... mitt stress kemur mér nú oftast til að flissa eða öllu heldur afleiðingarnar af því...
Tók eftir því í morgun að ég gleymdi ekki að setja könnuna mína undir bununa úr kaffivélinni, ég hef ekkert ætt út í bíl nýlega, læst á eftir mér og skilið hús og bíllyklana eftir inni í forstofu, ég tek líka eftir því að ég veit oftast í hvaða föt ég er að fara á morgnana, ég er ekki með tvær skúringafötur með vatni í, í gangi í einu þó ég sé að þrífa hérna, hef ekkert reynt lengi að opna allar hurðir með fjarstýringunni af bílnum mínum, man oftast eftir að borða og eiginlega alveg hætt að gleyma að líta eftir bílum þegar ég er að bakka út af bílastæðinu hérna, sem er bara ferlega fínt af því að þetta er mikil umferðagata sem við búum við
Það að ég er nokkurnveginn hætt að velta út svona um allt eins og grjótskriða ofan úr brattri fjallshlíð, þýðir bara eitt og það er, að ég er orðin tiltölulega óstressuð og það er frekar nýtt hjá mér. Enda engin ástæða til að vera stressuð þessar vikurnar, ég er í sumarfríi, ekkert gistiheimili til að reka, sem var gaman en bara allt of mikil vinna, geri bara það sem mig langar til að gera og langar til að gera það sem ég er að gera
Einhver sagði mér um daginn að ég hefði það allt of gott... kannski það, en ég held það sé þá plús að ég kann virkilega að meta það. Það liggur hver eins og hann hefur um sig búið krakkar mínir
Og talandi um að búa um... við erum búin að kaupa okkur rúm, ég veit að vísu ekki hvernig það reynist, kemur í hús í dag vona ég, en okkur var tjáð af sölumanninum að dýnan væri hönnuð hjá NASA, Geimferðastofnun Bandaríkjanna og koddarnir líka sem við keyptum okkur og kostuðu jafnmikið og svefnsófinn í gestaherberginu.... jú ég er greinilega farin að hafa það allt of gott
Það stefnir allt í fínan dag og ég vona að hann verði ykkur góður líka






Flokkur: Bloggar | 10.7.2008 | 07:54 (breytt kl. 07:59) | Facebook
Bloggvinir
-
jokapje
-
rannug
-
jonhans
-
jogamagg
-
ammadagny
-
hneta
-
asthildurcesil
-
olapals
-
heidihelga
-
brylli
-
juljul
-
naflaskodun
-
majaogco
-
jyderupdrottningin
-
ollana
-
skrifa
-
tofraljos
-
stafholt
-
ringarinn
-
tigercopper
-
engilstina
-
himmalingur
-
einari
-
linka
-
duna54
-
unns
-
skjolid
-
kaffikelling
-
heidamagg
-
heidathord
-
lehamzdr
-
oliskula
-
fjallkona1
-
gattin
-
sur
-
hugskotid
Maí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | ||||
4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 |
11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 |
18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 |
25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.5.): 1
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 173155
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Dýnan ætti þá að duga fyrst hún er hönnuð til að þola geimferðir
. Ninna mín þú hefur það gott og átt það bara skilið, mér þykir gott að þú hefur það gott ljúfan mín
Sigríður Jóhannsdóttir, 10.7.2008 kl. 08:03
Þakka þér fyrir Sigga mín, þetta er falleg hugsun
Jónína Dúadóttir, 10.7.2008 kl. 08:10
Uss þú hefur það allt of gott,farin að taka eftir í hvaða föt þú ferð á morgnana.Mér finnst þú eiginlega bara forréttinda-pakk,og merkja kona.Þú átt Nasa rúm.Mitt heitir held ég ekkert,nema rúm

Birna Dúadóttir, 10.7.2008 kl. 08:34
Jónína Dúadóttir, 10.7.2008 kl. 08:38
Þessi rúm eru mjög góð
segja þeir sem ég þekki og eiga svona rúm
og koddarnir
eftir að þú ferð að nota þá tekur þú með þér ef þú þarft að gista annarstaðar.

Dísa (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 09:15
Svífur mar þá bara fyrir ofan rúmið?
Erna Evudóttir, 10.7.2008 kl. 10:58
Til hamingju með nýja rúmið, mitt rúm er hundgamalt, engin geimferðastofnun hefur komið nálægt því, en áður en að ég fer á aldur þarf ég að fá mér sterklegt rúm, sem að þolir allar þær miklu æfingar sem að aldraðar kellingar hafa sem tómstundagaman
Annars skín sólin a mig hér í Malmöborg, ætla að hypja mig á lappir og fara út í góða veðrið.
Eigðu frábæran dag kæra bloggvinkona.

Heiður Helgadóttir, 10.7.2008 kl. 11:03
Á sjálf svona Nasa rúm og vil ekkert annað
þvílikt gott að kúra í þessu hehe..gott að þú hafir það gott heillin mín, og nú er sól á Akureyri!!
Hvað vill maður hafa það betra?
Jokka (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 11:08
Ég fer að predika þegar ég er undir álagi .. ekki alveg í lagi með mig!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 10.7.2008 kl. 15:38
Dísa mín: Koddarnir eru æðislegir og rúmið lofaði góðu þegar við prófuðum það í búðinni... lögðumst bara upp í það og lágum kjur sko
Erna mín: Já ég held maður svífi bara
Heidi mín: Þú ert skynsöm kona og ætlar greinilega að hafa það frábært í ellinni
Jokka mín: Takk fyrir áðan
Alltaf svo gaman að hitta ykkur, sjáumst sem fyrst aftur
Jóhanna mín: Þú ert yndisleg eins og þú ert
Jónína Dúadóttir, 10.7.2008 kl. 16:01
Einu sinni fór ég í bæinn á bílnum og stoppaði á pósthúsinu - og svo þegar ég var búinn að erindast á pósthúsinu fór ég bara heim aftur. Þegar ég kom heim hafði ég það svo óendanlega mikið á tilfinningunni að ég hefði gleymt að gera eitthvað eða gleymt einhverju - og viti menn - skammaðist mín ekkert svakalega þegar ég áttaði mig á því að ég hafði labbað alla leið heim aftur og skilið bílinn eftir á pósthúsinu. Reyndar ekki nema sirka hálftíma labb - en samt ... *flaut*.
Gott að vita að þú getir gert allan --- skollann --- í geimferðarúminu þínu án þess að eiga það á hættu að pompa á gólfið með braki og látum. Til lukku með það. Vonandi týnast ekki dýnurnar á leiðinni heim!
Sendi eitt stykki geimferðaþolið knús á þig skottið mitt - með von um að það lendi ekki í farþegaflugvél á leiðinni. *kknnnnúuúússss*.
Tiger, 10.7.2008 kl. 17:06
Högni minn: Að gleyma bílnum, bara eins og ég hefði gert það
Kom tvisvar fyrir mig eftir að ég flutti aftur hingað í bæinn minn, skammaðist mín ekkert, ekki til neins annars en hafa gaman af svona uppákomum, þetta skaðar engan
Þakka þér fyrir geimferðaþolna knúsið þú góði strákur, það var dásamlegt
Jónína Dúadóttir, 10.7.2008 kl. 17:40
Gleymi samt aldrei að klæða mig á morgnanna - en fer stundum í bolinn á röngunni ef ég er rosalega sybbinn. Gleymi aldrei að setja könnuna undir fyrir kaffið - en fylli kaffivélina samt oft tvisvar eða oftar með vatni svo úr flæðir.
Gruna að við værum ekki góð saman í heimilisrekstri - en mikið skelfing held ég að það væri sennilega gaman hjá okkur samt þegar við værum að hlýða hvort öðru yfir til að vera viss um að ekkert gleymist .. eða þannig.
Sorry ég sendi ekkert knús núna með þessari athugasemd því ég gleymdi að setja það inn áður en ég ýtti á "senda" takkann.
Tiger, 10.7.2008 kl. 18:26
Þið væruð eins og klippt og skorin fyrir hvort annað, og myndi ég líta inn í kaffibolla, þá væri það fullkomið, þrjú jafn utan við sig
eða úti að skíta eins og hún vinkona mín kallar það. Ég hef sett kaffikönnuna inn í ísskápinn, og hent vekjaraklukkunni í ruslið, og farið með ruslapokann í strætó, það var nú hálf hallærislegt, en ég gleymdi að henda ruslinu.

Heiður Helgadóttir, 10.7.2008 kl. 20:48
Ég þekki þetta allt og meira til undir álagi.
Mjólkin í kústaskápinn, pokarnir í ísskápinn og svona.
Ajaxið hm.. fer ekkert að segja frá því hvert það fór.
Kveðjur
Jenný Anna Baldursdóttir, 10.7.2008 kl. 22:34
Ninna mín hefði ekki verið öruggara að hreifa sig svolítið
og gá hvernig það kemur út bara smá jók
Dísa (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 00:37
Högni minn: Það yrði örugglega ferlega gaman hjá okkur
Leitt að þú skyldir gleyma knúsinu..... en takk fyrir að segja mér af hverju það kom ekki...
Heidi mín: Það væri sko fjör hjá okkur þremur, sem erum stundum svona mikið úti að skíta
Jenný mín: Hvert fór Ajaxið ? Segðu mér.....
Jónína Dúadóttir, 11.7.2008 kl. 07:09
Dísa mín: Jú það hefði ábyggilega verið skynsamlegt, en ég á það til að gleyma algerlega að vera skynsöm
Jónína Dúadóttir, 11.7.2008 kl. 07:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.