Við sem sagt lögðum land... eða búðir... undir fót, sonardóttir mín hún Linda og ég í gærmorgun
Fyrst fórum við í Europris, þar sem sú stutta sagðist þurfa að kaupa eitthvað handa kettinum mínum að borða af því að hann væri alltaf vælandi og nýja skó á afa sinn af því að hann væri búinn að sulla svo mikilli málningu á gömlu skóna. Það er gott að einhver hugsar um þá félaga, ekki virðist ég standa mig neitt sérlega vel í því
Svo fórum við á Glerártorg og þegar hún var búin að prófa öll leiktækin á göngunum þar, skanna Tossaröss leikfangabúðina frá A til Ö, fá ís í brauði sem hún skyldi svo eftir inni í Tiger í kassa fullum af böngsum, skamma ömmu sína hástöfum svo glumdi í einni verslunarmiðstöð eða svo, fyrir að vilja endilega fara inní Nettó sem væri leiðinleg búð, brosa og knúsa út pakka af frosnum bláberjum inni í þessari sömu leiðinlegu búð og týnast minnst tuttugu sinnum á þessum klukkutíma, þá var kominn tími til að amman færi í klippingu...
Ég lýg því ekki að amman hefði með einstakri ánægju farið til tannlæknis og notið þess, eftir einn svona klukkutíma verslunarleiðangur með tæplega þriggja ára stelpuskotti....
En þetta var svakalega gaman og þegar ég fór svo að týna upp úr pokunum þremur þegar ég kom heim, kom í ljós að það eina vitræna sem hafði farið ofan í þá, var matur handa vælandi ketti og nýjir skór handa málaranum sullandi.... og hún ég ætlaði nú bara að kaupa Ajax
Njótið dagsins elskurnar mínar allar... og barnabarnanna ef þið eruð svo heppin að eiga þau
Pé ess: Ég setti inn mynd af nýja "ekkialvegtilbúnaenlangtkomna" fataskápnum okkar







Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Maí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | ||||
4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 |
11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 |
18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 |
25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.5.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 173161
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þau rúlla manni alveg upp þessar elskur
Birna Dúadóttir, 9.7.2008 kl. 07:19
Skápurinn er æði
Birna Dúadóttir, 9.7.2008 kl. 07:21
Þau gera það svo sannarlega
Já skápurinn lofar góðu, við erum ferlega ánægð með hann. Förum í dag og pöntum hurðirnar á hann
Jónína Dúadóttir, 9.7.2008 kl. 07:30
Þið eruð náttúrulega bara flottust
Birna Dúadóttir, 9.7.2008 kl. 07:34
Sömuleiðis krúttið mitt
Hvenær er áformað að skreppa austur í sveitir til Ernu ?
Jónína Dúadóttir, 9.7.2008 kl. 07:39
Líklegast þegar bensínlíterinn hefur lækkað um ca 70 kr,til eða frá
Veit ekki alveg.Ég ætla helst að vera á Ak,þegar Sylvía er á Landsmótinu-skáta.það er í lok júli.
Birna Dúadóttir, 9.7.2008 kl. 07:47
Nú bara 70 krónur, þú biður ekki Guð um lítið
Í lok júlí verður gestaherbergið okkar tilbúið fyrir þig

Jónína Dúadóttir, 9.7.2008 kl. 07:53
Æi, hvað þú ert heppin að vera amma. Ég vildi alltaf verða amma þegar ég var ung (yngri, er ung
) en langaði ekkert að verða mamma
. Svo laug því einhver að mar þyrfti að verða mamma fyrst. Sé svo margar ömmur í kringum mig sem ekkert eru mömmur, en ekkert bólar á ömmubarni hjá mér sem þó er mamma
.
Það örlar á öfund hér að ofan
(löstur sem ég hélt ég væri laus við
). Greinilega yndislegt stelpuskott sem þú átt
Sigríður Jóhannsdóttir, 9.7.2008 kl. 08:34
Það er ein spurning sem stendur upp úr hjá mér eftir lesturinn. Þú segist hafa týnt henni 20 sinnum á klukkutíma.... og ... "þegar ég kom heim" ..... Nú er spurt, HVAR ER STELPAN? Er hún ennþá í NETTÓ? Eða er hún einfaldlega týnd? Eða, kom hún kannski með þér heim, en þú gleymdir að skrifa "við" í staðinn fyrir "ég"?
Einar Indriðason, 9.7.2008 kl. 08:46
Sigga mín: Það gerist þegar það á að gerast
Ég veit þú verður frábær amma, þú mátt alveg eiga mína með mér þangað til
Einar minn: Úbbasía, ég vissi ég gleymdi einhverju
Nei nei, bara svona smágrín sko.....liggur ekki í augum uppi elsku kallinn minn, að ég skilaði þessu skaðræði heim til foreldranna ?

Jónína Dúadóttir, 9.7.2008 kl. 09:28
Jú, að sjálfsögðu skilaðirðu stelpunni á réttan stað :-)
(Minntu mig á að segja þér einhvern tímann frá krakkanum, sem slapp, komst í páskaeggjahilluna, og.... já.... þar bættist óvænt við eitt stykki af páskaeggi númer 6, í körfuna... hálfétið, og opnað. Og með alveg svakalegum hávaða þegar mamman uppgötvaði skemmdarverkið......)
Einar Indriðason, 9.7.2008 kl. 09:35
Þetta er enginn smá skápur næstum heilt herbergi eins og ég sagði
Það er yndislegt að vera amma
ég á 5 ömmubörn núna 3 dömur og 2 stráka

Dísa (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 09:39
Æi, þau eru alveg yndisleg þessi börn......
Jónína Dúadóttir, 9.7.2008 kl. 09:40
Dísa mín: Það má alveg segja fataherbergi, er það ekki svo mikið í tísku
Til hamingju með öll ömmubörnin, þú ert ofsalega rík
Jónína Dúadóttir, 9.7.2008 kl. 09:42
Hún er greinilega alveg frábær, litla rófan
Jóhanna Pálmadóttir, 9.7.2008 kl. 10:37
Greinilega verið mikið stuð með barnabarninu tíhí..
flottar skápar og örugglega miklu flottari en þessi ránrándýri sem þið voruð að spá í
Sjáumst fljótlega
Jokka (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 12:11
Þetta er æðislega flott hjá ykkur - Ég fíla eldhúsið alveg í botn.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 9.7.2008 kl. 12:31
Ég er hrifin af þessu öllu saman hjá ykkur, fataskápurinn hefði nú bara átt að standa inní svefnherberginu mínu, fínar hyrslur, verða hvítar hurðir.
Eigðu góðan dag mín kæra
Heiður Helgadóttir, 9.7.2008 kl. 12:37
Jóka mín: Já hún er miklu sprækari en pabbinn þegar hann var á sama aldri
Jokka mín: Já sjáumst sem fyrst
Gunnar minn: Þakka þér fyrir, kærlega
Heidi mín: Takk, tími honum ekki og hurðirnar verða eikarlitaðar
Ljúfan mín njóttu dagsins
Jónína Dúadóttir, 9.7.2008 kl. 15:51
Ætliði ehv í frí, ég meina gera ekkert frí?
Erna Evudóttir, 9.7.2008 kl. 21:40
Já, við ætlum að skreppa austur á land eftir helgi
Jónína Dúadóttir, 9.7.2008 kl. 22:02
Ninna prjónar svosem eins og eina lopapeysu á leiðinn austur
Birna Dúadóttir, 9.7.2008 kl. 22:35
Byrja snemma að ráða þessar elskur
Júdas, 9.7.2008 kl. 22:52
Birna mín: Það tekur ekki svo langan tíma að keyra
Júdas minn: Já þau fara eins langt og þau komast
Jónína Dúadóttir, 10.7.2008 kl. 06:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.