþróaskeiðum barnsins þessa dagana og ætlar að stjórna öllu og öllum, en amman er eitthvað treg í taumi svona af og til og ekki alltaf allra vinsælasta persónan í lífi lítillar prinsessu
Hún er sko búin að ákveða að hún sé orðin of stór til að sofa á daginn.... skelfilegt hvað mín er úrill seinnipartana, en ég hafði auðvitað vit á að bjóðast til að hafa hana fyrir hádegi, þá er hún fín
Hún er nefnilega barnabarnið mitt en ekki barnið mitt og ég tek ömmuhlutverkið mjög alvarlega, sem sagt ég má leika mér að því að hafa hana þegar hún er góð og skemmtileg, en svo er foreldranna að sjá um afganginn
Hún er yndisleg
Njótið dagsins í hvívetna og verið góð hvort við annað, það er svo mannbætandi
Flokkur: Bloggar | 8.7.2008 | 07:51 (breytt kl. 09:33) | Facebook
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Maí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | ||||
4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 |
11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 |
18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 |
25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.5.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er svakalega flott sumar hjá mér,endalaust góðviðri
Birna Dúadóttir, 8.7.2008 kl. 08:58
Birna mín, það er gott að einhver er þá sólarmegin....
Jónína Dúadóttir, 8.7.2008 kl. 09:21
Jenný Anna Baldursdóttir, 8.7.2008 kl. 09:46
Sólin skín á þá réttlátu, veit ekki hvar þeir eiga heima, sólin skín ekki hjá mér allavega
Erna Evudóttir, 8.7.2008 kl. 11:10
Kysstu litlu dúlluna frá mér
Ég skal reyna að senda smá sól á þig héðan!

Jóhanna Pálmadóttir, 8.7.2008 kl. 11:12
Góðan dag, þú ert bara svo sæt að sólin er feimin. Ég er svo mikil töfrakelling, ég skal reyna að senda þér sól.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 8.7.2008 kl. 11:13
Gefum skít í sólina og bloggum...
Gunnar Helgi Eysteinsson, 8.7.2008 kl. 13:15
Gott að hafa þokuna annað slagið,annars staðar en hjá mér
Birna Dúadóttir, 8.7.2008 kl. 14:48
Sko, ég gerði samning við - nei ekki djöfulinn - heldur veðurguðina - og ég stóð við minn hluta og nú eru þeir að skila sínum - til mín og sunnlendinga! Svo þú verður bara að sætta þig við rigninguna - eða skella þér í frí hingað suður, enda vantar alltaf góðar og skemmtilegar pokakerlingar á laugaveginn!
Hjá mér gæti þú fengið að gista - úti í tjaldi í garðinum - og þú getur byrjað á að slá á morgnanna... í sól og blíðu alla daga - sólarmestu tíð svo áratugum skiptir - álíka lengi og þú hefur ekki haft sumarfrí sko!
Alltaf gott og gleðilegt að vera með litlu prakkarana í láni - aðeins að leika við þau og spilla þeim pínu - og skila þeim svo bara aftur þegar þau verða örg, eða þannig.
Megi fulltaf knúsum rigna yfir þig og þína þarna langt norður í bossa ... skottið mitt.
Tiger, 8.7.2008 kl. 17:49
Núna er þokunni létt og sólin farin að skína. Vonandi skín hún á öll hverfin í þessum bæ.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 8.7.2008 kl. 18:26
Jenný mín: Takk og
Erna mín: Þeir hinir réttlátu búa á Akureyri, allavega í augnablikinu
Jóka mín: Geri það og takk fyrir sólina, hún er komin

Jóhanna mín: Takk, hvað ert þú yndisleg
Þið hafið lagst á eitt nöfnurnar, sólin er komin
Jónína Dúadóttir, 8.7.2008 kl. 18:55
Hjördís mín: Það þokast ekkert núna hjá okkur, bara sól
Gunnar minn: Já gerum við það ekki bara
Birna mín: Ég vil hana ekki, enda er hún farin... til Keflavíkur kannski ?
Högni minn: Takk fyrir öll knúsin, þau eru alltaf svo notaleg
Er að pakka tjaldinu og stuttbuxunum, sjáumst í fyrramálið
Ólöf mín: Já yndislegt bara
Jónína Dúadóttir, 8.7.2008 kl. 18:59
Við erum komin heim
Jokka (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 19:44
Þetta eru sko nornir í lagi sem þú þekkir Ninna mín, görluðu þokuna burt
. Takk fyrir síðast mín kæra
Sigríður Jóhannsdóttir, 8.7.2008 kl. 20:19
Jokka mín: Velkomin heim elskið mitt, vona að ferðin hafi verið fín
Fæ að heyra það fljótlega vona ég
Sigga mín: Jahá sko þetta eru sko nornir í lagi, verst ég held þær séu eitthvað að svíkjast um núna... aftur komin þoka
Sömuleiðis takk ljúfan mín og sjáumst fljótt aftur
Jónína Dúadóttir, 8.7.2008 kl. 21:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.