Það er til svo fullt af yndislegu fólki....

Nýja rúmið kom í gær, akkúrat á meðan spúsi minn skrapp til að sækja hurðirnar á fataskápinn. Það var ungur strákur sem kom með það hingað úr búðinni og hann skutlaði botnunum inn eins og ekkert væri, en við áttum í smáerfiðleikum með dýnuskrímslið....Grin Hún er 160 x 200 og var til að byrja með í pappakassa, en hann festist þversum í bílnum svo við drógum dýnuna bara út úr honum. Við tepptum auðvitað hálfa götuna og alla gangstéttina með þessum æfingum okkar, en inn í hús fór dýnan með dyggri hjálp ókunnugrar konu, sem kom gangandi og bauðst til að hjálpa okkur ! Þakka þér aftur ókunnuga konaSmile Svo nú er ég klædd og komin á ról, útsofin og hress úr nýja góða rúminu og meira að segja með ný náttborð, sem við settum saman í gærkvöldi. Ég sagði allsekkertnóguglaðlegaungamanninum, sem sá um afgreiðsluna á lagernum að ég væri komin til að sækja náttborðin mín, en hann tjáði mér of hátt og hranalega að þetta væru skúffueiningar! Mér er alveg sama, hann má þess vegna kalla náttborðin mín baðker ef honum sýnist svo, þetta eru samt náttborðDevilÍ dag fara svo hurðirnar fyrir háu fataskápana okkar og eitthvað fleira leggst okkur nú til hérna í húsinu ef ég þekki okkur réttToungeGamla rúmið fór út á kerru og yfir í næstu götu hérna norðan við og þar nýtist það vonandi vel. Eigið dásamlegan dag og munið að sólin er þarna, en í augnablikinu eru bara allar rásir uppteknar eða hún utan þjónustusvæðisSmile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Innliskvitt

Gunnar Helgi Eysteinsson, 11.7.2008 kl. 08:15

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Góðan daginn Gunnar minn og takk fyrir innlitið

Jónína Dúadóttir, 11.7.2008 kl. 08:18

3 Smámynd: Heiður Helgadóttir

 BrushingGóðan daginn darling!

Mikið er nú gott að þið hvíldust vel í nýja rúminu. Meiri ósvífnin í þessum drengstaula að kalla náttborðin ykkar fyrir skúffueiningar, það er sem að ég seigi, þetta unga fólk, hvað kallaði hann rúmið ykkar, skeiðvallaeiningu. Er að fara að hunskast á fætur, í gærkvöldi ringdi eins og að verið væri að undirbúa syndaflóð, en í dag er sólin að glennast framan í mig.





Heiður Helgadóttir, 11.7.2008 kl. 08:27

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Skeiðvallareining, það væri´ðaGóðan daginn mín kæra, skilaðu kveðjum til sólarinnar frá mér

Jónína Dúadóttir, 11.7.2008 kl. 08:45

5 identicon

Góðan daginn þú ert greinilega úthvíld og endurnærð rúmið fer greinilega vel með þig

Dísa (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 09:04

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Góðan daginnRúmið er frábært og já, fer mjög vel með mig

Jónína Dúadóttir, 11.7.2008 kl. 09:05

7 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

allsekkertnóguglaðlegaungamanninum... elska svona orð!

Knús og krams..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 11.7.2008 kl. 09:56

8 identicon

Þú er bara frábær mín kæra og ekkert annað
Mér líður alltaf betur í sálinni eftir að hafa lesið bloggið þitt, þótt ég hafi aldrei kvittað -bara sent þér andlega strauma og góðar hugsanir.  Eða svo sannarlega hugsað hundrað þúsund sinnum til þín-.
En nú loksins kvitta ég og takk fyrir að vera þú og snerta líf svo ótal margra með notalegheitum.
Kveðja frá Grenivíkinni -þar sem er smá þokubakki í morgunsárið- en sól í hjarta, sól í sinni o.s.frv.

Hóffa (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 10:21

9 Smámynd: Erna Evudóttir

Hér er allt rólegt

Erna Evudóttir, 11.7.2008 kl. 10:40

10 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

p.s. Jamm.. fullt af yndislegu fólki, ég hef orðið vör við það t.d. hér hjá eiganda þessarar síðu!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 11.7.2008 kl. 10:43

11 identicon

Góðan dag, held að sólin sé farin í sumarfrí allavega á eyrinni hehe

Gaman að sjá ykkur aðeins í gær, ég bíð spennt við kaffibaunamalarann til að geta boðið ykkur upp á heitan kaffisopa, svona þegar þið getið slitið ykkur frá nýja rúminu og fataskápnum

Eigið góðan dag elskunar

Jokka (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 11:16

12 Smámynd: Birna Dúadóttir

Til hamingju með þetta allt samanÞað er svo sannarlega mikið til af góðu fólki í henni veröld

Birna Dúadóttir, 11.7.2008 kl. 12:08

13 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ester : Þakka þér fyrir

Jóhanna mín:

Hóffa mín elskuleg: Þakka þér fyrir og áttaðu þig á því að það lýsir þér mjög vel að þú skulir skrifa svona til mínTakk fyrir að kíkja hérna inn og kvitta loksins þáHitti mömmu þína og Helgu í dag, alltaf jafngóðar og hlýlegar

Erna mín: Enginn stórborgarbragur hjá þér núorðið

Jóhanna mín aftur : Sömuleiðis takk

Jokka mín: Slepptu kaffimalaranum og knúsaðu Bigga í staðinnVið komum, treystu því elskið mitt

Birna mín: Takk systir góð, ert þú búin að kynnast einhverjum sérstaklega góðum nýlega, sem ég má ekki vita um

Jónína Dúadóttir, 11.7.2008 kl. 17:18

14 Smámynd: Birna Dúadóttir

Neibb,það vill mig enginn,sem er gott,í bili

Birna Dúadóttir, 11.7.2008 kl. 18:10

15 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ok láta sér bara nægja að eiga æðislegustu systurnar í öllum heiminum... í biliÉg er að meina mig, Ernu og Jóku sko

Jónína Dúadóttir, 11.7.2008 kl. 19:30

16 Smámynd: Sigríður Jóhannsdóttir

Til hamingju með nýja svefnherbergið sýnist mér að sé óhætt að segja. Rúmið fer greinilega vel með þig, klukkan alveg orðin átta þegar þú loksins nennir að blogga svolítið. Enginn smá svefn það

Sammála þér Ninna mín að veröldin er full af hlýju, góðu og hjálpsömu fólki, sem gerið lífið mikils virði hvort sem sólin er í sumarfríi eða ekki. Hvert skildi hún annars hafa skroppið, það er að segja sólin? Var að hugsa um það hvort ég ætti að reyna að eltana. Sjáumst hressar mín kæra!

Sigríður Jóhannsdóttir, 11.7.2008 kl. 22:31

17 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Til hamingju ... Með að vera búin að skipta um allt sem skiptir máli til hins betra... VINNUNA OG RÚMIÐ.

Brynjar Jóhannsson, 12.7.2008 kl. 02:33

18 Smámynd: Tiger

 Hahaha ... jamm, gott að botninn varð ekki eftir í Borgarfirði. Sumt afgreiðslufólk á bara ekki heima í þjónustu störfum, svoddan fýlusvipur og óliðlegheit í sumum.

Knús í rúm ... og tíma!

Tiger, 13.7.2008 kl. 15:15

19 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Takk þið öll

Jónína Dúadóttir, 13.7.2008 kl. 16:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband